Leita í fréttum mbl.is

Jamm

Ég hef aldrei verið neinn sérlegur aðdáandi KK, en allt í einu er ég alveg að fíla karlinn Wink Finnst lagið hans um æðruleysið gott og nú dauðlangar mig að lesa bókina hans. Ég meina maðurinn bjó á götunni í einhver ár!! Hann hlýtur að hafa frá mörgu áhugaverðu að segja.

Skoðun og sprauta hjá prinsinum á morgun. Mikil spenna í gangi eins og alltaf, að sjá kílóafjöldann. Held hann sé nú ekki kominn í tveggja stafa töluna ennþá, en er örugglega ekkert langt frá henni Tounge Nú og svo er það grauturinn annað kvöld og Ingibjörg stendur enn föst á því að við eigum að vera í kjólum!

Læt fylgja hér eina mynd af Ingibjörgu úr myndatökunni hjá Siggu Þrúðu. Mér finnst þetta falleg mynd - hún er eitthvað svo dreymin þarna.

IMG_9691.jpg+

- Þú getur ekki hindrað fugla sorgarinnar í að fljúga yfir höfði þínu. En þú getur komið í veg fyrir að þeir geri sér hreiður í hári þínu.

Kínverskur málsháttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

Awww...sæt mynd - alveg búin að gleyma stað og stund þarna

Smilla, 15.1.2009 kl. 23:45

2 identicon

Sæt mynd...greinilega enginn æsingur á þessum bæ ;)

Heiða Árna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:11

3 identicon

Þessi mynd er æðisleg. Ég er búin að lesa bókina hans KK, mæli með henni, þetta er flottur kall.

Júlía (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 09:41

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Yndisleg mynd af Ingibjörgu. Ég á einn sóló disk með KK. Þú getur fengið hann ef þú vilt, en hann er gamall.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.1.2009 kl. 21:30

5 identicon

Ég bara varð að kommenta. Auðvitað farið þið mæðgur í kjól. Annað er ekki forsvaranlegt. Kær kveðja

Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 22:11

6 identicon

Bið spennt eftir nýjustu tölum og grautarsögu

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband