Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Brjál!!

Ég er orðin svo pirruð yfir þessu netleysi að ég get varla lýst því! Ég er búin að vera svo pollróleg allan þennan tíma en nú er hinsvegar eitthvað farið að gjósa inni í mér. Ég er semsagt komin í málið (búin að taka það úr höndunum á Heimi) og er búin að vera í beinu sambandi við þá félaga mína í Vodafone, þá Grétar og Garðar. Bæði í gær og í dag. Ég held þeir séu aðeins farnir að hræðast mig, ég er samt ekki farin að láta neitt verulega illa. Guð hjálpi þeim ef það gerist! Heimir fræddi mig nefnilega á því að ég væri svolítið agressív á þessari meðgöngu minni. Svo þeir G og G eiga ekki von á góðu ef ég hleypi öllu frá mér, skal ég ykkur segja. Ég hreinlega skil ekki þennan andskotans drulluhátt, því það er ekki eins og það þurfi að koma maður heim til okkar og vinna í marga klukkutíma. Er nýbúin að segja skilið við Garðar í símann, og hann ætlar enn og aftur að senda beiðni um að þetta verði sett í forgang, og sagðist hann ekki trúa öðru en að þetta kæmi inn í dag! (Yeah right). Þetta er jú tíundi virki dagurinn sem þetta er búið að vera í vinnslu. Devil Og bara til að þið gerið ykkur grein fyrir því hvað ég er brjáluð þá ætla ég að segja/skrifa hér eitt orð sem Þórey hefur mikið dálæti á og ég hef sagt að ég gæti aldrei sagt/skrifað!! Ég ætla rétt að vona að þeir TUSSIST til að koma þessu í lag fyrir helgi!!

Mig langar ekki að segja ykkur neitt annað, það sýður bara svo á mér og þetta NET MÁL á orðið hug minn allann!!


Netlaus!!

Ég er ENN netlaus!! Eigum að fá rouderinn í þessari viku (hef nú heyrt þetta áður!) Það verður nú gott. Ég hef því lítið bloggað því ég reyni aðallega að nota tímann sem ég er hérna hjá mömmu og pabba til að læra. En að öðru...

Já við fórum í sónar og fengum að vita kynið. Þið fáið hinsvegar ekki að vita það Tounge Allt kom vel út og allt í góðu. Nú var mér flýtt um tvo daga og er ég því sett 10. júlí. Ég ÆTLA hinsvegar að koma með það fyrr, en EKKI seinna en 10. júlí! Wink Er mjög sátt við 8. júlí. Barnið hefði þá flotta kennitölu, 08.07.08.

Það gengur eins og í sögu á leikskólanum með Ingibjörgu. Það má eiginlega segja að ég hafi átt erfiðara en hún í þessari aðlögun Blush en svona er það nú bara. Hún var ein allan föstudaginn og var hin ánægðasta. Fór að sofa án nokkurra vandkvæða og borðaði vel Smile Vonandi verður hún eins kát á morgun.

Heimir fékk úthlutað hreindýri, öllum til mikillar gleði!! Grin 


Aðlögun

Jæja nú erum við búin að búa á Nesbakkanum í eina viku og líður svakalega vel Smile Erum reyndar enn að ganga frá og laga til, og svo eigum við eftir að taka kassana ofan af háalofti hérna í Gauksmýrinni og fara í gegnum þá. Erum enn ekki komin með netið og er ekkert víst að það náist fyrir lok næstu viku! Er ekki mikið hress með það. Hlakka til að geta komist á netið og geta lært þegar mér hentar, þurfa ekki alltaf að koma til mömmu og pabba til þess.

Annars byrjar daman í aðlögun á leikskólanum á morgun. Förum í einn klukkutíma í heimsókn og svo lengist það með hverjum deginum þangað til á föstudag að hún verður ein allan tímann. Svona ef það gengur vel hjá okkur Wink Hún er allavegna mjög spennt þegar maður ræðir þetta við hana.

Sónar ekki á morgun heldur hinn Grin og trúið mér, ég fer ekki úr sónarnum fyrr en ég veit kynið!! 


Og þá er ég flutt :)

Jamm við sváfum fyrstu nóttina á laugardeginum, svo gæfan ætti nú alls ekki að klikka. Það var svo ógeðslegt veður og brjálað rok á föstudagskvöldinu að við ákváðum að sofa hérna hjá mömmu svo hún yrði nú ekki ein (pabbi úti á sjó), og svo auðvitað náðum við að koma okkur betur fyrir á laugardeginum og gera þetta aðeins heimilislegra. Sváfum öll eins og steinar, og líður bara svakalega vel þarna á bökkunum Smile Við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir þó það sé nú smá eftir ennþá í kössum, en það er nægur tími. Ingibjörg á nú ekki lítið af dóti og það tekur alveg sinn tíma að fara í gegnum það allt saman og flokka og ganga frá. Mér líður þó vel að vera búin að koma reglu á fötin hennar.

Eitt sem mér finnst leiðinlegt við flutning er að vesenast í símakerfinu og netinu og öllu því. Það er þó ekki hægt að kvarta undan Símanum í þetta skiptið, en við vorum komin með heimasíma nákvæmlega sólarhring eftir að Heimir talaði við þá!! Bara snilld. Man þegar við fluttum í Reykjavík en þá tók það þá hátt í tvær vikur að flytja heimasímann!! Var gjörsamlega að urlast og var búin að undirbúa mig fyrir það sama núna. En nei, það er ekki það sama að vera í Reykjavík og Neskaustað, svo mikið er víst Wink Netið er hinsvegar ekki komið en vonandi fer það nú að koma. Vonlaust að vera netlaus, svona sérstaklega í sambandi við skólann. Þó ég komi nú hingað til mömmu og pabba í tölvuna þá er auðvitað best að geta farið á netið þegar manni hentar.

Heimir byrjaði í vinnunni í dag og lætur bara vel af sér, svona fyrsta daginn Smile Er að vona að ég heyri frá leikskólanum í vikunni svo það mál fari nú allt að skýrast.


Næstum flutt

Já við erum svona næstum því flutt. Sóttum búslóðina á Seyðisfjörð í gær og var allt dótið komið inn í íbúð klukkan 10 í gærkvöldi. Mikið vorum við fegin að vera komin með það! Byrjuðum svo í gærkvöldi að taka upp úr kössum og héldum áfram í dag. Ætlum að sofa annaðkvöld. Getur ekki annað en boðað gott að sofna í nýrri íbúð á "föstudegi til fjár" og vakna þar á "laugardegi til lukku" Smile Trúi ekki öðru.

Ég er byrjuð að vinna niður á Heilsugæslu. Byrjaði á mánudeginum og er að leysa af í móttökunni. Verð þar sennilega í tvær vikur í viðbót eða svo. Bara gaman. Get nú samt alveg sagt ykkur það að mér finnst ógeðslega erfitt að vakna dag eftir dag klukkan 7 á morgnanna!! Hef ekki þurft þess síðan í sumar held ég bara. Líka frekar erfitt að fara á ein á fætur meðan feðginin sofa á sínu græna.

Fór í mæðraskoðun í vikunni og er allt í góðu. Er komin 18 vikur á leið. Förum í sónar 19. feb til að vitað kynið... og ég er gjörsamlega að missa mig af spenningi W00t

En já af leikskólamálum hjá Ingibjörgu er það að frétta, að hún byrjar um miðjan mánuðinn. Mikið er ég glöð! Var farin að sjá fram á að barnið kæmist ekki inn fyrr en næsta haust!! Hún verður frá 8-14 til að byrja með. Þetta verður spennandi hjá henni og vonandi á hún eftir að plumma sig fínt Wink


Stutt

Ætla bara að óska afmælisbarni dagsins til hamingju Smile En það er enginn annar en hann Hermann, ektamaður Júlíu Rósar.

Hermanni kynntist ég sennilega árið 2002 (ef ég man rétt), þegar þau hjónin fóru að draga sig saman. Yndislegur maður í alla staði, vill allt fyrir mann gera og er vinur vina sinna.

Elsku Hermann, hafðu það gott og njóttu dagsins. Ég knúsa þig næst þegar ég hitti ykkur Kissing


Vetur konungur

Ég get nú alveg sagt ykkur það að það er langt síðan að ég hef upplifað svona vetur eins og er núna. Ég hef auðvitað ekki verið hér fyrir austan á þessum tíma síðan ég veit ekki hvenær, en svona vetur hefur ekki verið í borginni svo ég muni. Núna er þetta eiginlega svona eins og var svo oft þegar ég var krakki. Að vísu eru ekki húshæða-háir skaflar, en skaflinn hérna úti á palli og víðar er sko ágætlega hár! Mér finnst þetta nú bara svolítið notalegt verð ég að segja.

Takk öllsömul fyrir kveðjurnar við síðustu færslu Kissing Það gengur vel hjá okkur í íbúðinni, erum búin að mála og nú vantar bara búslóðina. Vonandi fáum við hana á morgun, það er, hún er komin á Seyðisfjörð svo vonandi verður nú hægt að ná í hana. Að það verði ekki allt ófært Wink

Jæja ég er að hugsa um að fara að snúa mér að verkefninu í aðferðafræði. Mikið er það leiðinlegt!!

 


Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 666

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband