Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Meira gubb!

Ekki varð mikið úr deginum hjá mér í dag varðandi lærdóminn. Ingibjörg byrjaði daginn á því að æla og svo aftur stutt seinna. En hún er orðin hress og virðist vera búin að hrista þetta af sér. Ætti að komast á leikskólann á morgun svo þá get ég alfarið snúið mér að verkefnunum sem eftir eru fyrir miðvikudaginn.

Það sem ég afrekaði hinsvegar í dag var að setja nýja rúmið hennar Ingibjargar saman Happy ójá það kom í dag. Ægilega flott. Tókum svo allt úr herberginu hennar og röðuðum og gerðum fínt hjá dömunni. Nú verður spennandi að vita hvort hún sofi þarna meirihluta næturinnar eða hvort hún verður mætt um 2 leytið.

Ætla að lufsast til að skrifa eitt verkefni áður en ég fer í rúmið. Annars er ég að borða lakkrís og drekka appelsín... bara gott fyrir svefninn Wink


...

Þá er Ingibjörg búin að fá sína fyrstu ælupest. Hún byrjaði aðfaranótt laugardags og stóð yfir í sólarhring. Greyið litla, ég vorkenndi henni svo hræðilega. Hún stóð sig nú samt alveg eins og hetja, sagði eftir hvert skipti - Ojbara, ég ekki æla meira. Já hún er dama Wink Ég hélt svo í morgun að ég væri að fá eitthvað en Guði sé lof, svo var ekki. Er ekki að sjá það fyrir mér að vera ólétt með ælupest! Get bara ekki ímyndað mér að það sé yfir höfuð hægt. En Ingibjörg var svo bara með hressasta móti í dag svo hún virðist vera búin að ná sér. Finnst samt verst að það litla hold sem hún var búin að ná utan um kroppinn eftir hlaupabóluveikindin, eru fokin út í veður og vind og sennilega meira til. En svona er þetta bara, hún verður sjálfsagt seint kölluð bolla.

Ég náði að skila þessu hrikalega leiðinlega verkefni á réttum tíma og er nú byrjuð að einbeita mér að leiðarbókinni sem ég þarf að setja í póst á miðvikudag. Held að það náist alveg... eða það verður bara að nást - sem og það gerir.

Ég pantaði nýja Flexa rúmið hennar Ingibjargar á föstudaginn. Vona að það komi á morgun, það átti að fara af stað á föstudeginum. Jii ég er svo spennt Happy Vona að hún fari þá að sofa ALLA nóttina í sínu rúmi. Annars verður bara að taka á því máli... eða, Heimir verður að taka á því. Held ég meiki það ekki.

Júlía Rós benti mér á athyglisverða bók um daginn. Hún heitir Rimlar hugans eftir Einar Má. Er mjög spennt fyrir henni og ætla mér að lesa hana þegar ég verð búin í skólanum um miðjan maí.


Gleðilegt sumar

... öllsömul og takk fyrir veturinn Heart Reyndar finnst mér nú sumarið kannski ekki alveg komið, það er nú meira bara svona vor. Það var svarta þoka yfir öllum firðinum í morgun þegar ég vaknaði, svo rofaði til og nú sést ekki á milli húsa út af þoku! Hugsa með gleði til sumarsins þegar Austfjarðarþokan lætur á sér kræla - yndislegt Wink

Ingibjörg fékk fullt af pökkum í sumargjöf. Sú stærsta var auðvitað nýtt rúm sem amma hennar og afi gefa henni. Ætlum að kaupa svona Flexa rúm handa henni, þau eru svo flott. Ætla að panta það á morgun.

Ég er búin að vera dugleg í dag í verkefninu og ætla að klára það á morgun! Með dyggum stuðningi frá Sigurlaugu. Á í rauninni ekkert svo mikið eftir. Ég er líka orðin nokkuð hress svo ég ætla að mæta í vinnuna og vera fram að hádegi Smile 

Ætla í bælið!


Síðasti dagur vetrar

Ég er hér enn ef einhver skildi vera farinn að undrast Wink Bara erfitt að koma sér aftur í gang þegar maður tekur sér nokkra daga frí. Helgin var æðisleg og ég gerði það sem ég sagðist ætla að gera, akkúrat ekki neitt! Það er svo mikill draumur að vera þarna uppfrá, myndi helst vilja vera um hverja helgi. Ingibjörg elskar sveitalífið, var úti allan daginn með fötu og skóflu að moka snjó.

Annars er ég búin að vera lasin í tvo daga. Fór heim úr vinnunni í gær og var heima í dag. Er nú samt öll að hressast finnst mér. Er örugglega bara með einhverja pest, kvef, höfuðverk og meira svona skemmtilegt. Finnst alveg hrikalega óþægilegt að vera með þennan svima... verð bara að vera dugleg að úða í mig lakkrís Tounge 

Hef nú loksins snúið mér að lærdómnum. Já eða svona reynt það. Skilaði einu verkefni í dag og byrjaði á öðru, klára það svo vonandi fyrir helgina og þá get ég einbeitt mér að leiðarbókinni sem ég á eftir og á að skila 30. Ætti alveg að ná því.

Haldið þið að Subway sé ekki að opna á Egilsstöðum! Einmitt á staðnum sem Hamborgarabúllan var. Nú bíð ég bara eftir Am. Style W00t

Ohh Greys byrjar ekki fyrr enn 30. apríl! Er búin að bíða allan aprílmánuð eftir þessu og þarf enn að bíða. Elska þessa þætti.

Ingibjörg sefur hjá ömmu sinni í kvöld, svo ég ætla að sofa út í fyrramálið... á sumardaginn fyrsta Happy


A star is born

Já svei mér þá ef hann Draupnir Rúnar er ekki búinn að meika það!! Grin Ég er gjörsamlega búin að veina úr hlátri eftir að ég sá myndbandið núna í kvöld. Drengurinn er æðislegur. Nú vil ég bara að hann skelli sér á sviðið með þeim í maí, það yrði gargandi snilld. Ef vera kynni að einhver sem slæðist hingað inn er ekki búinn að sjá þetta, þá vessegú! Er alveg handviss um að við sigrum þessa keppni í ár Cool

Sumarbústaðurinn á morgun. Mikið hlakka ég til. Ég ætla ekkert að gera annað en að sofa, lesa og prjóna. Ætla ekki einu sinni að hugsa til alls þess sem ég á eftir að skila af mér í skólanum. Það er nægur tími til að velta sér upp úr því, nú svo er auðvitað bara spýta í lófana og klára þetta þó nennan sé í algjöru lágmarki. Jii hvað ég hlakka til þegar þessari önn lýkur.

Finnst verst að missa af Bubba annakvöld. Ég veit nú samt alveg að Eyþór Ingi (hinn fagri) sigrar þetta. Ég get svo horft á þetta á sunnudagskvöldið, en þá er endursýnt á Sirkus.

Við mæðgur fórum og fengum okkur ís í dag eftir leikskólann. Voða góður. Fórum svo aftur þegar Heimir kom heim, Ingibjörg fékk annan ís og át hann með bestu lyst. Ég fékk mér ekki annan... alveg satt! Ætla að fá mér ís uppi á Egilsstöðum á morgun, mér finnst hann betri þar.

Er komin með æði fyrir svörtum Nóa karamellum. Hrikalega góðar. Best að setja ca. 4 upp í sig í einu og tyggja svo! Þetta límist alveg við tennurnar í manni... fæ eitthvað út úr því. Þar sem töggurnar innihalda lakkrískjarna vonast ég til að hífa blóðþrýstinginn aðeins upp. Er orðin þreytt á því að vera með svima og geta endalaust sofið.

Ingibjörg er í fríi á leikskólanum á morgun. Áður en brunað verður upp í bústað fer daman í klippingu og svo ætlar Þóra Matthildur að kíkja á okkur með dömurnar sínar.

En eigi þið góða helgi kæru vinir. Ég ætla sko að hafa það gott Cool


Óskir rætast

Sigurlaug virðist vera viss um að ég sé gædd einhverjum yfirnáttúrulegum hæfileikum. Þeir lýsi sér þannig að ef ég bið um eitthvað hérna á blogginu eða tala um það, þá gerast hlutirnir! Happy  Ég hef nú reyndar ekki sömu trú á þessu og hún, en það má þó reyna. Ég bið því um American Style hingað á Austurlandið. Held það gæti alveg borgað sig að opna stað á Egilsstöðum. Nú skulum við bíða og sjá hvað gerist Tounge Quiznos er búið að opna á Reyðarfirði svona ef þið skylduð ekki vita það. Reyndar er afgreiðslan mjööög slow og ekki nærri því allt í boði sem er í borginni, en það er samt betra en ekkert.

En já það er víst kominn ís í bæinn. Mun mæta á staðinn á morgun og fá mér einn. Jammí hlakka til Wink já það þarf lítið til að kæta mig!

Ætla í bælið... á sennilega eftir að dreyma ís og American Style í alla nótt og vakna svo glorhungruð í fyrramálið! Gott að ég er að fara í vinnuna því morgunverðarhlaðborðið niðri á spítala er BARA gott Grin


Vor í lofti

Jhaa ég þori varla að skrifa það - en geri það samt, ég er ekki frá því að það sé komið vor í loftið. Flugurnar komnar á kreik og spáð hinu fínasta veðri, 14 stiga hita heyrði ég einhvers staðar! Spurning reyndar hvort það sé ekki bara sumarið sem sé að koma, svona miðað við hitastigið Wink

Annars á mín yndislega móðir afmæli á morgun, þann 16. Til lukku með daginn elsku mamma mín. Þau ætla að bruna upp í bústað og svo förum við uppeftir á föstudag og verðum yfir helgina. Það verður ljúft.

Við pabbi fórum í sundið í morgun í sól og blíðu. Algjör draumur. Maður getur sko auðveldlega orðið háður þessu.

Ég er alveg að geispa golunni hérna núna svo ég ætla að henda mér upp í rúm. Bíð ykkur góðrar nætur.


Helgin

... var fín. Ýmislegt brallað á laugardeginum, meðal annars farið í íþróttaskólann, Ingibjörgu til mikillar gleði. Á sunnudeginum fórum við svo yfir á Reyðarfjörð á námskeiðið. Urðum ekki fyrir vonbrigðum með þann tíma frekar enn hinn. Ferlega skemmtilegt. Nú er einn tími eftir.

Var að vinna í dag, ekki á morgun. Ætla í sund í fyrramálið og er búin að dobbla pabba með mér.

Ég er að horfa á Lost. Mikið er nú vinalegt að sjá aftur framan í Docktor Jack Tounge Hrikalega myndarlegur!

Kveð ykkur með þessari mynd sem ég tók á sunnudeginum, það var svo fallegt veður. Reyndar var byrjað að snjóa seinnipartinn þegar við komum heim.

apríl 071


Fyrsta sundferðin

Ég fór í sund í morgun Smile Mikið hrikalega er ég ánægð með mig! Áður en ég fór að sofa í gærkvöldi ákvað ég að taka til sunddótið svo ég færi nú ekki að setja það fyrir mig í morgun. Ingibjörg fór á leikskólann og í kjölfarið brunaði ég í sund og var komin ofan í fyrir klukkan 9. Sá sem var að vinna var svo glaður að sjá mig að hann gaf mér frítt í sund!! Grin Ég fór nú samt afar rólega af stað og synti aðeins 10 ferðir (ég ætla mér að geta gengð á morgun). Svakalega gott að fara svona í laugina, mér leið bara eins og nýhreinsuðum hundi eftir þessa ferð. Ég nenni samt ekki að fara í sund fyrir allar aldir svo ég held ég geri þetta þegar ég er ekki að vinna. Þegar ég hef nægan tíma.

Fékk þetta sent í pósti frá einni vinkonu. Finnst þetta ansi merkilegt og alveg vert að hugsa um.

Vissir þú.....

.... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?

.... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?

....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?

.... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12 til 14 (amerískar)?

.... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar átröskun?


.... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?

.... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?

Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.

-Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.


-Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.


-Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarar. Við erum allar æði...........og ekki gleyma því!

Bíð ykkur góðrar nætur.

Jamm og já

Skrítið hvað maður getur látið aðra hafa mikil áhrif á sig. Jafnvel fólk sem maður þekkir lítið eða ekki neitt. Þá er ég að meina andlega líðan. Held þið vitið hvað ég meina. Varð fyrir því núna í vikunni og hef verið svolítið hugsi yfir þessu síðan samtalið átti sér stað. Nú hef ég hinsvegar tekið þá ákvörðun að láta þessi manneskju ekki hafa þau völd að geta látið mér líða illa. Ég þarf ekki að umgangast hana, þarf ekki að vera nálægt henni ef ég kýs það ekki og get alveg haldið mínu striki án þess að eiga nokkur samskipti við hana. Held ég geri það Cool 

Við mamma fórum á kaffihúsið í hádeginu í dag. Ferlega gott að borða þar. Hvað haldi þið að ég hafi rekist á á matseðlinum? Jú pítur!! W00t Fékk mér reyndar ekki þar sem ég bjó til pítur í vikunni, en á alveg ábyggilega eftir að fá mér síðar. Mér líður samt mun betur að vita að hægt sé að fá sér pítur hér í bæ. Verst að það skuli ekki vera hægt að fá sér ís úr vél fyrr en eftir sumardaginn fyrsta! Skil það ekki alveg. Þarf semsagt upp í Egilsstaði til að geta fengið mér ís úr vél! Magnað.

Er mikið búin að spá í sundið. Og þar sem ég fer ekki í vinnuna á morgun, er ég alvarlega að spá í að fara í sund eftir að Ingibjörg er farin á leikskólann. Tek það samt fram, er að spá - er ekki búin að ákveða það semsagt. Veit að ef það verður snjókoma á ég örugglega ekki eftir að fara. Merkilegt hvað það getur verið erfitt að drattast af stað eins og það er himneskt þegar maður er kominn á staðinn. Læt ykkur vita á morgun.

En í kvöld er ég sátt við bæði Guð og menn Wink og fer hin ánægðasta uppí rúm (þrátt fyrir hrikalegan brjóstsviða - arghh fann aldrei fyrir þessu með Ingibjörgu). Ætla að lesa uppeldisbókina þar sem ég sofnaði eftir nuddið í gærkvöldi (Hermann ertu að lesa?!) Grin Góða nótt.


Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband