Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Bongóblíða

Hef svo sem lítið að segja ykkur. Búið að vera þvílíkt gott veður í dag, klukkan 8 í morgun þegar ég dró upp og leit á hitamælinn sýndi hann 16 stig í forsælu! Enda er búið að vera heitt í dag. Ég hef samt lítið fundið fyrir því þar sem ég er búin að verja deginum inni að gera verkefni! Arghh... en allt tekur þetta enda Wink

Maí 246Verð að sýna ykkur þessa mynd. Leó er nú bara eins og einn af böngsunum þarna. Ingibjörgu finnst þetta ÆÐI og áður en hún sofnaði heyrði ég flissið í henni hingað fram, þá var hún að strjúka honum og knúsa hann Grin Nóttin gekk vel hjá Leó blessuðum og var hann ekkert vælandi. Þegar ég fór fram á klósettið í nótt svaf hann í sófanum og þegar við komum fram í morgun kom hann fram úr þvottahúsinu. Ég setti bælið hans þangað inn í gærkvöldi en ég veit ekkert hvort hann hefur sofið í því, kannski hefur hann bara verið að fá sér að borða. Þyrfti eiginlega að setja upp myndavélar hér yfir næturnar til að fylgjast með ferðum hans. 

Allt kom vel út úr sónarnum. Það er nóg legvatn og sagði Hildur að það væri sjálfsagt þess vegna sem ég fyndi svona VEL fyrir öllum hreyfingum. Ég var farin að ímynda mér að barnið væri eitthvað huge þar sem ég finn miklu meiri hreyfingar núna en þegar ég gekk með InMaí 243gibjörgu. En sennilega er vatnið orsökin Smile En alltaf svo gaman að fara í sónar og sjá litlu mannveruna sem er að dafna inní manni.

Feðginin fóru í göngu upp í fjall núna seinnipartinn í blíðunni. Sæt mynd af þeim.   


Leó litli

Þið hefðuð átt að sjá svipinn á Ingibjörgu þegar við komum heim af leikskólanum. Hann var alveg óborganlegur skal ég ykkur segja þegar hún sá köttinn Grin

En hér kemur fyrsta myndin af gripnum sem hlotið hefur nafnið Leó.

Maí 233

Uppí rúminu hennar Ingibjargar, en hún fór með hann strax þangað og sagði honum að liggja kyrr Wink 

Hér eru svo tvær af þeim saman... þeim systkinunum LoL

Maí 230

Ein alveg í skýjunum og er alltaf að knúsa hann! 

Maí 229

Hann er búinn að vera voða góður síðan hann kom. Var vælinn hérna fyrst en svo er hann allur að koma til, búinn að fara í kassann sinn þrisvar og búinn að borða og drekka. Svo er hann meira og minna bara búinn að sofa í allan dag og liggur nú sofandi hérna við hliðina á mér í sófanum. Alveg yndislegur!! Skil bara ekkert í mér að vera ekki fyrir löngu búin að fá mér kött, svei mér þá Smile 

Við erum að fara í 34 vikna sónar í fyrramálið, hlakka mikið til. 


Ljúf helgi

Það er óhætt að segja að við höfum átt sæludaga fyrir norðan. Alveg yndislegt. Mjög notalegt að gista í Sveinbjarnargerði, í sveitinni þar sem maður heyrir ekki í einu eða neinu. Bara nice. Við gerðum ýmislegt, fórum út að borða (Subway, Greifinn, La Vita e Belle svo eitthvað sé nefnt), í Jólalandið (það er nú bara skylda þegar maður fer til Ak) og í búðir svo eitthvað sé nefnt. Höfðum það svo hrikalega gott inn á milli. Fékk reyndar nett sjokk að koma inn á Glerártorg því það er svo lítið! Hélt að það væri miklu stærra. Neinei pínulítið bara og örfáar búðir. Við erum hinsvegar búin að sjá það að við þurfum sennilega aldrei að fara til Reykjavíkur, því það eru allar búðir á Akureyri... já nema Ikea. Skil ekki af hverju þeir opna ekki búð á Ak.

Á leiðinni heim í gær ákváðum við að kíkja í Laufás, en hvorugt okkar hafði komið þangað. Mjög gaman að skoða gamla torfbæinn og umhverfið þarna er svo fallegt. Þarna var Sr. Pétur Þórarinsson prestur þar til hann lést í fyrra. Ég hafði dálæti á þessum manni en hann samdi meðal annars sálminn Í bljúgri bæn. Hann var með sykursýki og búinn að missa báða fæturna en hann lét það ekki stoppa sig. Man svo vel eftir þættinum með Hemma Gunn þegar hann var gestur þar og systir hans Erna Þórarinsdóttir söngkona, kom fram og söng sálminn fyrir hann. Mjög fallegt og alveg tíu-klúta-moment. En við kíktum líka inn í kirkjuna og að leiðinu hans og tókum umhverfið í nefið.

Hér er Heimir fyrir framan Laufás kirkjuna. Mér fannst hann taka sig svo svakalega vel út þarna á kirkjutröppunum að mér finnst alveg tilvalið að hann skelli sér í prestinn! Hugsa að hann yrði ægilega sætur í prestshempunni Tounge Svo sem sama hverju hann klæðist, hann er alltaf sætur GrinMaí 221

Og hér erum við hjúin í góða veðrinu á bílastæðinu hjá Laufási.

Annars er kisa komin í hús Wink Ég fór og sótti hann í morgun. Hann er bara yndislegur. Ingibjörg er ekki búin að sjá hann þar sem hún er enn á leikskólanum. En það verður gaman að sjá viðbrögðin hjá henni. Verð að taka mynd af honum og sýna ykkur. Við erum ekki enn búin að ákveða nafnið, en erum komin niður á tvö nöfn, Leó eða Dropi. Einhvern veginn finnst mér Leó vera þægilegra. Veit ekki. Best að spyrja Ingibjörgu.


...

Þá er ég byrjuð að vinna 50% niðri á sjúkrahúsi með Þorgerði. Það er fínt. Ég á reyndar verkefnin enn eftir en ég er þó byrjuð. Bara óttaleg leti að hrjá mig þar sem ég er búin með prófið og þá er ég ekki að nenna að eyða frítímanum í verkefni. En það þýðir ekkert að hugsa svona, bara að reyna að hespa þessu af!

Verð að benda ykkur á þetta, guð ég fékk alveg fiðringinn og langar hrikalega á ball. Þeir eru bara æði og auðvitað besta hljómsveit landsins - ekki spurning!! Tounge

Horfðum á Eurovision. Hef svosem voða lítið um það að segja nema hvað sviðið var hrikalega flott!!

Styttist aldeilis í Akureyri hjá okkur hjónaleysunum og við erum sko spennt. Ingibjörg ætlar upp í bústað yfir helgina með ömmu sinni og afa, það verður án efa gaman hjá henni líka. Styttist líka í kisu litlu sem við fáum á sunnudaginn þegar við komum heim. Það verður spennandi Wink


Búin á því

Ég var svo andlega búin á því í gær eftir prófið að ég kom heim og fleygði mér beint upp í rúm og svaf í tvo tíma! Prófið gekk svona upp og ofan, og vona ég auðvitað að ég hafi náð. Mér gekk vel í einu hluta, ágætlega í öðrum en svo afleitlega í þeim þriðja, svo maður veit ekkert. Eins og ég var nú búin að leggja mikla áherslu á reikninginn og búin að vera með í maganum yfir honum, komu ekki nema þrjú dæmi. Já ótrúlegt en satt varð ég hálf svekkt! En þetta var svolítið andstyggilegt próf fannst mér og hrikalega mikið sem þurfti að skrifa. Fannst bara eins og ég væri í söguprófi... hver ritgerðin á fætur annarri. Mikið rosalega er ég nú fegin að þetta sé búið! Nú á ég eftir verkefni sem ekkert liggur á, en mér finnst ég bara vera búin fyrst prófið er búið.

Það voru allir komnir út hér á heimilinu klukkan hálf 9 í morgun. Enda sól og gott veður þó það sé nú ekki mikill hiti. Heimir er að laga til í bílskúrnum og Ingibjörg með honum í því. Hann tók hjólin okkar og lagaði þau eftir ferðalagið til Íslands. Ég tók mér hjólahring hérna á planinu, asskoti á ég nú gott hjól! Veit samt ekki hvort ég meiki að hjóla á því hérna um bæinn því það er nú ekki margra gíra. Það er jú bara flatlendi í Danmörku, en hér eru liggur við bara brekkur. Kemur í ljós. Við mæðgur erum nú búnar að leggja okkur (meira hvað maður getur sofið) og Ingibjörg er aftur komin niður í bílskúr að skottast í kringum pabba sinn.

Ætlum að grilla í kvöld og taka nágrannann með í mat.


Fyndið

Nú man ég eitt hrikalega fyndið svona í miðjum prófalestri og ætla að segja ykkur frá því meðan ég man það.

Ingibjörg er ægilega hrifin af Eurovision laginu, sem hún kallar Life og finnst æði að horfa á þau syngja á Youtube til dæmis. Við vorum svo að horfa á þessa hræðilegu fyrstu æfingu þeirra þarna úti, og Friðrik Ómar er svolítinn tíma einn á sviðinu áður en Regína birtist í Siggu Beinteins kjólnum sínum. Jæja Ingibjörg horfir spennt á þetta og segir svo allt í einu: Hvar er mamm'ans? LoL Ég ætlaði að urlast úr hlátri. Svo birtist nú mamman þarna eftir að hafa læðst um á sviðinu og þá varpaði hún öndinni léttar og sagði: Þarna er hún Grin Ég gjörsamlega veinaði!

Jæja ætla að halda áfram með lesturinn. Var voða dugleg í gær og það sem af er deginum í dag, svo ég ætla rétt að vona að ég nái þessu prófi! Aðferðafræði og menntarannsóknir... hverjum dettur eiginlega í hug að læra þetta?! Bara leiðinlegt! 


Glatað

Má eiga það að ég er búin að vera nokkuð dugleg í lærdómnum í dag Happy gef mér bara smá klapp á bakið fyrir það!

Verð hinsvegar að deila þessumeð ykkur en þetta er fyrsta æfingin þeirra í Eurovisioninu úti. Varð fyrir vonbrigðum, finnst þau svo heft og eitthvað hallærisleg. Finnst Friðrik virka eins og einhver wannabe strippari og Regína... já veit ekki alveg. En það er kannski bara út af því að þetta er fyrsta æfingin (skulum vona það). Ég gæli enn við það að Draupnir skelli sér á sviðið þarna úti. Ég meina það vantar hann algjörlega með þeim. Þau eru bara ekkert að gera sig. Ég var allan tímann að bíða eftir að hann kæmi upp úr gólfinu.

En já þetta er það sem stendur upp úr deginum hjá mér í dag Wink Ætla að læra aðeins meira áður en ég fer að sofa. Svo er bara sund og læra meira á morgun.


Góð helgi

Vona að þið hafið átt góða hvítasunnuhelgi, það áttum við. Yndislegt veður búið að vera í dag og erum við búin að vera úti í allan dag. Við mæðgur löbbuðum yfir til mömmu í morgun og átum hádegisverðinn úti á palli. Ægilega ljúft. Ingibjörg harðneitaði svo að koma heim svo hún varð eftir hjá ömmu sinni. Henni leiðist sko ekki að vera úti og skottast í garðinum með henni.

Svo var tekin afdrifarík ákvörðun um helgina. Við erum að fá kisu!!!! Grin Jájá, þarna sannast að ég hlusta ekkert á ykkur Wink við fórum meira að segja í dag og völdum hana. Þetta er fress sem er grár, með hvítar loppur og hvítt undir hökunni og á mallanum. Ægilega sætur! Hann er rúmlega 5 vikna og algjör draumur. Við fáum hann sunnudaginn sem við komum frá Akureyri. Jii ég hlakka svo til. Ingibjörg kom með og ætlaði alveg að missa sig að sjá þessa litlu kettlinga. Og já, ef einhvern langar í, þá er einn svartur fress eftir. Hrikalega sætur.

Nú erum við að velta fyrir okkur nafni á dýrið. Það er alveg ljóst að við eigum auðveldara með að finna nöfn á börnin okkar heldur en dýrið. Merkilegt! Heimir stakk upp á nafninu Hnoðri, sem mér fannst fyndið því Júlía Rós og fjölskylda eiga einmitt kött sem heitir þessu nafni. Fínasta nafn svo sem. Önnur nöfn sem eru komin eru Rómeo, Leó og Max. Hvað finnst ykkur nú? Lumið þið kannski á einhverju svaka flottu karla-kisunafni?

Ég hef ekki verið dugleg að læra um helgina. Ég komst vel á skrið á föstudaginn þegar ég loksins kom mér í gírinn og svo aðeins á laugardeginum en svo ekki meir. Ég ætla hinsvegar að vera rosalega dugleg þessa þrjá daga sem eftir eru fyrir prófið. Verst er að ég er alveg með kvíðahnútinn í maganum þar sem það verður einhver reikningur á prófinu. Hugsið ykkur, ég er orðin þrítug og er ennþá svona smeyk við stærðfræðina. Nú væri fínt ef Sigurjón Gísli byggi hérna við hliðina á mér og gæti komið yfir og hjálpað mér eins og hann gerði í denn. En svo er víst ekki. Nú ef ég fell í þessu helv... þá er bara að taka prófið aftur! Ekkert annað í stöðunni.

Jæja, er farin upp í rúm að lesa. Nú er ég byrjuð á bókinni 4. júlí sem er einnig eftir James Patterson og hana fékk ég líka í bókaklúbbnum. Skemmtilegt. Ætla að byrja morgundaginn á sundi og hella mér svo í lærdóminn. Góða nótt.


Vetur... trúi þessu ekki!

Hér er snjókoma!! Lýg ekki. Hvað getur maður sagt... í fyrradag var sumar og sól, nú er rétt yfir frostmark, fjöllin sjást ekki og það snjóar. Jahérna hér.

Ég ákvað samt að skella mér í sund og sá ekki eftir því þegar ég var komin ofan í laugina. Kom svo heim um 10 leytið og kveikti á tölvunni til að byrja að læra. Og nei, ég er ekki enn byrjuð. VERÐ bara að gera ýmislegt áður en ég byrja að læra *hóst* Lofa samt að byrja þegar ég er búin að blogga! Lofa því Halo

Kjúklingarétturinn sem ég gerði í gærkvöldi kemur hér. Þetta er ekki ný uppskrift og ég hafði oft heyrt um þennan rétt. Örugglega margir sem hafa prófað þetta, það er bara ég sem er eitthvað sein í þessu Wink

4-6 Kjúklingabringur

1 krukka Mango Chutney

1 Matreiðslurjómi

1 msk karrý

4 hvítlauksgeirar (ég notaði Shallotu lauk í staðinn - hann er æði)

Bringurnar skornar í smáa bita og steiktir á pönnu. Bæta smátt skornum lauknum útí rétt áður en kjúklingurinn er fullsteiktur. Krydda eftir smekk.

Blanda saman rjóma, karrý og Mango saman. Setja kjúklinginn og laukinn í eldfast mót, hella sósunni yfir og inn í ofn í ca. 30 mínútur. Auðvitað er hægt að hella sósunni yfir kjúklinginn á pönnunni, ég verð bara allaf að setja svona í ofninn líka. Gott að hafa hrísgrjón og ferskt salat með. Verði ykkur að góðu Smile

Jæja, nú er að læra!


=)

Já Beggi og Pacas unnu!! Wizard Víhííjjj!! Mjög glöð með það. Gat ekki betur séð en hinir keppendurnir væru svekktir og þá aðallega karlpeningurinn. Þeir voru líka frekar leiðinlegir, báðir, fannst mér. Verð nú samt að segja að þetta var leiðinlegasti þátturinn af Hæðinni. Lopinn teygður alveg í það óendanlega. Ferlega leiðinlegt.

Gerði kjúklingaréttinn hennar Hönnu Dísu og hann var HRIKALEGA góður, fannst öllum Smile Og mjög einfaldur og fljótlegur. Ég sleppti hvítlauknum en setti í staðinn fjóra shallottu lauka. Þeir eru svo góðir. Lét þetta svo inn í ofn í staðinn fyrir að láta þetta malla á pönnunni.

Er búin að bóka gistingu í Sveinbjarnargerði 22. til 25. maí. Þeir eru með svakalega flott afmælistilboð út maí, svo ég dembdi mér bara á það. Var að fatta að þetta eru akkúrat Eurovision dagarnir, en það er svo sem allt í lagi, það er ekki eins og planið hafi verið að fara á standandi fyllerí! Það verður víst langt í það... Já það eru því aðeins tvær vikur í Akureyri, mikið hlakka ég til Happy


Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband