Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Vísitölufjölskyldan

Ég ætla nú að byrja á að þakka ykkur öllum fyrir kveðjurnar, bæði hér og á barnalandinu. Ég fór nú bara að vola yfir öllum fallegu orðunum ykkar... en ég má það nú líka alveg núna Wink

Er að hugsa um að segja ykkur í grófum dráttum frá þessu öllusaman, fyrst þið fenguð næstum því að fylgjast með útvíkkuninni í beinni Grin En þetta gekk semsagt allt saman eins og í sögu. Ég hringdi í Salný um þrjúleytið til að athuga hvort við gætum hisst og tékkað á stöðunni á mér. Það var lítið mál og mættum við klukkan hálf fjögur. Þá var ég semsagt komin með um 9 í útvíkkun og allt á réttri leið. Heimir hringdi í mömmu og bað hana að drífa sig til okkar, en þau höfðu brunað úr bústaðunum um hádegið. Eftir ca. klukkutíma var ég farin að rembast og klukkan 16:56 skaust drengurinn í heiminn. Ég ætlaði eiginlega ekki að trúa því hversu fljótt þetta gekk fyrir sig og erum við alveg í skýjunum. Ég hugsaði þegar ég fékk rembingsþörfina, já okey, þá eru svona 2 tímar eftir, og var ekki að kaupa það þegar Salný sagði að ég yrði örugglega búin fyrir 17. En hún hafði á réttu að standa. Man líka að hún sagði að ég yrði að klára þetta fyrir kl. 17, svona til að vera áfram í sléttu tölunum Tounge Og það tókst. Er líka afar sátt við afmælisdaginn, 16.07.08. Bara flott.

En litli kútur er sko alveg fullkominn í alla staði. Hann var nákvæmlega jafn stór og þungur og systir hans, 14 merkur og 51 cm. Okkur finnst hann nú líkur henni þegar hún var svona glæný, nema hann er ekki jafn dökkur yfirlitum og hún var. Ég held líka að ég eigi svolítið í honum, eða ég tel mér allavega trú um það Wink Ingibjörg er alsæl með bróður sinn. Segir að þau séu vinir. Hún bað um að fá að halda á honum í dag og gekk það vel hjá henni. Sagði svo eftir smá stund: úfff hann er þungur Smile Það verður spennandi að fylgjast með henni næstu daga.

Ég er enn á sjúkrahúsinu í góðu yfirlæti en við förum heim á morgun. Það er sko óhætt að segja að það er hugsað vel um mann hér, þetta er bara eins og 5 stjörnu hótel. Mér fannst svaka fínt að eiga á Lansanum, en guð hjálpi mér ef ég miða það við þessa veru hér, þá var það eins og að eiga í fjósi! Salný er líka alveg eðall, svo restin af börnunum mun ég eiga hér með Salný mér við hlið Wink

Jæja þá hafi þið fengið það helsta. Ég ætla að fara að sofa og hvíla mig með litla kút. Takk enn og aftur fyrir kveðjurnar. Góða nótt.


PRINS ER FÆDDUR!

Lítill prins fæddist klukkan 16:56, 14 merkur og 51 cm . Móðir og syni heilsast vel og fjölskyldan er alsæl með að teljast núna vísitölufjölskylda :)

Innilega til hamingju öll með litla prinsinn ykkar - Kveðja Júlía Rós og fjölskylda.


Jæja nr. tvö =)

Best að láta vita hérna Wink Nú virðist eitthvað vera að gerast. Og svona ef þið viljið nánari lýsingar þá er ég komin með um 4 í útvíkkun og verkirnir aukast jafnt og þétt. Aldrei að vita nema barnið komi bara í dag, já eða á morgun Grin Trúi því allavega ekki að þetta detti niður núna, ég bara neita að trúa því. En það væri svo týbískt að þetta kæmi eftir viku! Neinei í dag!

En takk fyrir commentin við síðustu færslu. Júlía Rós setur inn fréttir þegar eitthvað meira gerist.

Kveð ykkur í bili. 


Jæja

Já þá eru komnir 6 dagar framyfir hjá mér. Ég vaknaði reyndar í nótt við verki og hugsaði með mér að ég yrði kannski bara búin að eiga í dag, en svo var nú ekki. Skoðun á morgun og þá er spurning hvort belgjalosun hafi eitthvað að segja. Vonandi. Annars fer þetta nú að styttast - nema ég verði bara eins og fílarnir og gangi með í ár. Hver veit Tounge 

Ingibjörg fór upp í bústað með ömmu sinni og afa í kvöld. Hún var voða spennt. Þau ætla að vera fram á fimmtudag, nema að ég hringi Wink Það er nú gott að vita að þau eru ekki í nema rétt klukkutíma fjarlægð, ekki lengi að bruna niðureftir.

Annars langar mig að koma einu á framfæri. Ég las færslu hjá einni bloggvinkonu minni þar sem hún skrifar um hvað fólk er lélegt að kvitta fyrir komu sína og er að velta því fyrir sér að læsa síðunni sinni svo ókunnugir (sem aldrei skilja eftir sig spor) geti ekki lesið um hennar hagi. Ég gæti bara ekki verið meira sammála. Nú koma yfir 200 gestir á síðuna mína á hverjum degi og það eru ekki margir sem kvitta. Ég veit að sumir koma oftar enn einu sinni og oftar en tvisvar, en nú hef ég ákveðið að ef ég fæ ekki X mörg kvitt núna við þessa færslu þá mun ég hætta að blogga! Svo einfalt er það. Ég bara nenni ekki að blogga svo "allir" geti lesið og skilji ekkert eftir sig. Nema jú að ég bara læsi síðunni.

En þá viti þið það. Ætla upp í rúm að lesa. Er alveg að gefast upp á bókinni Rimlar hugans en ég á nú ekki mikið eftir svo ég ætla að klára hana. Bið ykkur vel að lifa þangað til næst... ef það verður þá eitthvað næst Sideways


Góða helgi

Jæja þá er Ingibjörg komin í fimm vikna sumarfrí. Hún byrjaði sumarfríið sitt á því að gista hjá ömmu sinni, ekki slæm byrjun það.

En við erum bara hress. Allt kom vel út úr skoðuninni en það var ekki hreyft við belgnum. Það verður gert á miðvikudaginn ef ég verð ekki búin þá. En auðvitað verð ég búin Tounge

Annars ætlaði ég bara að segja góða helgi til ykkar allra.

 


Today is the day!

Eða ekki! En allavega, það er kominn 10. júlí sem er settur dagur og ég því komin 40 vikur á leið. Það er nú allt með kyrrum kjörum og virðist barnið vera afar sátt við sig þarna inni. Fer í skoðun á morgun og þá erum við að spá í að hreyfa við belgnum, ath hvort það hafi eitthvað að segja. Það var nú reyndar gert tvisvar ef ekki þrisvar þegar ég var ófrísk af Ingibjörgu og ekkert gerðist. En nú set ég stefnuna á laugardaginn en þá á amma afmæli Wink Annars er ég nú alveg ótrúlega róleg yfir þessu, það er einna helst Heimir sem er eitthvað óþolinmóður - svoleiðis var það líka síðast, ég alveg pollróleg á 42. viku en hann alveg að tapa gleðinni Grin 

Ég sé fjallið! Já þið vitið hvað það þýðir - það er ekki þoka!! Ekki samt að það sé nein blíða, en guð hvað það munar þegar þokan liggur ekki alveg við sjóinn og maður sér ekki neitt. Er búin að hengja út þvott og ætla ég að vona að hann hangi þurr í dag.

Er að lesa Rimlar hugans. Finnst hún svolítið skrítin en ég ætla að klára hana, er hálfnuð. Mér finnst hún góð, en þetta er í svona bréfastíl og hún er sérstök. En svo er ég mikið að spá í það hvort hún sé sönn? Sennilega bæði bara.


Helgin

Aldeilis búin að vera fín helgi hjá okkur. Ýmislegt sem við náðum að klára, Heimir reif t.d. upp hellurnar fyrir neðan hús og tók allan gróður og lagði þær svo aftur og ég náði að gera ýmislegt sem ég var komin með á miða. Nú er kominn nýr miði sem ég dunda mér við í vikunni. Það sem stendur upp úr er heimsókn sem við fengum í gær, en Sigurlaug vinkona og fjölskylda komu til okkar. Hún hætti sér því enn og aftur í gegnum Oddskarðsgöngin til að hitta mig Wink  Nota bene, henni finnst þau hræðileg! (Sem þau auðvitað eru). Já það var voða gaman að hitta þau og áttum við saman góða stund.  Aldrei þessu vant skein sólin hér í gær, ásamt smá þoku reyndar. En í dag er búið að vera þoka svo ekki hefur sést í fjöllin, takk fyrir pent!

Eins og ég hef áður talað um hef ég haft áhyggjur af því að Ingibjörg vill bara gera nr. 2 í bleiu. Nú hefur hinsvegar orðið breyting á Smile Ég ákvað að bjóða henni koppinn þar sem hún hefur harðneitað að gera þetta í klósettið, og viti menn hún tók því Grin Það virðist því ætla að rætast það sem ég hafði að markmiði, að hún yrði hætt með bleiu áður en annað barnið kæmi! Íhhaaa - bara gleði hér á bæ LoL Nú þarf ég bara að passa að hún festist ekki á koppnum næsta árið, skelli henni á klósettið von bráðar!

Annars er komið að kvöldi 6. júli svo ég næ Salný Smile Nú stefni ég á þriðjudaginn, 08.07.08 - finnst það bara flott (efa þó að það verði, en hvað veit maður). Síðasta vikan hjá Ingibjörgu í leikskólanum fyrir sumarfrí en hún byrjar aftur daginn eftir afmælið sitt, eða þann 19. ágúst. 

Ætla nú upp í rúm að klára Steinsmiðinn. Góða nótt. 


39 vikur

Og ég er enn ólétt Wink ekki svosem að ég hafi búist við einhverju öðru, ég er nú bara róleg. Er mjög sátt við að þetta komi í næstu viku, á settum tíma. Ég held áfram að hafa það gott og stautast svo í hinu og þessu inn á milli. Var einmitt að gera lista yfir það sem ég vil vera búin að gera áður en að þessu kemur.

Fartölvan mín sem við keyptum í DK í haust er farin í viðgerð. Ég er ekki kát! Sit núna með gamla garminn og pirra mig endalaust á þessu. Skjárinn er eitthvað bilaður og núna undir það síðasta kom ekki neitt, tölvan kveikti á sér en skjárinn bara svartur. Arghh. Vona að þetta taki ekki rosalega langan tíma. Verst að ég var búin að sækja mér 3ju seríuna í Desperate housewifes sem ég á eftir að sjá og nú er hún bara föst þarna inni Angry

Jæja ætla að hætta að pirra mig á þessu, ekki gott að fara svekkt í rúmið! Góða nótt.


1. júlí...

- en þegar ég lít út um gluggann gæti alveg eins verið 1. október. Þvílíkt veður!! Það mígrignir, ógeðslegt rok, skítakuldi og hreinlega myrkur úti. Er alveg komin með leið á þessu sko. En mér var sagt að það ætti að vera fínt um helgina, er ekki að trúa því núna í augnablikinu.

En við mamma fórum í héraðið í dag. Gekk vel með köttinn, fannst nú samt frekar óhugnalegt þegar örmerkingunni var sprautað í hnakkadrambið á honum. En hann fann nú ekkert fyrir þessu, kipptist ekki einu sinni til. Eins gott að Heimir fór ekki með hann, það hefði sjálfsagt liðið yfir hann - án gríns! Þetta var engin butterfly nál, neinei bara eins og prjónn númer 6. Ojj! Annars þræddum við búðirnar á Eg. og fengum okkur að borða. Hrikalega góðar pizzurnar í KHB sjoppunni. 

Hulda nágrannakona úr Gauksmýrinni kom færandi hendi áðan. Fjórir kleinupokar takk fyrir!! Já það er gott að eiga góða granna Smile Skulum hafa það á hreinu að hún gerir bestu kleinur í heimi! Er búin með hálfan poka og uppsker auðvitað bara brjóstsviða. En mér er alveg sama, hann er vel þess virði núna. Allar birgðirnar komnar í frysti svo nú á ég alltaf glænýjar kleinur þegar ég vil, jummí!

Best að fá sér eins og eina Rennie og fara svo í rúmið.  


Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 669

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband