Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Klukk - Klukk

María Katrín klukkaði mig - bara nokkuð skemmtilegt Smile

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

- Nesapótek Neskaupstað

- Nes Apótek Seltjarnarnesi

- Sjúkrahúsapótekið á Lansanum

- Markaðsfulltrúi hjá Austurbakka

Fjórir staðir sem ég hef búið á

- Gauksmýri 4 Neskaupstað

- Austurströnd 10 Seltjarnarnesi

- Islands brygge Danmörk

- Nesbakki 7 Neskaupstað

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá

- You've got mail

- Notting Hill

- Legends of the Fall

- Titanic

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar 

- Greys Anatomy

- Brothers and sisters

- Prison Break

- Friends

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium

- Korsika

- Sardinia

- Feneyjar

- Þýskaland

Fjórar síður sem ég skoða daglega, fyrir utan blogg

- mbl.is

- visir.is

- ugla.hi.is

- ljosmodir.is

Fernt sem ég held uppá matarkyns

- Kjúklingur

- Humar

- Avocado

- Súrmatur

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

- Austan við sól I og II

- Þriðjudagar með Morrie

- Þyrnifuglarnir

- Annars les ég bækur yfirleitt ekki oftar en einu sinni. Veit samt að ég á eftir að lesa Flugdrekahlauparann aftur.

Fjórir bloggarar sem ég klukka

- Þórey

- Sigurlaug Eva

- Elma

- Svanfríður


Nýjustu tölur

Mikið var nú gaman að fylgjast með strákunum okkar koma til landsins og ég tala nú ekki um þegar þeir fengu fálkaorðuna. Mér fannst líka æði að sjá þá "gömlu" Þorgils Óttar, Geira Sveins og auðvitað hann Kristján minn - sem bar af í glæsileika Cool

Drengurinn heldur áfram að túttna út, óhætt að segja það. Hann fór í 6 vikna skoðun í dag og eru nýjustu tölur 60 cm og 6,1 kg! Ó já, hann er engin smá smíði Smile Hann er 3 cm stærri en Ingibjörg var 6 vikna og HEILU kílói þyngri! Ég veit nú bara ekki hvar þetta endar. Læknir kom svo að skoða hann og fékk hann 10 í einkunn Happy svo flottur strákur!

Ég er að rifna úr syfju hérna svo ég ætla í rúmið. Bið ykkur vel að lifa og góða helgi!


Haustið komið

Jedúdda mía finnst ykkur síðan mín ekki orðin fín?! Svakalega er ég ánægð með hana Smile gaman að breyta svona aðeins til.

Haustið er komið. Er alveg með það á hreinu. Reyndar búið að vera fallegt veður í dag, en það er kominn svona hryssingur í loftið. Týbískt haust. 

Heimir kom til landsins í kvöld, alsæll með þessa ævintýraferð til Grænlands. Ég hlakka til að sjá myndir og heyra sögur. Ég flutti nú bara yfir í Gauksmýrina á meðan og er þar enn! Er búin að vera í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba með börnin. Ætli ég lufsist nú ekki heim til mín á morgun, eða alla vega annað kvöld svo að Heimir komi ekki að tómu rúminu Tounge

Það styttist í skírnina. Mér sem fannst þetta eitthvað svo hrikalega langur tími sem barnið yrði nafnlaust, er nú bara að verða liðinn. Mikið hlakka ég til.

Handboltahetjurnar koma heim á morgun. Ég ætla sko að horfa á útsendinguna frá A-Ö, verst að vera ekki á staðnum. Mikið væri það nú gaman.

En jæja, ætla að fara að sofa. Ingibjörg sefur vært í afa rúmi (þar sem hann er farinn út á sjó), mamma komin upp í til hennar og við drengurinn hreiðrum um okkur inni í mínu herbergi. Bara notalegt Heart Góða nótt.


Silfur varð það

Og mér finnst silfur fallegra en gull svo ég er sko bara sátt Grin 

TIL HAMINGJU ÍSLAND!


Stuð og spenna

Þarna var ég í gærkvöldi Smile http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/08/22/haldid_upp_a_sigurinn/  með bæði börnin og mömmu og pabba. Ferlega skemmtilegt. Þegar dimma tók var kveiktur varðeldur og spilað á gítar og sungið. Voða gaman.

Ég sit hér og berst við drenginn. Er að reyna að láta hann taka snuð! Hann liggur pollrólegur í ömmustólnum, japlar á snuðinu í örfáar sekúndur og spýtir því svo út úr sér. Og þetta endurtekur hann aftur og aftur. Virðist ekki fatta það að hann eigi að sjúga þetta apparat. Spurning að útbúa eitthvað unit til að halda snuðinu uppí honum. Verður gaman að vita hvort hann verði eins og systir hans, en hún fór að nota snuð þegar hún hætti á brjósti 9 og hálfs mánaða.

Annars er ég með í maganum yfir leiknum í fyrramálið. Jeminn þetta verður spennandi. Vona að þið, öll sem eitt vaknið til að fylgjast með. Og enn og aftur segi ég, hugsið ykkur ef við vinnum, spáið í það! Þessi litla þjóð Heart 

ÁFRAM ÍSLAND!! 

Góða nótt og sofið rótt.


Jahá! =)

Þurfum við að ræða þetta eitthvað?! Cool Alveg var þetta magnaður leikur. Óhætt að segja að maður sé í skýjunum núna. Nú er bara að taka gullið á sunnudaginn... jii hvað það væri nú gaman. Ef strákarnir spila eins og þeir gerðu í dag þá leggja þeir frakkana, sannið þið til! Ég ætla rétt að vona að það verði búið að þvo rauðu búningana svov þeir geti spilað í þeim Tounge

ÁFRAM ÍSLAND!

... og góða helgi.


Spenna í loftinu

Já nú er ég orðin mjög spennt fyrir leiknum á eftir. Ég hef náð að halda mér niðri á jörðinni og gera mér ekki miklar vonir um að strákarnir vinni, því ég veit ég verð svo hrikalega svekkt ef þeir tapa. En nú er það þotið út í veður og vind - ég er komin með hnút í magann! Var að hlusta á Bylgjuna og þar var verið að spila handboltalagið og baráttukveðjur til strákanna svo ég er að missa mig W00t Hugsið ykkur ef við vinnum þennan leik... PÆLIÐÍÞVÍ. Við verðum að vinna, VERÐUM! Guð ég er spennt!!

ÁFRAM ÍSLAND!


Strákarnir okkar

Alveg eru þeir að standa sig eins og hetjur þessar elskur! Hugsið ykkur ef við vinnum Spánverjana að þá spilum við um gullið! GULLIÐ maður lifandi, það væri nú gaman. Ég semsagt sit skælandi yfir hverjum handboltaleiknum á fætur öðrum... makalaust alveg hreint. Gaman að fylgjast með Guðmundi þjálfara, hann er svo mikil snúlla. Alveg eins og lítil mús eða naggrís, yndislegur bara. Nú svo gleðst ég líka yfir því að Danirnir skyldu hafa tapað sínum leik, svo þeir eru dottnir út. ÁFRAM ÍSLAND Happy

Afmælisdagurinn hennar Ingibjargar gekk nú aldeilis vel. Hún var yfir sig ánægð með veisluna, gjafirnar og auðvitað Sollu stirðu kökuna sem hún var búin að biðja um í nokkrar vikur. Svo skemmtilegur aldur sem hún er á núna, spáir svo mikið í hlutina og svo hrynja auðvitað gullkornin alveg hægri vinstri. Þegar hún sat í rúminu okkar og ég týndi hvern pakkann á fætur öðrum út úr fataskápnum og raðaði í kringum hana, dæsti hún og sagði: Ég á bara ekki til orð! LoL Alveg agndofa á þessu öllu saman. Og nú er ég orðin svolítið mikið spennt fyrir jólunum. Já enda ekki seinna vænna - það er að koma september! Þetta verða aldeilis skemmtileg jól og erum við búin að plana svona hitt og þetta... já eða ég sko *hóst*

Heimir er á fullu að undirbúa sig fyrir Grænlandsförina. Þetta verður mikið ævintýri hjá honum miðað við lýsingarnar. Ég get huggað mig við það að ég fæ NÓG af hreindýrakjöti til að eta. Jammí - veisla.

Jæja, er að horfa á Opruh tala við Tom Cruise. Guð viðbrögðin hjá konunni sem var komið á óvart eru dásamleg Grin Svona ykkur að segja þá er þetta nákvæmlega eins og ég myndi bregðast við ef ég ætti að hitta Kristján minn Arason auglitis til auglitis! Get svarið það. I know - ekki eðlileg!

Hér er ein fjölskyldumynd tekin á afmælisdaginn.

Ágúst 00118


Hér er ég

Þá er ég búin að taka mér mánaðarpásu eða svo, og var það bara ósköp ljúft.

Hér gengur allt ljómandi vel. Drengurinn dafnar vel, orðinn mánaðargamall blessaður og blæs hreinlega út. Hann er orðinn 5,2 kg 4ra vikna - Ingibjörg var 5,6 kg þegar hún var 9 vikna Smile Óhætt að segja að hann blómstrar hreinlega. Hann er voða vær og góður, og auðvitað alveg yndislegur. Ingibjörg er svakalega góð við hann og segir öllum voðalega stolt, að hún sé stóra systir og eigi lítinn bróður Smile Það hefur ekkert bólað á neinni afbrýðissemi hjá henni, ekki ennþá alla vega.

Við ætlum að skíra 11. september, en það er einmitt dagurinn sem Ingibjörg var skírð og ég líka. Séra Svavar ætlar að mæta og skíra drenginn - að sjálfsögðu Wink 

En daman á bænum verður 3ja ára núna á mánudaginn. Já tíminn líður sko hratt, eftir þrjú ár byrjar hún í skóla! Pakkarnir farnir að streyma í hús og hef ég skellt þeim strax inn í fataskáp svo hún sjái þá ekki... og þá freistast ég ekki heldur til að rífa þá upp Tounge Leikskólinn byrjar svo á þriðjudaginn og verður voða gott þegar allt kemst í eðlilegt horf aftur. Nú er verið að reyna að rétta svefntímann af, fyrr að sofa og fyrr á fætur. Það gengur hinsvegar ekkert of vel. Nú svo fer skólinn að byrja hjá mér. Ég skráði mig í fullan skóla, semsagt þrjú námskeið. Ég ætlaði bara að taka tvö námskeið, en svo var bara svo spennandi námskeið í boði núna sem heitir Trúarbragðafræði og trúarbragðakennsla, að ég bara varð að skrá mig í það líka. Ég sé svo bara til hvort mér finnist þetta of mikið og minnka þá við mig. Kemur allt í ljós.

En já það er semsagt allt gott að frétta og líður mér vel að vera orðin tveggja barna móðir Happy Heimir er enn í fæðingarorlofi og verður það út ágúst. Hann er reyndar að fara til Grænlands í næstu viku á hreindýraveiðar og verður hann viku í burtu. Það verður skrítið að vera ein með þau bæði, en ég á nú góða að svo það verður ekkert mál.

Læt þetta duga í bili. Góða nótt.


Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband