Leita í fréttum mbl.is

Gelding!

Já hún fer fram klukkan 11 á morgun. Mig er nú farið að kvíða fyrir. Búið að hræða mig með allskonar sögum um hvernig kettir verða eftir svæfingu. Vona bara að Leó standi þetta ágætlega af sér. Er búin að taka til handklæði og annað til að hafa bæði undir honum og ofan á. Vona bara að hann æli ekki - gæti dílað við drullu, en helst ekki ælu... kattarælu! Annars er spurning um að Heimir taki sér frí eftir hádegi til að aðstoða mig í þessu Wink Ég er búin að kaupa silungapaté til að gefa Leó þegar við komum heim. Æjj greyið litla, ég dauðvorkenni honum. Ljósið í myrkrinu er þó að hann fer ekki illalyktandi í þessa aðgerð, nei Ingibjörg bar á hann bodylotion!! Grin 

Eitt svona í lokin... ætla að benda ykkur á að þegar ég hef ekki bloggað í X langan tíma, þá commenta hinir og þessir um að ég verði nú að fara að blogga. Einnig er ég spurð út í búð hvað sé eiginlega í gangi með mig, hvort ég sé bara hætt og fleira í þeim dúr. Nú hef ég bloggað 6 daga af þessum 8 dögum sem liðnir eru af árinu og enn hefur ekki eitt comment komið frá þessum manneskjum! Tussist (í boði Þóreyjar) nú til að kvitta!! Say no more... en takið það til sín sem eiga það Devil

- Eitt kærleiksorð getur sálir til himins borið.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi


Þvottur

Ég var að geyspa golunni hérna fyrr í kvöld, þurfti svo inn til Ármanns til að gefa honum og sofnaði auðvitað. Svo núna eftir ca. hálftíma svefn, er ég alveg til í allt!

Fór að hugsa um þvottamál í dag þegar ég var að brjóta saman þvott og beið eftir að vélin kláraði sig. Sumir hafa einn þvottadag í viku en aðrir þvo bara jafnóðum. Ég er svona meira í þeim gírnum, þvæ 1-2 vélar á dag og einstaka sinnum tek ég einn dag frí. Man þegar ég var ein og bjó á Austurströndinni... þá þvoði ég tvær vélar ca. einu sinni í viku, ef það náði því þá, stundum voru þetta tvær vélar á tveggja vikna fresti! Alveg finnst mér það nú magnað og fyndið að hugsa til þess svona miðað við hvernig staðan er í dag Wink Verst hvað mér finnst leiðinlegt að brjóta saman þvottinn og ganga frá honum... finnst nefnilega mjög gaman að setja í vélina og hengja upp.

Já þetta eru svona pælingar dagsins hjá mér Tounge

- Við erum öll landkönnuðir í lífinu - hvaða leið sem við höldum.

Friðþjófur Nansen


Glimmer - arghh!

Var að skoða öll jólakortin sem við fjölskyldan fengum í ár. Það er svo gaman. Mér finnst svo magnað þegar stendur "Elsku Úrsúla Manda, Heimir Snær og börn". Og BÖRN - það finnst mér hljóma mjög fullorðins Grin Ætli það þýði ekki bara að ég sé orðin fullorðin... svona ef ég skyldi hafa verið í vafa. 

Þeim fjölgar "bréfunum" sem maður fær, það er svolítið sniðugt. Gera svona stuttan annál þar sem stiklað er á stóru hvað á daga fjölskyldunnar hefur drifið síðastliðið ár. Hugsa að ég eigi einhvern tímann eftir að gera þetta, svona þegar börnin eru farin að gera eitthvað meira en að vera í leikskóla og á brjósti Wink

Ég gæti hinsvegar bilast yfir glimmerinu sem stundum er í jólakortum! Hvað er málið? Þetta er ekki fallegt! Ég þvoði mér um hendurnar þegar ég var búin að fara yfir bunkann, en þegar ég leit svo í spegil og sá glitra í andlitinu á mér, fór ég í sturtu. Ekki skánaði það þegar úr sturtunni kom og ég sá glimmer í sófanum! Það var því lítið annað að gera en að ná í ryksuguna. Þetta er svo mikill viðbjóður að það er engu lagi líkt, þetta er allstaðar! Ég hef reyndar orðið varann á mér þegar ég opna jólakortin, opna umslagið og kíki ofan í hvort líklegt sé að það sé glimmer á kortinu. Ef svo er næ ég í einnota hanska og opna kortið yfir vaskinum. Já það er ekkert grín að vera með glimmer fóbíu.

Heimir er enn í vinnunni og börnin auðvitað sofnuð. Þetta þýðir það að ég fer ekki upp í rúm til að lesa Yrsu. Ég bara get ekki lesið hana þegar ég er "ein" heima. Það er þó skárra þó Heimir sé sofandi við hliðina á mér, ég get þá skriðið undir sængina og hjúfrað mig upp að honum svona þegar ónotatilfinningin nær algjörlega tökum á mér Crying Hef bara ekki oft upplifað svona tilfinningu við lestur einnar bókar, svei mér þá. Ég fer þá bara að glápa á eitthvað í tölvunni þangað til hann kemur heim.

- Það er ekki auðskorið úr því hver er gæfumaður. Oft leynist gæfa í ógæfulíki og ógæfa í gæfulíki.

Sigurður Guðmundsson skólameistari.


Helgin

Fín helgi hjá okkur að baki. Á morgun tekur svo það hversdagslega við - Heimir í vinnuna, Ingibjörg í leikskólann og við Ármann Snær sofum fram að hádegi Tounge Nei kannski ekki alveg. Ingibjörg er búin að vera í fríi síðan fyrir jól svo það verður fróðlegt að vita hvernig hún tekur því að fara á leikskólann aftur. Hún virtist nú ansi spennt áðan þegar við vorum að ræða þetta en svo er spurning hvort hún renni á rassgatið þegar hún verður skilin eftir. En það þarf ekkert að vera - þó mig gruni það.

Ég tók mig til í dag og pakkaði ÖLLU jólaskrautinu niður. Þ.e.a.s. öllu nema seríunum. Ætlaði nú bara að taka niður jólatréð en svo bara gat ég ekki stoppað! En það verður gaman að taka þetta allt saman upp aftur í desember Smile Ég ætla hinsvegar að leyfa seríunum að vera uppi þar til í mars eða svo. Nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið!

Nú byrjar skólinn í vikunni. Það er staðlota sem ég mæti ekki í. Ég verð í tveimur fögum núna og get ég alveg sagt ykkur að ég nenni ekki að byrja! Skil ekki hverslags leti þetta er eiginlega - en ég hlýt að jafna mig á þessu Wink

jan 051Við tókum okkur rúnt inn í Fannardal í dag. Tók þessa mynd af trjánum inn í Bakkasel. Svo vetrarlegt og óskaplega fallegt finnst mér. Trén svo þung af snjónum.

Er að spá í að byrja aftur með gullkorn dagsins. Hvernig líst ykkur á það? Ég hef svo gaman að svoleiðis. Hér kemur það fyrsta.

- Maðurinn er aldrei stærri en þegar hann krýpur.

Blaise Pascal


...

Heimi tókst að vakna á réttum tíma í morgun og fara í vinnuna. Það er mér óskiljanlegt! Við börnin sváfum hinsvegar frameftir og héldum áfram þeirri leti sem einkennt hafa jólin hjá okkur. Ég þakka Guði fyrir að vera ekki í vinnu núna, það get ég sagt ykkur. Spurning um að stíla inn á fæðingarorlof næstu jól líka?!?! Grin Hahaha nei djók! Er svo engan veginn að nenna að byrja í skólanum aftur. Ég er bara alveg hræðilega löt núna... en æji það má alveg stundum.

Í næstu viku ætlum við mamma upp í Egilsstaði að láta gelda köttinn. Blessaður karlinn. Ætli þetta verði ekki líka verslunarferð hjá okkur - finnst það líklegt, kíkja á útsölur og svona.

Bókin hennar Yrsu - Auðnin, heldur mér alveg í heljargreipum. Finnst hún svo spúkí eitthvað og draugaleg. Mér líður meira að segja hálf ónotalega þegar ég fer að sofa á kvöldin - alveg satt. Held að þessi bók sé ekki fyrir myrkfælnar manneskjur.

Er enn að bíða eftir að einkunnin fyrir prófið detti inn. Þeir taka sér alveg tímann í þetta blessaðir. En hún hlýtur að fara að koma, í síðasta lagi á mánudaginn.

Ætla að fara að prjóna og horfa á unglingaseríuna 90210. Datt inn í hana um daginn. Algjör snilld! Wink Nokkrir leikararnir úr Beverly Hills þáttunum eruí þessari seríu. Ferlega skemmtilegt.


2009

Gleðilegt árið kæru vinir. 

Við áttum fín áramót. Borðuðum hjá mömmu og pabba, fórum á brennuna og svo hingað heim til okkar. Nú var brennan haldin upp í fjalli fyrir ofan hjá mömmu og pabba, og var það alveg frábært. Miklu betra en inn á sandi þar sem hún hefur verið. Vona að þetta fyrirkomulag sé komið til að vera.

Ingibjörg sofnaði um 11 leytið svo hún missti af öllum herlegheitunum. Það var engin leið að vekja hana. Mér fannst það nú svolítið leiðinlegt, en það koma önnur áramót eftir þessi. Við kveiktum á blysum og einhverju dóti núna í kvöld með henni, svo hún fékk bara sín sér-áramót Smile

Áramótaskaupið fannst mér fínt. Fannst leikarahópurinn frábær! 

Afmælisdagurinn hans Heimis var í gær og var hann lukkulegur með hann. Höfðum smá kaffi fyrir mömmu og pabba, ömmu og afa. Ætli það verði svo ekki eitthvað stærra að ári liðnu Wink

Ég er strax farið að hlakka til næstu jóla. Ætli það teljist eðlilegt? Mér finnst það. Er meira að segja farin að spá í jólagjafirnar og er búin að ákveða nokkrar Sideways

Ætla að prjóna og horfa á eitthvað skemmtilegt!


Blogg frá mér :)

Jæja er ekki um að gera að henda inn eins og einni færslu svona á þessum síðustu dögum ársins? Er nú búin að setjast niður nokkur kvöldin til að skrifa hér en hef alltaf endað á facebook flandri. Meiri tímaþjófurinn!!

Annars er allt gott að frétta af okkur. Jólin voru auðvitað yndisleg. Ingibjörg var ánægð í pakkaflóðinu og tók upp allar gjafir bróður síns ásamt sínum. Óskaplega skemmtilegt allt saman. Hún hefur verið alveg í essinu sínu allan desembermánuðinn, syngur jólalögin hástöfum og var auðvitað hrikalega spennt yfir jólasveinunum. Þetta er svo skemmtilegt allt saman Wink

Ég fékk auðvitað hann Arnald og Yrsu í jólagjöf. Alveg eru þau ómissandi svona á jólunum. Ég byrjaði á að lesa Yrsu og er hún alveg mögnuð.

Ármann Snær dafnar vel. Kominn með fjórar tennur og er svo kátur. Alveg yndislegur. Styttist í að hann verði 6 mánaða og þá fær hann að borða, ætli það verði ekki bara upp á dag, 16. janúar. Það eru allir fjölskyldumeðlimir mjög spenntir yfir því og verða sjálfsagt allir viðstaddir fyrstu grautarskeiðina Tounge Fór með hann í skoðun 19. des og þá var hann orðinn 9,2 kg og 70,5 cm. Svooo flottur! Eitthvað eru fellingarnar nú að minnka á honum en hann er ekkert illa haldinn Smile Þarf bara ekki lengur að drekka svona ört eins og hann þurfti.

Set hér inn eina mynd af þeim systkinunum við jólatréð. Ingibjörg var alveg að gefast upp á drengnum sem snéri sér á alla kanta til að ná í pakkana! Endaði með því að halda við höfuðið á honum svo að hann myndi horfa í myndavélina Grin 

jólin 042

Nú er ég að spá í að horfa á Brothers & sisters og fitja upp á Ragg sokkum handa Ingibjörgu. Góða nótt.


...

Aldeilis fín helgi að baki. Við bökuðum piparkökurnar í gær, voða gaman. Þær eru svo góðar að við ætlum að baka aftur um næstu helgi. Í gærkvöldi fór ég svo á Frostrósir á Eskifirði, jiii það var svo æðislegt. Þau voru rosalega flott öllsömul. ÍHeimir fór með Ingibjörgu í sunnudagaskólann í morgunn og skemmti sér vel. Svo var afmæli hjá Andra Snæ og þaðan fórum við mæðgur á aðventutónleikana í kirkjunni. Það er því óhætt að segja að maður hafi verið menningarlegur þessa helgina Wink

Næsta föstudag er svo jólahlaðborð og hlakka ég til. Mér til mikillar gleði var mér sagt að Einar Ágúst yrði að spila!! W00t Spurning hvort ég endi á því að mjólka mig svo ég geti nú bara fengið mér í glas!! Nei ætli það. Ég er nú þeim ósköpum gædd að geta skemmt mér konunglega án áfengis... hallelúja Grin

Ég er búin með allar jólagjafir nema 2. Er búin með börnin mín og það finnst mér æði. Þegar ég verð búin með prófið ætla ég að byrja á jólakortunum. Mér finnst það svo skemmtilegt. Jólastemming er að sitja að kvöldi til við kertaljós, skrifa jólakort, borða smákökur og hlusta á jólalög.. ohh ég fæ svona notalegt í hjartað við tilhugsunina Heart

Mig langar í jóladiskinn hans Stebba Hilmars. Held að hann sé æði!


Leiðarbók

 

  • Hvað einkennir kennarastarfið - hvað einkennir góða kennara? 29. ágúst 2008.

Hver eru að þínum dómi megineinkenni góðrar kennslu? Geturðu bætt einhverju við umræðuna í upphafi námskeiðsins?

Það er margt sem einkennir góða kennslu og góðan kennara. Ef ég dreg saman þau atriði sem mér finnst einkenna góða kennslu eru það þessi:
- Áhugasamur kennari

- Ánægðir nemendur
- Áhugasamir nemendur
- Framfarir nemenda
- Virkir nemendur
- Góð stjórn
- Fjölbreyttar kennsluaðferðir
- Krefjandi verkefni
- Þægilegt andrúmsloft

Góður kennari þarf að mínu mati að hafa brennandi áhuga á því efni sem hann er að kenna og einnig að hafa áhuga á því að allur bekkurinn læri það sem hann er að kenna. Hann þarf því að hafa hæfileika til að ná að hrífa bekkinn með sér. Það segir sig sjálft að áhugasamur kennari skapar áhugasama nemendur. Þessi góði kennari þarf auðvitað líka að hafa góðan aga og setja skýr markmið svo að nemendurnir viti til hvers er ætlast af þeim. Þolinmæði er einnig eitthvað sem kennari þarf að eiga nóg af.

Góð samskipti milli kennara og nemenda gera kennslustundina góða. Kennari þarf að geta myndað jákvæð tengsl við nemendur sína, verið leiðtogi um leið og vinur þeirra. Við vitum að nemendur geta verið mjög fljótir að finna veika punkta hjá kennaranum og stundum held ég að "örlög" kennarans ráðist hreinlega af fyrstu kennslustundunum með bekknum. Þ.e. ef hann nær ekki strax að verða leiðtogi í hópnum og nota jákvæðan aga, þá getur hann átt erfitt með framhaldið. Góður kennari þarf alltaf að hafa velgengni nemandans í fyrirrúmi, hafa metnað sem síðan skilar sér í metnaði nemandans til góðra verka.


Búin :)

Jamm nú var ég að klára leiðarbókina, námsmöppuna og skjásýninguna Grin  Mikið er ég ánægð. Nú þarf ég að senda þetta frá mér. Ætlaði bara að segja ykkur að næsta færsla er sem sagt eitt verkefni sem tilheyrir leiðarmöppunni. Það þarf að skila einu þætti t.d. á bloggi, svo þess vegna kemur þetta hér. Þið bara hunsið þetta Wink

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband