Leita í fréttum mbl.is

Afmælisstelpan

Já nú er víst komin 18. ágúst og elsku litla stelpan mín er orðin 2ja ára Smile Ég er búin að eyða deginum og kvöldinu í eldhúsinu að baka og græja fyrir afmælið sem byrjar klukkan 11 í fyrramálið. Eftir veislu þarf ég svo að fara að pakka og undibúa Reykjavíkurferðina sem verður á sunnudaginn. 

Fyrsta vika 058Hér er ein af mínum uppáhaldsmyndum af þeim feðginum. Ingibjörg 2 daga gömul og svo mikill friður yfir henni, elska þessa mynd!

Aldrei að vita nema að ég skelli inn mynd af 2ja ára skvísunni eftir veislu Wink


Haust

Já ég held að það sé sko pottþétt komið haust hérna fyrir austan. Hryllilega kalt, vindur, rigning (að vísu ekki í dag) og bara leiðindi. Talaði við eina í dag sem var að koma frá Köben, þar var 25-30 stiga hiti og notalegheit!! Mikið vona ég nú að það verði jafn ljúft þegar við komum út.

Ingibjörg verður 2ja ára núna á laugardaginn, 18. Það verður auðvitað afmæli, en ég hef ákveðið að missa mig ekki algjörlega eins og ég gerði þegar hún varð 1 árs Smile Ætla að vera aðeins niðri á jörðinni hvað varðar kökur og annað. Finnst samt reglulega gaman að geta haldið upp á afmælið á sjálfum deginum, en í fyrra héldum við það um verslunarmannahelgina svo Heimir myndi ná því, og það var alveg hálfum mánuði fyrir sjálfan daginn.   

Annars er ég í því að redda þeim hlutum sem eftir á að redda áður en við förum út. Nóg að gera í því alltaf. Á föstudaginn fer Ingibjörg í klippingu og svo í vigtun og mælingu eftir það Smile Það var mér nefnilega mikið kappsmál að barnið yrði mælt tveggja ára, og ég gat eiginlega ekki verið nær afmælisdeginum þar sem hann ber upp á laugardegi. Best að hafa þetta nákvæmt Tounge Nú svo er ég búin að panta tíma fyrir okkur Heimi í klippingu og á morgun förum við til tannlæknis. Allsherjar klössun svona rétt fyrir brottför.

Gullkorn dagsins:

Fegursta blóm jarðar er brosið.

Henrik Wergeland


*Pítan*

Þar sem ég veit að þið (allavega Þórey) bíðið afar spennt eftir pítudómnum þá upplýsist það hér og nú að pítan var ekki góð! Hún var ekki heldur vond en góð var hún ekki! Ég hef allavega tekið þá ákvörðun að hætta að versla mat í Egilsbúð, nema pizzur, því þær eru oftast góðar! Pítan var köld en franskarnar góðar. Eftir þrjá bita af minni pítu spurði ég Heimi hvort það væri einhver kjúklingur í hans því ég var aðeins búin að fá grænmeti með brauðinu! Þegar ég var búin með meira en helminginn af pítunni kom kjúklingurinn í ljós og þá var allt grænmeti búið!! Ég er bara búin að gefast upp... ég er hætt þessu og nú geri ég bara mínar pítur sjálf!! Enda geri ég þær góðar Wink Get orðið frekar pirruð þegar maturinn er ekki eins og maður vill hafa hann... já og ef hann er ekki eins og hann á að vera. 

Þegar ég hringdi og pantaði matinn ákvað ég að nota sparitóninn (sem getur verið mjög ógnandi), og sagði farir mínar ekki sléttar og jafnframt að ef maturinn yrði ekki eins og ég vildi hafa hann yrði ég brjáluð!! Drengurinn hinumegin á línunni stamaði bara: já að sjálfsögðu, og einnig fræddi ég hann á því að kjúklingapítur ættu líka að vera með grænmeti! Hefði átt að fræða hann á því að það á að blanda kjúkling og grænmeti saman í pítuna, en ekki hafa það lagskipt!

Ég hef lagt árar í bát og mun ekki nefna pítur aftur á nafn hér á þessu bloggi. Held jafnframt að ég sé að bilast og er dauðhrædd um að mig muni bara dreyma p**** í alla nótt!! Crying

Annað gullkorn dagsins:

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.

Tómas Guðmundsson


Matur

Við erum orðin tvö í kotinu. Mamma og pabbi farin upp í bústað með Ingibjörgu. Ætlum því bara að hafa það nice og panta okkur mat úr Egilsbúð Smile Ætlum að gera aðra tilraun með kjúklingapítu, best að taka það skýrt fram að grænmeti eigi að vera með í pítunni!! Svei mér þá, veit ekki hvað ég geri ef þetta klúðrast Angry Spurning um að athuga hver það er sem eldar núna og jafnvel tala við þá manneskju!

Við Heiða erum að spá í að taka okkur ís-rúnt í kvöld. Bara tvær. Mjög langt síðan við höfum gert þetta hérna heima í Neskaupstað. Spurning um að upplifa aftur gelgjuárin, leggja bílnum og labba um Cool Jiii hvað það er fyndið að hugsa til þess hvað maður gat labbað oft fram og tilbaka í bænum. Farið niður á Króka, labbað að apótekinu, snúið við og tilbaka. Komið við í Króka, labbað svo inn á Tröllanaust og svo aftur inn á Króka... alveg var þetta málið Grin Those where the days my friend...

Gullkorn dagsins:

Aldrei er menningin meira svívirt en þegar hún er kennd við drykkjusiði.

Þórleifur Bjarnason rithöfundur

 


Tölvur

Þegar við komum út ætlum við að kaupa okkur nýja fartölvu. Dell að sjálfsögðu. Hlakka mikið til, því okkar gamla er alveg að syngja sitt síðasta. T.d. er "þ" farið af og ekki hægt að nota þann takka, örvarnar til hliðar virka ekki, auk þess er hún alltaf að detta úr sambandi (það er eitthvað laust þarna í innstungudæminu), batteríið eyðilagðist og svona mætti lengi telja. Og ég er ekkert að grínast í ykkur! Ég var nú samt svo séð að áður en "þ" datt alveg út, þá copy-aði ég það og vistaði á word skjali. Svo nú þarf maður alltaf að byrja á að opna það skjal og copy-a "þ", og svo er það bara Ctrl og V! Þetta er orðið svolítið þreytandi, svo við ákváðum að fjárfesta í einni þegar út kæmi. Fartölvur eru líka mun ádýrari úti en hérna heima. Jiii hvað ég hlakka til Cool

Annars fínasta helgi að baki. Heimir orðinn ágætlega hress, svo það fara allir til vinnu á morgun. Dagurinn í dag búinn að vera ekta innidagur, rigning á köflum og þungt yfir. Vona svo innilega að haustið verði ljúft úti í Köben!

Ætla uppí rúm að lesa, góða nótt Sleeping

Gullkorn dagsins:

Örlög er dulnefnið sem Guð notar þegar hann kærir sig ekki um að skrifa nafn sitt undir.

Anatole France


Jón Sölvi Símonarson

Ágúst 065Já elsku litli drengurinn fékk nafnið Jón Sölvi, í höfuðið á afa sínum og langafa. Mér finnst þetta ægilega fallegt nafn og var einmitt búin að veðja á þetta! Ánægjulegt að ég skyldi hafa þetta rétt þar sem að ég hélt nú að hann væri stelpa þegar hann var í bumbunni á mömmu sinni Smile Er líka ánægð að það skyldi ekki koma eitthvað hallærislegt tískunafn sem barnið myndi líða fyrir þegar það væri orðið fullorðið, en það er auðvitað  ekki Heiðu stíll. Gaman líka að sjá Svavar í gömlu kirkjunni sinni, en þarna á hann auðvitað heima... eða það finnst mér. Við mæðgur fórum bara tvær í skírnina því Heimir er enn lasinn.

Læt eina mynd af okkur vinkonunum fylgja, vantar Ágúst 078bara Rakel, en það er Jóhanna Björg sem heldur á Jóni Sölva. (Magnað að geta kallað hann nafni Smile)

Endilega lesið gullkorn dagsins, það er langt en mikið er það flott.

Gullkorn dagsins:

Gakktu út að kvöldi til, sökktu sjón og huga andartak í djúp næturblámans og glitrandi stjörnugrúann, og finndu til smæðar þinnar. Horfðu inn í augu barns á fyrsta ári þegar það fellur í stafi yfir einhverju sem þér er fyrir löngu farið að þykja hversdagslegt, og minnstu hvað þrátt fyrir alla smæð þína er merkilegt að vera manneskja og ekki strokkur eða steinn. Líttu í kringum þig, á sólskin á hvítum snjó eða dögg á grænu grasi, á skýin og fjöllin eða jafnvel sölnaða móa í haustrigningu, - og hugsaðu þér að á morgun ættirðu að deyja og ljós augna þinna að slokkna fyrir fullt og allt. Mun þér þá ekki finnast sem þú hafir hingað til gengið blindandi um þessa dásamlegu jörð?

Sigurður Nordal

Að lokum er mynd af stoltum föður með son sinn Smile

Ágúst 080


Helgin kærkomin

Já mikið er ég nú fegin að það sé komin helgi... eiginlega búin að þrá það síðan á miðvikudag. Og í dag vann ég síðasta daginn sem innkaupastjóri Heilbrigðisstofnunnar Austurlands. Allt búið að ganga vel og finnst mér þetta mjög skemmtilegt. Reyndar alveg nóg að gera og rúmlega það og ekki veitti af eins og hálfri manneskju með, en það er víst ekki í boði. Líka svo gaman að maður skiptir reglulega um umhverfi, er ekki alltaf á saman staðnum, en einu sinni í viku þarf maður að fara yfir á firðina, Eskifj. Reyðarfj. og Fáskrúðsfj. Einnig finnst mér svaka gaman að vinna á sjúkrahúsinu, alltaf nóg af fólki og bara ferlega skemmtilegt. Ég hef oft velt hjúkkunáminu fyrir mér, en einhvern veginn held ég að ég gæti það aldrei... en samt finnst mér það svo spennandi Smile Kannski að ég fari í hjúkkuna þegar ég verð búin með kennarann Tounge Á mánudaginn fer ég svo upp á deild að leysa af sem móttökuritari.

Það á að skíra litla Símon á morgun. Séra Svavar mætir auðvitað á svæðið til þess. Ég er mjög spennt að vita nafnið, er með nokkur í huga, svo það verður gaman að heyra það Wink Veit ekki hvort Heimir komist með, en hann er búinn að vera hundveikur bæði í gær og í dag. (Alveg yrði það nú týbískt að hann myndi smita mig fyrir borgarferðina... Guð náði hann ef svo fer!!) En hann fer nú vonandi að hressast.  

Ætla snemma í rúmið... "hóst", það er ekki eins og ég hafi ekki sagt þetta áður Wink Góða helgi öllsömul!

Gullkorn dagsins:

Snú andliti þínu mót sólinni - þá sérð þú ekki skuggana.

(Helena Keller)


Tíminn flýgur

Þá erum við fjölskyldan búin að vera hér heima síðan 15. júní. Sem sagt í 8 vikur og ekki veit ég hvað hefur orðið af öllum þessum tíma!? Þegar ég kom þá hugsaði ég alltaf að ég yrði hérna í ALLT sumar, alveg í þvílíkt langan tíma en áður en maður veit af er komið að því að fara aftur út, en það verður eftir 3 vikur. Rosalega er þetta skrítið. Ég hlakka bara orðið til að fara út, þó mig kvíði líka fyrir. Það verður líka skrítið fyrir Ingibjörgu að vera ekki nálægt ömmu sinni og afa, því hún er jú búin að vera svo mikið með þeim, og það verður þeim sjálfsagt líka erfitt. En við höfum Skypið og svo komum við auðvitað aftur um jólin Smile 

Á sunnudaginn eftir rúma viku verður svo haldið til borgarinnar með ömmu og afa. Það er þéttskipuð dagskráin, við Júlía Rós erum búnar að plana Ítalíuferð og svo fer ég auðvitað til þeirra í Vogana. Helenu ætla ég að reyna að hitta og svo auðvitað Sigurlaugu. Eigum bara eftir að finna tíma. Spurning hvort ég hafi nokkurn tíma fyrir skólann? Wink Jú ég er yfirleitt búin á milli 14 og 15, svo eitthvað ætti ég að geta gert. En Sigurlaug, hvernig litist þér á miðvikudag og jafnvel LÍKA fimmtudag í að shoppast og borða?

Ég er orðin ofur spennt að byrja í skólanum. Fæ samt annað slagið kvíðahnút í magann að vera að byrja aftur í skóla, því síðast var ég í skóla 2003! Kvíði því líka að vera að fara í fjarnám, veit ekki hvernig mér mun finnast það. En það kemur allt í ljós, vonandi bara gengur þetta. Ætla ekki að mála skrattann á vegginn áður en þetta byrjar.

Fór ekki snemma að sofa í gær og ekki heldur núna. Gott að það er að koma helgi.

Annað gullkorn dagsins:

Hver mínúta, sem þú sóar í að vera argur, er 60 sekúndur sem þú hefðir getað notið og látið þér líða vel.

(Róbert Stolz)

 


Júlía Rós

Í dag, 9. ágúst, á mín yndislega vinkona, Júlía Rós á afmæli. Til hamingju með daginn elsku besta vinkona Heart Hlakka mikið til að koma til ykkar hjónanna í Vogana eftir aðeins 2 vikur eða svo. Júlía Rós er Eskfirðingur og kynntumst við stöllur árið '90ogeitthvað, en þá fórum við að vinna saman í apótekinu hérna heima. Það var rosalega skemmtilegur tími Grin Þetta samband okkar hefur svo í gegnum árin þróast og í dag er Júlía ein af mínum bestu vinkonum! Hún er yndisleg manneskja og er alltaf hreinskilin, það má hún eiga Smile (Er að hugsa um að hætta að dásama hana, þetta fer að hljóma eins og minningargrein Wink)

Þessi mynd er tekin af okkur dömunum í júní í fyrra, í Köben. Mikið var það skemmtileg ferð.

20060606194617_59

Önnur vinkona mín á líka afmæli í dag, en það er hún Ragnhildur. Til lukku mín kæra Wizard

Gullkorn dagsins:

Betra er að hágráta einu sinni en andvarpa endalaust.

(Málsháttur)


Af bókamálum

Ég er enn að lesa bókina sem Elma lánaði mér, Predikarinn. Gengur eitthvað hægt hjá mér lesturinn, en bókin er mjög góð. Hef bara ekki dottið í gírinn eftir Flugdrekahlauparann. Ég á svo eftir að skipta bókinni sem ég fékk í afmælisgjöf en ég hef akkúrat ekki græna glóru um hvaða bók ég á að velja mér. Hjálp einhver?! Tek hana með mér suður og skila henni þar. Þar er kannski meira úrval af bókum en hér fyrir austan. Júlía Rós lánaði mér svo Aldingarðinn eftir Ólaf Jóhann, og það lá við að ég skilaði henni strax aftur þegar hún sagði mér að þetta væru allt saman bara smásögur!! Hvað er það? En ég ákvað samt að gefa henni séns, kannski endist ég alla bókina, hver veit.

Í morgun þegar ég vaknaði ofur þreytt lofaði ég sjálfri mér því að fara snemma að sofa í kvöld, hugsa að ég reyni að standa við það og hef þetta því ekki lengra. Kannski ég lesi bara svolítið áður en ég svíf í draumalandið.

c_documents_and_settings_rmann_my_documents_my_pictures_2007_agust_hreindyr_112.jpgLæt eina mynd af okkur mæðgum fylgja í dag Smile  

Gullkorn dagsins:

Lífið er dásamlegt fyrir þann sem elskar - og hefur hreina samvisku.

(Leó Tolstoj)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband