Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Fín helgi

Þá er Neistaflugið liðið, það fimmtánda í röðinni. Það var ægilega gaman, en reyndar finnst mér þetta aðeins verið farið að þreytast. Held að það væri allt í lagi þó þeir tækju pásu eins og í eitt til tvö ár.

c_documents_and_settings_rmann_my_documents_my_pictures_2007_agust_hreindyr_020.jpgEn engu að síður skelltum við hjúin okkur á laugardagsballið með Buff. Þeir eru alveg frábærir, þvílíkt stuð. Mér var sagt að það hefði verið um 1000 manns á ballinu, en ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti það. Guði sé lof að þá voru stærstu böllin haldin í íþróttahúsinu svo maður gat alveg dansað. Hér erum við mæðgur við varðeldinn á sunnudagskvöldinu... Ingibjörg orðin þreytt en við mamma greinilega að syngja Smile

Í gærkvöldi hittumst við stelpurnar í árgangi '77 heima hjá Hrönn. Það var mikið skemmtilegt, vorum reyndar ekki allar, vantaði 3 svo við vorum 8. Kalla það nú bara góða mætingu, þar sem við erum 3 sem búum í Danmörku, þrjár í Reykjavík og svo tvær hérna heima. Erum að hugsa um að gera þetta árlega núna.

c_documents_and_settings_rmann_my_documents_my_pictures_2007_heimir_hreindyr_hreindyr_042_276104.jpgHeimir fór á hreindýr í gær. Þetta var 6 dýrið sem hann fellur og finnst honum þetta alltaf jafn skemmtilegt. Ég hinsvegar skil þetta ekki... en ég þarf líka ekkert að skilja allt. Set hérna eina mynd af honum með tarfinn. Frekar stoltur Smile

Mér finnst svo gaman að setja inn myndir, því ég kunni það aldrei á gamla blogginu Tounge Á sennilega alveg eftir að misnota það svona til að byrja með!

Gullkorn dagsins:

Sóaðu ekki nýjum tárum á gamlar sorgir.

(Evrípídes)


Skemmtilegt kvöld

Ég átti alveg dásamlegt kvöld í faðmi þeirra systra. Átum á okkur gat eins og okkar er von og vísa, hlógum okkur vitlausar og kjöftuðum frá okkur allt vit LoL Það er líka einkar skemmtilegt að spjalla við þær systur, þær eru alveg yndislegar. Pizzurnar voru góðar og forrétturinn líka. Takk elskurnar fyrir skemmtilegt kvöld! Júlíu Rós hitti ég svo fyrir sunnan og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt saman.

Hér er ein mynd af okkur vinkonunum, tekin nákvæmlega fyrir ári síðan. Auðvitað hlægjandi Grin 

Júlí 310

Hitti hina dökkbrúnu Þóreyju, auðvitað í Egilsbúð. Var búin að hugsa að ég hlyti að hitta hana þegar ég færi út að borða, og það gekk eftir Smile Alltaf gaman að hitta hana.

Bíð ykkur góðrar nætur.

***

Gullkorn dagsins:

Þú getur gleymt þeim sem þú hefur hlegið með en aldrei þeim sem þú hefur grátið með.

Arabískur málsháttur


Af mat

Er að fara út að borða í kvöld með þeim systrum Júlíu Rós og Kristjönu. Veit að það á eftir að verða mikið stuð, eins og alltaf þegar við komum saman Grin Ákváðum að fara í Egilsbúð því pizzurnar þar eru svo góðar. Við fjölskyldan pöntuðum okkur pítur um daginn frá Egilsbúð og fengum sent heim. Í pítunni var ekkert nema kjúklingur og pínulítil sósa, varla hægt að kalla það sósu! Var svo hneyksluð að ég hélt ég myndi kafna! Ég meina, það á að vera grænmeti með! Alveg sama hvernig pítu þú pantar, ÞAÐ Á alltaf að vera grænmeti með. Mjög furðulegt fannst okkur.

Við Heimir fórum um daginn niður á Hótel Eddu (held að þetta sé Hótel Edda) að fá okkur að borða. Það var alveg æðislegt! Þvílíkt góður matur, salurinn svo flottur, fallegt útsýni (svona þegar Austfjarðarþokan liggur ekki yfir) og bara allt flott. Egilsbúð finnst mér aðeins vera farin að líta uppá landið, svolítið sjúskað eitthvað. En það fer vonandi batnandi. Læt ykkur vita hvernig maturinn smakkaðist Wink

Annars finnst mér OFUR gaman að vera komin með nýtt blogg Cool veit að ég á eftir að vera OFUR dugleg hérna... svona fyrstu dagana allavega, hérna kemur nýjungagirnin fram Whistling


Nýtt - nýtt

Velkomin til minna nýju heimkynna Happy Hvernig líst ykkur svo á? Ég var orðin hundleið á hinni síðunni og gat engan veginn beðið eftir að Heimir myndi laga hana svo ég ákvað bara að skella mér hingað. Og N.B. ég gerði þetta allt ein og óstudd. Að vísu reyndi ég að setja inn mynd efst, en það tókst ekki alveg, ég kann ekki að minnka hana og gera það sem þarf að gera. Heimir ætlar að græja það fyrir mig síðar. Á meðan verður bara þessi fíni blái himinn Smile

Helgin var fín. Við fórum í brúðkaup á laugardeginum, held að brúðkaup geti ekki orðið íslenskari en það var: Gifting úti í sveit, undir berum himni og brúðhjónin klædd í íslenska þjóðbúninginn. Þetta var ægilega fallegt allt saman og brúðhjónin auðvitað fallegust. Til hamingju enn og aftur elsku Laufey og Hafþór Kissing

Á sunnudeginum ákváðum við fjölskyldan (mínus pabbi sem var úti á sjó) að bruna yfir í Mjóafjörð. Alltaf jafn fallegt í Mjóafirði, langt síðan ég hef komið þangað. Við fórum reyndar ekki í þorpið, heldur sunnan megin og keyrðum vegslóðann eins langt og við komumst. Væri samt alveg til í að fara aftur í Mjóann og fara þá í þorpið. Aldrei að vita nema maður kíki í leiðinni við hjá Önnu og Sævari á Hesteyri.

Það er viðbjóðslegt veður og búið að vera í allan dag. Svakaleg rigning og brjálað rok sem þýðir að það verður ofur notalegt að skríða undir sæng og sofna... veit líka að það verður hræðilega erfitt að koma sér á fætur í fyrramálið ef veðrið verður eins!

Mamma og pabbi létu veðrið ekki aftra sér og skelltu sér uppí bústað með Ingibjörgu með sér. Ætla að vera þar fram á fimmtudag eða föstudag. Við erum því bara ein í kotinu og okkur finnst það alltaf jafn skrítið Smile Reynum nú samt að njóta þess því ekki höfum við tök á því í vetur.

Verið nú dugleg að commenta á nýju síðuna mína... annars hætti ég Wink

*** 

Gullkorn dagsins: 

Við erum ekki komin í heiminn til að vera hamingjusöm en ef til vill til að stuðla að hamingju annarra.

(Folke Bernadotte)


« Fyrri síða

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband