Færsluflokkur: Bloggar
13.5.2008 | 22:16
Glatað
Má eiga það að ég er búin að vera nokkuð dugleg í lærdómnum í dag gef mér bara smá klapp á bakið fyrir það!
Verð hinsvegar að deila þessumeð ykkur en þetta er fyrsta æfingin þeirra í Eurovisioninu úti. Varð fyrir vonbrigðum, finnst þau svo heft og eitthvað hallærisleg. Finnst Friðrik virka eins og einhver wannabe strippari og Regína... já veit ekki alveg. En það er kannski bara út af því að þetta er fyrsta æfingin (skulum vona það). Ég gæli enn við það að Draupnir skelli sér á sviðið þarna úti. Ég meina það vantar hann algjörlega með þeim. Þau eru bara ekkert að gera sig. Ég var allan tímann að bíða eftir að hann kæmi upp úr gólfinu.
En já þetta er það sem stendur upp úr deginum hjá mér í dag Ætla að læra aðeins meira áður en ég fer að sofa. Svo er bara sund og læra meira á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.5.2008 | 23:09
Góð helgi
Vona að þið hafið átt góða hvítasunnuhelgi, það áttum við. Yndislegt veður búið að vera í dag og erum við búin að vera úti í allan dag. Við mæðgur löbbuðum yfir til mömmu í morgun og átum hádegisverðinn úti á palli. Ægilega ljúft. Ingibjörg harðneitaði svo að koma heim svo hún varð eftir hjá ömmu sinni. Henni leiðist sko ekki að vera úti og skottast í garðinum með henni.
Svo var tekin afdrifarík ákvörðun um helgina. Við erum að fá kisu!!!! Jájá, þarna sannast að ég hlusta ekkert á ykkur við fórum meira að segja í dag og völdum hana. Þetta er fress sem er grár, með hvítar loppur og hvítt undir hökunni og á mallanum. Ægilega sætur! Hann er rúmlega 5 vikna og algjör draumur. Við fáum hann sunnudaginn sem við komum frá Akureyri. Jii ég hlakka svo til. Ingibjörg kom með og ætlaði alveg að missa sig að sjá þessa litlu kettlinga. Og já, ef einhvern langar í, þá er einn svartur fress eftir. Hrikalega sætur.
Nú erum við að velta fyrir okkur nafni á dýrið. Það er alveg ljóst að við eigum auðveldara með að finna nöfn á börnin okkar heldur en dýrið. Merkilegt! Heimir stakk upp á nafninu Hnoðri, sem mér fannst fyndið því Júlía Rós og fjölskylda eiga einmitt kött sem heitir þessu nafni. Fínasta nafn svo sem. Önnur nöfn sem eru komin eru Rómeo, Leó og Max. Hvað finnst ykkur nú? Lumið þið kannski á einhverju svaka flottu karla-kisunafni?
Ég hef ekki verið dugleg að læra um helgina. Ég komst vel á skrið á föstudaginn þegar ég loksins kom mér í gírinn og svo aðeins á laugardeginum en svo ekki meir. Ég ætla hinsvegar að vera rosalega dugleg þessa þrjá daga sem eftir eru fyrir prófið. Verst er að ég er alveg með kvíðahnútinn í maganum þar sem það verður einhver reikningur á prófinu. Hugsið ykkur, ég er orðin þrítug og er ennþá svona smeyk við stærðfræðina. Nú væri fínt ef Sigurjón Gísli byggi hérna við hliðina á mér og gæti komið yfir og hjálpað mér eins og hann gerði í denn. En svo er víst ekki. Nú ef ég fell í þessu helv... þá er bara að taka prófið aftur! Ekkert annað í stöðunni.
Jæja, er farin upp í rúm að lesa. Nú er ég byrjuð á bókinni 4. júlí sem er einnig eftir James Patterson og hana fékk ég líka í bókaklúbbnum. Skemmtilegt. Ætla að byrja morgundaginn á sundi og hella mér svo í lærdóminn. Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
9.5.2008 | 12:13
Vetur... trúi þessu ekki!
Hér er snjókoma!! Lýg ekki. Hvað getur maður sagt... í fyrradag var sumar og sól, nú er rétt yfir frostmark, fjöllin sjást ekki og það snjóar. Jahérna hér.
Ég ákvað samt að skella mér í sund og sá ekki eftir því þegar ég var komin ofan í laugina. Kom svo heim um 10 leytið og kveikti á tölvunni til að byrja að læra. Og nei, ég er ekki enn byrjuð. VERÐ bara að gera ýmislegt áður en ég byrja að læra *hóst* Lofa samt að byrja þegar ég er búin að blogga! Lofa því
Kjúklingarétturinn sem ég gerði í gærkvöldi kemur hér. Þetta er ekki ný uppskrift og ég hafði oft heyrt um þennan rétt. Örugglega margir sem hafa prófað þetta, það er bara ég sem er eitthvað sein í þessu
4-6 Kjúklingabringur
1 krukka Mango Chutney
1 Matreiðslurjómi
1 msk karrý
4 hvítlauksgeirar (ég notaði Shallotu lauk í staðinn - hann er æði)
Bringurnar skornar í smáa bita og steiktir á pönnu. Bæta smátt skornum lauknum útí rétt áður en kjúklingurinn er fullsteiktur. Krydda eftir smekk.
Blanda saman rjóma, karrý og Mango saman. Setja kjúklinginn og laukinn í eldfast mót, hella sósunni yfir og inn í ofn í ca. 30 mínútur. Auðvitað er hægt að hella sósunni yfir kjúklinginn á pönnunni, ég verð bara allaf að setja svona í ofninn líka. Gott að hafa hrísgrjón og ferskt salat með. Verði ykkur að góðu
Jæja, nú er að læra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.5.2008 | 22:06
=)
Já Beggi og Pacas unnu!! Víhííjjj!! Mjög glöð með það. Gat ekki betur séð en hinir keppendurnir væru svekktir og þá aðallega karlpeningurinn. Þeir voru líka frekar leiðinlegir, báðir, fannst mér. Verð nú samt að segja að þetta var leiðinlegasti þátturinn af Hæðinni. Lopinn teygður alveg í það óendanlega. Ferlega leiðinlegt.
Gerði kjúklingaréttinn hennar Hönnu Dísu og hann var HRIKALEGA góður, fannst öllum Og mjög einfaldur og fljótlegur. Ég sleppti hvítlauknum en setti í staðinn fjóra shallottu lauka. Þeir eru svo góðir. Lét þetta svo inn í ofn í staðinn fyrir að láta þetta malla á pönnunni.
Er búin að bóka gistingu í Sveinbjarnargerði 22. til 25. maí. Þeir eru með svakalega flott afmælistilboð út maí, svo ég dembdi mér bara á það. Var að fatta að þetta eru akkúrat Eurovision dagarnir, en það er svo sem allt í lagi, það er ekki eins og planið hafi verið að fara á standandi fyllerí! Það verður víst langt í það... Já það eru því aðeins tvær vikur í Akureyri, mikið hlakka ég til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 13:17
Hæðin
Ætla bara að minna ykkur á lokaþáttinn af Hæðinni í kvöld Endilega kjósið! Ég er búin að kjósa þá félaga Begga og Pacas Í tilefni kvöldsins ætla ég að gera nýja kjúklingauppskrift sem ég fékk frá Hönnu Dísu og mamma kemur í mat, pabbi missir alltaf af öllu skemmtilegu, hann er farinn út á sjó.
Við pabbi fórum í sund í morgun. Í sól og blíðu, alveg æðislegt. Nú er allt orðið skýjað en engin þoka í sjónmáli (svona fyrir þá sem eru veðurþyrstir ). Nú er bara spurning hvort það fari að rigna.
Ég hreinlega geri allt annað en það sem ég ætti að vera að gera... að læra! Guð hvað ég nenni þessu ekki. Þetta er alveg leiðinlegur tími. Þvoði bílinn í morgun eftir sund, var heillengi hjá pabba og fór svo held ég í flest allar búðir bæjarins, bara til að fara ekki heim og fá samviskubit yfir því að vera ekki að læra! Arghh! Keypti meðal annars svona bleikt Ragg garn til að prjóna sokka handa Ingibjörgu. Þetta er svona munstrótt-garn og sokkarnir verða ekki eins. Þetta er mikil áskorun fyrir mig og verður spennandi að vita hvort ég muni geta látið dömuna í ósamstæða sokka þegar yfir líkur En fyrst Sigurlaug gat það, þá hlýt ég að geta það líka!
En nú þýðir ekkert elsku mamma lengur, verð að fara að læra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2008 | 22:10
Sumar og sól
Má segja að það hafi verið sumar hér í Neskaupstað í dag Hátt í 20 stiga hiti og yndislegt veður. Við Ingibjörg eyddum deginum eftir leikskóla hjá mömmu og pabba, úti á palli og í garðinum. Algjör sæla. Ég held samt að sumrinu sé nú lokið í bili, framundan er víst bara rigning og hitastigið á að vera um frostmark. Ef ég á að vera eigingjörn þá mætti það vera svoleiðis til 16. maí, því þá verð ég búin í prófinu. Það er frekar erfitt að ætla að sitja yfir bókunum þegar það er svona bongóblíða eins og var í dag... það er reyndar bara ekki hægt!
Ingibjörg fékk afmælisgjöfina sína í gær. Já þremur mánuðum fyrir afmælisdaginn! En nú er daman búin að eignast sitt fyrsta hjól. Okkur fannst best að gefa henni það strax svo hún gæti notað það í sumar. Nú vantar bara hjálminn og þá er hægt að fara að bruna hér um göturnar Reyndar kann hún ekki alveg að hjóla, en mér sýnist þetta ætla að koma fljótt hjá henni. Hún á það til að standa bara á bremsunni Sagði við Heimi að mig grunaði að ég hefði ekki þolinmæði í þessa kennslu, svo hann mun taka það að sér.
Við erum að plana ferð til Akureyrar, bara tvö. Já og auðvitað það sem ég get ekki skilið við mig Ætli við förum ekki í lok maí byrjun júní. Ég er svona að grennslast fyrir með gistingu, líst held ég einna best á Sveinbjarnargerði. Held að það væri ljúft. Ætlum bara að dúlla okkur og vera í 3 daga eða svo. Versla og hafa það nice. Reyndi að fá Heimi með mér til Reykjavíkur, en hann tók það ekki í mál svo AK varð fyrir valinu. Kannski fæ ég mér kött þar
Úfff Greys var góður í kvöld, frábært að þeir séu byrjaðir aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2008 | 23:09
Sveitalíf
Þið eruð nú engan veginn að styðja mig í þessari kattarákvörðun sko!! Svei mér þá Takk samt fyrir commentin og auðvitað er ég meiri hundakona en kattakona, hef alltaf verið og það breytist örugglega aldrei. Við Heimir erum sammála því að við ætlum að fá okkur hund. Ekki strax samt. Það er ekki möguleiki að við fáum okkur smáhund, erum hvorug spennt fyrir því, svo það yrði annað hvort Golden Retriver (ég vil svoleiðis) eða Labrador (Heimir vill svoleiðis - mér finnst Golden bara fallegri). Ég veit líka að þó ég "gefi" Ingibjörgu eitthvað dýr, þá lendir það auðvitað á mér að hugsa um það. Og eins og staðan er í dag þá veit ég líka að ef við myndum fá okkur hund þá myndi öll vinnan lenda á mér því Heimir er jú ekki mikið heima við sökum vinnu. Og ég er bara ekki að nenna því núna. Og eins og "sumir" bentu á þá held ég að ég yrði ekkert rosalega góður hundauppalandi væri svona meira í því að knúsa og kela við hundinn. Svo ég hugsaði með mér að köttur væri ágætis lausn þangað til! Ég hlýt að geta átt kött eins og allir aðrir. Ég átti nú páfagauk fyrir nokkrum árum og það gekk svona líka vel upp! Heimir stakk upp á kanínu. Hún gæti þá verið úti á svölum. Æji nei ég er ekki alveg til í það, ekkert hægt að knúsast neitt með hana... og líka vond lykt af henni. En já ég ætla að pæla aðeins meira í þessu. Endilega dælið í mig skemmtilegum upplýsingum!
Það var ekki skemmtileg upphringing sem ég fékk um 11 leytið í morgun. Það var verið að fara með Ingibjörgu upp á spítala þar sem hún hefði dottið á hjóli í leikskólanum. Hún væri með skurð á enninu og eitthvað meira til. Ætla ekki að segja ykkur hvað mér brá! Það þurfti sem betur fer ekki að sauma hana, skurðurinn var bara klemmdur aftur. Svo virðast tennurnar nánast hafa farið í gegn um holdið og hún er hrufluð á hökunni og undir henni. Greyið litla. En hún stóð sig eins og hetja og er bara hress.
Seinnipartinn í dag fórum við ásamt mömmu inn á Skorrastað og fengum að kíkja á dýrin. Sáum nýfædd lömb, hest og folald sem kom í heiminn 1. maí, belju og kálf, hænur og hænuunga, og svo auðvitað hund og ketti. Ægilega gaman. Fékk alveg fiðringinn þegar ég hélt á litlu lambi, held ég hafi ekki haldið á lambi síðan afi átti kindurnar. Ingibjörg var alveg í skýjunum og sagði í gríð og erg að lambið væri með krullur "alleg eins og amma" Frekar fyndið. Svo fékk hún að fara á bak á hestinum, og það leiddist henni sko ekki. Ægilega skemmtileg sveitaferð svona í tilefni dagsins
Ætla í vinnuna í fyrramálið og næsta dag og svo ekkert meira fyrr en eftir 16. maí þegar prófið er búið. En nú er það Sjortarinn fyrir svefninn (hrikalega er ég fyndin!)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.5.2008 | 23:48
Meðganga, dýramál og fleira
Allir orðnir hressir hér á bæ. Ingibjörg náði sér af ælunni og uppskar í staðinn þetta sem fer niður á við! Greyið. En það stóð nú ekki lengi yfir sem betur fer og er hún nú komin með matarlyst á við heilan hest! Ég dæli hreinlega öllu í hana sem hún biður um (eða svona nánast) svo lengi sem hún borðar. Leist nú ekki á blikuna þegar ég tók eftir því að naríurnar eru farnar að verða of víðar á hana. En þetta er nú allt í áttina hjá henni.
Ég er komin nákvæmlega 30 vikur og 3 daga í þessari meðgöngu. Mér finnst svo ótrúlegt að það séu rétt tíu vikur í settan dag. En kannski eru bara 8-9 vikur eftir, hver veit. Ég gæti því alveg átt barnið í kringum 26. júní. Nú ef ég færi svo tvær vikur framyfir eins og með Ingibjörgu, þá myndi ég eiga 24. júlí! En við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því! Ég ÆTLA að eiga í byrjun júlí og það MÁ dragast til 14. júlí... ekki mikið lengur. Svo einfalt er það nú
Ingibjörg er algjörlega dýrasjúk. Hundar, kettir, hestar, kindur, fílar, apar... má eiginlega segja öll dýraflóran. Og hún er ekkert smeyk við þau heldur. Veit fátt skemmtilegra en að fara inn í hesthús og heimsækja hestana t.d. Þyrfti endilega að koma henni á hestbak hjá einhverjum í sumar. En nú er ég alvarlega að spá í að gefa henni kött! Já vona að það líði ekki yfir ykkur. Mér er í rauninni meinilla við ketti og þá svona ketti sem eru úti. Ég gæti hugsanlega átt kött sem færi aldrei út. Væri bara hérna inni og væri hreinn. Myndi sennilega fá taugaáfall ef ég myndi mæta kettinum með fugl eða mús í kjaftinum hérna inni. Myndi bara ekki þola það. Ég er mikið að spá. En svo veit ég ekki, get ég gert venjulegan kött að eðlilegum inniketti? Eða verð ég að fá mér einhverja spes tegund? Ég myndi auðvitað aldrei kaupa mér kött fyrir 100.000 kall, frekar fengi ég mér þá almennilegan hund fyrir 150.000 kr. Er mikið að spá í norskum skógarketti. Veit jafnvel um eina læðu sem er ólétt, en það er samt ekki alveg komið á hreint. Ætli þeir væru fínir innikettir? Endilega þið sem vitið eitthvað um ketti yfir höfuð, segið ykkar skoðun. Gæti svo bara haft matardallinn og sandinn hans inni í þvottahúsi svo það ætti nú ekkert að koma svo mikil lykt. Svo mætti hann auðvitað fara út á svalir og svo gæti ég farið í göngutúr með hann í bandi. Best að taka það fram að Heimir heldur að ég sé orðin eitthvað biluð... mikið biluð!
Náði ekki alveg sambandi við bókina Sakleysingjarnir, svo ég lagði henni og er farin að lesa Sjortarinn, eftir James Patterson. Þvílík snilld! Mæli eindregið með henni. Skráði mig í kiljuklúbb sem heitir Hrafninn og mun héðan í frá fá senda eina glænýja spennusögu annan hvern mánuð. Hef alltaf verið veik fyrir svona bókaklúbbum og erum við mæðgur nú í sitthvorum klúbbnum. Ég var meira að segja í bókaklúbbi þegar ég bjó úti í Ameríku og fékk allt fullt af bókum nánast gefins. Sver það. Allt svo ódýrt í Ameríkunni
Jæja ætla upp í rúm að lesa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.4.2008 | 23:36
Meira gubb!
Ekki varð mikið úr deginum hjá mér í dag varðandi lærdóminn. Ingibjörg byrjaði daginn á því að æla og svo aftur stutt seinna. En hún er orðin hress og virðist vera búin að hrista þetta af sér. Ætti að komast á leikskólann á morgun svo þá get ég alfarið snúið mér að verkefnunum sem eftir eru fyrir miðvikudaginn.
Það sem ég afrekaði hinsvegar í dag var að setja nýja rúmið hennar Ingibjargar saman ójá það kom í dag. Ægilega flott. Tókum svo allt úr herberginu hennar og röðuðum og gerðum fínt hjá dömunni. Nú verður spennandi að vita hvort hún sofi þarna meirihluta næturinnar eða hvort hún verður mætt um 2 leytið.
Ætla að lufsast til að skrifa eitt verkefni áður en ég fer í rúmið. Annars er ég að borða lakkrís og drekka appelsín... bara gott fyrir svefninn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2008 | 23:03
...
Þá er Ingibjörg búin að fá sína fyrstu ælupest. Hún byrjaði aðfaranótt laugardags og stóð yfir í sólarhring. Greyið litla, ég vorkenndi henni svo hræðilega. Hún stóð sig nú samt alveg eins og hetja, sagði eftir hvert skipti - Ojbara, ég ekki æla meira. Já hún er dama Ég hélt svo í morgun að ég væri að fá eitthvað en Guði sé lof, svo var ekki. Er ekki að sjá það fyrir mér að vera ólétt með ælupest! Get bara ekki ímyndað mér að það sé yfir höfuð hægt. En Ingibjörg var svo bara með hressasta móti í dag svo hún virðist vera búin að ná sér. Finnst samt verst að það litla hold sem hún var búin að ná utan um kroppinn eftir hlaupabóluveikindin, eru fokin út í veður og vind og sennilega meira til. En svona er þetta bara, hún verður sjálfsagt seint kölluð bolla.
Ég náði að skila þessu hrikalega leiðinlega verkefni á réttum tíma og er nú byrjuð að einbeita mér að leiðarbókinni sem ég þarf að setja í póst á miðvikudag. Held að það náist alveg... eða það verður bara að nást - sem og það gerir.
Ég pantaði nýja Flexa rúmið hennar Ingibjargar á föstudaginn. Vona að það komi á morgun, það átti að fara af stað á föstudeginum. Jii ég er svo spennt Vona að hún fari þá að sofa ALLA nóttina í sínu rúmi. Annars verður bara að taka á því máli... eða, Heimir verður að taka á því. Held ég meiki það ekki.
Júlía Rós benti mér á athyglisverða bók um daginn. Hún heitir Rimlar hugans eftir Einar Má. Er mjög spennt fyrir henni og ætla mér að lesa hana þegar ég verð búin í skólanum um miðjan maí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja