31.7.2007 | 23:06
Nýtt - nýtt
Velkomin til minna nýju heimkynna Hvernig líst ykkur svo á? Ég var orðin hundleið á hinni síðunni og gat engan veginn beðið eftir að Heimir myndi laga hana svo ég ákvað bara að skella mér hingað. Og N.B. ég gerði þetta allt ein og óstudd. Að vísu reyndi ég að setja inn mynd efst, en það tókst ekki alveg, ég kann ekki að minnka hana og gera það sem þarf að gera. Heimir ætlar að græja það fyrir mig síðar. Á meðan verður bara þessi fíni blái himinn
Helgin var fín. Við fórum í brúðkaup á laugardeginum, held að brúðkaup geti ekki orðið íslenskari en það var: Gifting úti í sveit, undir berum himni og brúðhjónin klædd í íslenska þjóðbúninginn. Þetta var ægilega fallegt allt saman og brúðhjónin auðvitað fallegust. Til hamingju enn og aftur elsku Laufey og Hafþór
Á sunnudeginum ákváðum við fjölskyldan (mínus pabbi sem var úti á sjó) að bruna yfir í Mjóafjörð. Alltaf jafn fallegt í Mjóafirði, langt síðan ég hef komið þangað. Við fórum reyndar ekki í þorpið, heldur sunnan megin og keyrðum vegslóðann eins langt og við komumst. Væri samt alveg til í að fara aftur í Mjóann og fara þá í þorpið. Aldrei að vita nema maður kíki í leiðinni við hjá Önnu og Sævari á Hesteyri.
Það er viðbjóðslegt veður og búið að vera í allan dag. Svakaleg rigning og brjálað rok sem þýðir að það verður ofur notalegt að skríða undir sæng og sofna... veit líka að það verður hræðilega erfitt að koma sér á fætur í fyrramálið ef veðrið verður eins!
Mamma og pabbi létu veðrið ekki aftra sér og skelltu sér uppí bústað með Ingibjörgu með sér. Ætla að vera þar fram á fimmtudag eða föstudag. Við erum því bara ein í kotinu og okkur finnst það alltaf jafn skrítið Reynum nú samt að njóta þess því ekki höfum við tök á því í vetur.
Verið nú dugleg að commenta á nýju síðuna mína... annars hætti ég
***
Gullkorn dagsins:
Við erum ekki komin í heiminn til að vera hamingjusöm en ef til vill til að stuðla að hamingju annarra.
(Folke Bernadotte)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Velkomin á moggablogg Ég fékk marga maila frá þér
þegar þú 'ýtir á takkann' "bæta ... við" þá fær maður mail með öllum upplýsingum. Og þá er bara að bíða og sjá
Hlakka til að fylgjast með þér hérna inni.
SigrúnSveitó, 1.8.2007 kl. 08:55
Þetta er alveg ljómandi fínt hjá þér, Kristjana segir að þetta sé besta bloggið, ég treysti henni. Hlakka til að sjá þig í kvöld!!!
Júlía Rós (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 12:58
Glæsileg nýja síðan, líst vel á þessa breytingu hjá þér!!
Brynja Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 12:58
Við mamma og börnin brunuðum á Dalatanga, það var rosalega gaman.
Júlía Rós (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.