Leita í fréttum mbl.is

Fín helgi

Þá er Neistaflugið liðið, það fimmtánda í röðinni. Það var ægilega gaman, en reyndar finnst mér þetta aðeins verið farið að þreytast. Held að það væri allt í lagi þó þeir tækju pásu eins og í eitt til tvö ár.

c_documents_and_settings_rmann_my_documents_my_pictures_2007_agust_hreindyr_020.jpgEn engu að síður skelltum við hjúin okkur á laugardagsballið með Buff. Þeir eru alveg frábærir, þvílíkt stuð. Mér var sagt að það hefði verið um 1000 manns á ballinu, en ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti það. Guði sé lof að þá voru stærstu böllin haldin í íþróttahúsinu svo maður gat alveg dansað. Hér erum við mæðgur við varðeldinn á sunnudagskvöldinu... Ingibjörg orðin þreytt en við mamma greinilega að syngja Smile

Í gærkvöldi hittumst við stelpurnar í árgangi '77 heima hjá Hrönn. Það var mikið skemmtilegt, vorum reyndar ekki allar, vantaði 3 svo við vorum 8. Kalla það nú bara góða mætingu, þar sem við erum 3 sem búum í Danmörku, þrjár í Reykjavík og svo tvær hérna heima. Erum að hugsa um að gera þetta árlega núna.

c_documents_and_settings_rmann_my_documents_my_pictures_2007_heimir_hreindyr_hreindyr_042_276104.jpgHeimir fór á hreindýr í gær. Þetta var 6 dýrið sem hann fellur og finnst honum þetta alltaf jafn skemmtilegt. Ég hinsvegar skil þetta ekki... en ég þarf líka ekkert að skilja allt. Set hérna eina mynd af honum með tarfinn. Frekar stoltur Smile

Mér finnst svo gaman að setja inn myndir, því ég kunni það aldrei á gamla blogginu Tounge Á sennilega alveg eftir að misnota það svona til að byrja með!

Gullkorn dagsins:

Sóaðu ekki nýjum tárum á gamlar sorgir.

(Evrípídes)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég mæli með að þú smellir inn myndum af og til, það er skemmtilegt.  Heimir er glæsilegur með tarfinn.

Júlía Rós (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 08:51

2 identicon

Já það var bara gaman hjá okkur á ballinu. Skil ekki heldur þessa veiðidellu!! Get ekki ímyndað mér að það sé gaman að sitja í skurði og bíða eftir því að það fljúgi gæs fram hjá eða elta hreindýr um öll fjöll

Brynja (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband