15.8.2007 | 15:52
Haust
Já ég held að það sé sko pottþétt komið haust hérna fyrir austan. Hryllilega kalt, vindur, rigning (að vísu ekki í dag) og bara leiðindi. Talaði við eina í dag sem var að koma frá Köben, þar var 25-30 stiga hiti og notalegheit!! Mikið vona ég nú að það verði jafn ljúft þegar við komum út.
Ingibjörg verður 2ja ára núna á laugardaginn, 18. Það verður auðvitað afmæli, en ég hef ákveðið að missa mig ekki algjörlega eins og ég gerði þegar hún varð 1 árs Ætla að vera aðeins niðri á jörðinni hvað varðar kökur og annað. Finnst samt reglulega gaman að geta haldið upp á afmælið á sjálfum deginum, en í fyrra héldum við það um verslunarmannahelgina svo Heimir myndi ná því, og það var alveg hálfum mánuði fyrir sjálfan daginn.
Annars er ég í því að redda þeim hlutum sem eftir á að redda áður en við förum út. Nóg að gera í því alltaf. Á föstudaginn fer Ingibjörg í klippingu og svo í vigtun og mælingu eftir það Það var mér nefnilega mikið kappsmál að barnið yrði mælt tveggja ára, og ég gat eiginlega ekki verið nær afmælisdeginum þar sem hann ber upp á laugardegi. Best að hafa þetta nákvæmt Nú svo er ég búin að panta tíma fyrir okkur Heimi í klippingu og á morgun förum við til tannlæknis. Allsherjar klössun svona rétt fyrir brottför.
Gullkorn dagsins:
Fegursta blóm jarðar er brosið.
Henrik Wergeland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Hehe já það er gaman af þessum krílum og stússinu í kringum þau. Og sérstaklega gaman að fylgjast með fyrsta-barns foreldrum fyrir okkur hin tíhí.
Koss og knús yfir fjallið darling.
Kristjana Atladóttir, 15.8.2007 kl. 20:14
Já einmitt, svo kemur annað barn og þá verður manni slétt sama um nákvæmar dagsetningar og allt það sem skiptir mann MIKLU máli með fyrsta
Kossar tilbaka honey
Úrsúla Manda , 15.8.2007 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.