23.8.2007 | 15:11
Gleði og gaman
Nú sit ég hérna í tölvuveri skólans og ætla rétt að láta vita af mér. Það er SVO gaman að vera komin aftur í skóla að ég er bara alveg að springa Hélt samt að ég myndi deyja á mánudagsmorgninum, kveið svo fyrir að mæta. Hringdi í Heimi áður en ég lagði af stað og hringdi svo aftur í hann þegar ég var komin fyrir utan skólann og sagði honum að ég væri hætt við þetta!! Það var eitthvað svo mikið af fólki og mér fannst þetta allt svo yfirþyrmandi eitthvað. Heimir huggaði mig og sagði að ég kynni þó allavega málið, það var annað en hann hafði gert þegar hann byrjaði úti! Auðvitað bjargaðist þetta allt saman og nú finnst mér OFUR gaman. Ég lenti líka í æðislegum bekk, bekk E, mjög fjölbreytilegur hópur og þar erum við fjórar sem að búum í Danmörku og mjög stutt á milli 3ja, þannig að við ætlum að reyna að vera duglegar að hittast.
Nú er búið að breyta náminu þannig að fjarnámið er orðið 100% nám ekki 70% eins og var. Það er sett upp þannig að nú tekur þetta 3 ár eins og staðnámið. Auðvitað er svo hægt að breyta því og sleppa einhverjum áföngum og hagað þessu eins og maður treystir sér til, en ég ætla allavega að reyna að taka þessa önn eins og hún er sett upp. Svo sér maður auðvitað til. Mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega spennandi og vona bara að það verði svoleiðis
Ég er auðvitað búin að vera á útopnu í heimsóknum og öðru síðan ég kom suður. Ægilega gaman. Byrjaði hjá henni Helenu minni á mánudagskvöldinu, fór í mat til hennar. Sátum svo fram á nótt að spjalla eins og gengur og gerist. Á þriðjudeginum brunaði ég svo til Júlíu Rósar og fjölskyldu í Vogana. Borðaði með þeim og skoðaði flottu höllina þeirra sem þau eru nýflutt í. Júlía fór svo með mig rúnt um Vogana, held svei mér þá að hún hafi keyrt hverja einustu götu þar Mikið gaman. Í gær eyddi ég svo deginum og kvöldinu með henni Sigurlaugu minni. Það er alltaf jafn gaman. Fórum bæði í Smáralindina og Kringluna þar sem ég var í aðalhlutverki að eyða peningum Átum svo á Fridays (en ekki hvar) og fórum á rúntinn. Hef sagt það áður og segi það aftur, ég elska að fara á rúntinn með Sigurlaugu, það er sko bara gaman!! Er hinsvegar að hugsa um að eyða deginum í dag með ömmu og afa. Á morgun þurfum við að skila íbúðinni, svo þá fer ég í Vogana til Júlíu og gisti þar eina nótt. Við stöllur ætlum að fara út að borða á Ítalíu og hafa það að sjálfsögðu skemmtilegt.
Við förum heim á laugardaginn. Hlakka óskaplega til að knúsa Ingibjörgu mína. Sakna hennar mikið. Hlakka auðvitað líka til að knúsa Heimi Þau verða komin upp í bústað svo ég fer þangað. Það verður ljúft að slappa af þar fram á sunnudag. Nú svo er það bara vinnan á mánudag og fram á fimmtudag og svo heilsar Danmörk á föstudag.
Segi þetta gott í bili, skrifa næst þegar ég verð komin heim.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Frétti að þú værir með Slaugu minni í bekk
Gaman að "heyra" að þú ert ánægð.
SigrúnSveitó, 23.8.2007 kl. 17:36
Það er svo gaman þegar það er gaman í skólanum. Það hjálpar manni yfir allt erfiðið líka.
Jóhanna (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 19:48
Flott hjá þér stelpa. Þetta verður æðislgt og auðvitað áttu eftir að njóta þessa alls - engin spurning.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 23.8.2007 kl. 20:50
Það skemmtilegasta við skólann er hvað þú þarft að koma oft til Íslands :) Hlakka til kvöldsins, er farin að finna lyktina af Ítalíu og bragðið af hvítvíni.
Sá á síðunni þinni að það eru 122 dagar til jóla litla jólastelpa.
Júlía Rós (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 08:14
Takk fyrir síðast, þetta var æðislega gaman. Segi það nú líka með þér, ferlega gaman að fara á rúntinn með þér ;)
Smill (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 09:13
Hæhæ
Vildi bara segja takk fyrir síðast. Fann síðuna þína á netinu. Varð að kvitta fyrir mig.
Hlakka til að sjá þig í lotu 2 í október.
Kv. úr eyjum
Kolla
Kolla Skólasystir (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 23:21
Til hamingju með að vera byrjuð í skólanum. Auðvitað er maður svolítið stressaður fyrst en hey! fyrst þú gast eignast hana Ingibjörgu og það er nú ekki svo lítið, þá getur þú vel tekið 3 ár í kennaranum, engin spurning mín kæra.
Hafðu það gott og njóttu Íslands-restar.
Kærar kveðjur úr litla bláa húsinu í Cary, svanfríður.
Svanfríður (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 19:18
Hæ Úrsula, Kolla kom til mín í gær og við vorum að tala um hvað þetta væri æðislegur hópur sem við værum í, hún sagði mér þá að þú værir með síðu svo ég varð að kíkja.
Kveðja úr Eyjum
Hulda Birgis (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.