29.8.2007 | 23:02
Pakka pakka
Ég er byrjuð að pakka. Mig hryllir við farangrinum... hafið þið nokkuð heyrt þetta áður? Pakkaði niður öllum fatnaðinum af Ingibjörgu og það er heil ferðataska! Setti t.d. niður allt fullt af æðislegum sumarfatnaði sem hún fór ALDREI í! Þetta er náttúrulega bara bilun. Svo á ég eftir að fara í gegnum dótið hennar, hugsa að ég taki nú bara eitthvað takmarkað með af því. Það verður spennandi að vita í hverju kílóafjöldinn endar núna. Að vísu sagði mér einhver að Ingibjörg mætti hafa 20 kg þar sem ég er farin að borga undir hana. Veit það ekki, þyrfti að hringja og kanna það. Allavega ef svo er mættum við hafa 60 kg. Veit samt að það er ekki nóg. Arghhhh... er strax farið að kvíða að pakka fyrir jólin... og eftir jólin, Guð hjálpi mér.
Gullkorn dagsins:
Ef þú vilt ekki fara að mínum ráðum snúðu þér þá til öruggari ráðgjafa: tímans.
Perikles
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
úfff...svona miðað við að þú verslaðir örugglega hátt í 10kg bara á þeim tíma sem við hittumst þá get ég vel trúað að það verði erfitt að pakka öllu.
Smill (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:18
Nákvæmlega! Og ég minntist ekki einu sinni á skóladótið... bækurnar og allt bara!!
Úrsúla Manda , 30.8.2007 kl. 09:25
Fullkomlega eðlilegt að hafa mikinn farangur. Ég skaust austur í tvo daga í vetur og taskan mín var 25 kíló. Það eru bara þessi skítaflugfélög sem eru ekkert í takt við nútíma þarfir íslendinga. Reyndar þætti mér gaman að vita hvað ferðataskan sjálf er þung, hef mína grunaða um að vera allavega 10 kíló - tóm !
Þoka (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.