Leita í fréttum mbl.is

Köben

Við erum komin heim. Köben heilsaði með rigningu en svo hefur ekkert rignt meira um helgina og hitastigið verið um 20 stigin. Ferðalagið gekk vel og það var bara mjög ljúft að komast í dótið sitt. Aðeins að ferðatöskukílóunum... jújú við vorum með 100 kg, og eina ferðina enn hleyptu þeir okkur í gegn Grin Heimir sagði að ég væri snillingur í að fá það í gegn sem ég vildi! Held ég geti bara verið sammála honum í því Wink Strákarnir sem voru að innrita sögðust bara vilja eiga inni matarboð... held ég hafi uppá þeim við tækifæri. Segi það og skrifa enn og aftur, Egilsstaðir eru alveg málið!!! Allavega hvað yfirvigtina varðar Tounge

Heimir byrjar í skólanum á morgun, það verður spennandi að vita hvernig það verður allt saman. Við Ingibjörg förum hinsvegar á vöggustofuna. Geri passlega ráð fyrir að við þurfum í gegnum aðra aðlögun. En það kemur í ljós. 

Gullkorn dagsins:

Gættu vel að mínútunum - stundirnar gæta sín sjálfar.

Chesterfield lávarður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég hvað þú gerir þegar að innritun í flug er um að ræða, kannski er bros bara nóg! En ég er viss um að þú hefðir ekki komist með 100 kg. á milli Eg. og Rvk. hvað þá frá Kefl. til Köben á þessum flugleiðum er það nefnilega einokunarfyrirtækið Flugfélag Íslands/Icelandair sem ræður!

Eg. (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 19:24

2 identicon

Einmitt, ég er sammála Elmu. Ég lenti nefnilega í þeim á Reykjavíkurvelli síðast bara með eina tösku fyrir okkur  mæðgurnar,hún var rétt yfir 20 kg og ég þurfti að borga sekt og fara með hana í fraktina. :( Pælið í því.

Júlía Dröfn (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 22:13

3 identicon

Get ímyndað mér að það hafi verið gott að komast heim, komast í rútínuna og byrja að lesa skólabækurnar

Smill (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 08:54

4 identicon

Hæ Úrsula mundi að þú sagðist vera frá Neskaupsstað svo ég fór til BESTUSTU vinahjóna minna og spurði konuna hvort það gæti verið að maðurinn hennar kannaðist við þig þar sem hann er jú frá Neskaupsstað hún hélt það nú minnti meir að segja að þið hefðuð verið nágrannar. Hann var náttúrulega á sjó svo ég á eftir að fá þetta nákvæmlega á hreint en hann heitir Siggi Konn kannastu eitthvað við hann????

Gott að þú ert komin heim til þín svo lærdómurinn getur tekið við oh my hvað það verður mikið að gera hjá okkur

Jæja best að fara að læra. Kveðja Hulda úr eyjum

Hulda úr E-hópnum fræga (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 21:10

5 Smámynd: Úrsúla Manda

Blessuð Hulda... Já við Siggi vorum sko nágrannar og foreldrar hans búa enn við hliðina á mömmu og pabba Fyndið hvað heimurinn er lítill! Jesús minn já það verður sko nóg að gera, óhætt að segja það!!

Nei ég hefði örugglega ekki komist upp með 1oo kílóin nema á Eg.

Úrsúla Manda , 3.9.2007 kl. 21:16

6 identicon

Já þessir Héraðsbúar geta nefnilega verið ágætir

Heiða Árna (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 10:53

7 identicon

Vertu velkomin heim, yfir hafið...... það er alltaf svo gott að komast í sitt eigið og hefja rútínuna á ný þó svo að það sé yndislegt að komast HEIM til Íslands líka.

Gangi þér vel í skólanum og öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

Svanfríður

Svanfríður (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 02:49

8 identicon

Vá já hver nema þú gætir brosað þig út úr 100 kg. yfirvikt.. allavega gat ég það ekki.. lenti í því þegar ég var að flytja aftur heim frá Sviss, var með allt of mikið í töskunni, átti að borga einhvern 50. þ. kall, svo ég sagði við konuna að ég ætlaði að finna út úr því hvað ætti að fara með og hvað ætti að vera eftir. Nema hvað ég var of sein þannig að ég þurfti að labba með allar töskurnar um borð í fluglvélina þannig að auðvita tók ég bara allt með mér.. hehe og borgaði ekki krónu... heheeh

Díana Dögg (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband