6.9.2007 | 08:59
Aðlögun
Það er bara búið að ganga vel í aðlöguninni með Ingibjörgu. Hún er eiginlega algjör hetja í mínum augum! Ég var með henni bæði mánudag og þriðjudag en fór klukkutíma í burtu í gær. Hún var auðvitað ekki sátt við að ég skyldi fara en hætti að gráta um leið og ég var farin úr augsýn. Í morgun grét hún ekki einu sinni þegar ég fór, bara kyssti mig bless og allt í góðu!! Mikið er ég glöð. Hún á að borða með þeim í dag og ég sæki hana um 12 leytið. Svo það er bara gleði framundan hjá dömunni... vonandi.
Annars er bara allt fínt að frétta. Nóg að gera í náminu, en ég hlakka til í næstu viku þegar ég fæ nægan tíma til að einbeita mér að þessu. Svolítið óþægilegt að ætla að læra með Ingibjörgu heima. Maður nær ekki alveg að fókusa á efnið, eða mér gengur það allavega illa.
Sennilega róleg helgi framundan hjá okkur, ætlum reyndar að fara í dýragarðinn. Hlakka til, langt síðan við höfum verið þar.
Jæja, ætla í búðina áður en ég sæki stelpuna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Gott að heyra. Já stundum heldur maður að maður sé ómissandi! Bið að heilsa frændum ykkar í dýragarðinum.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 6.9.2007 kl. 10:43
Dugleg stelpa hún Ingibjörg, eins og mamman.
Vonandi gengur námið vel.
Bestu kveðjur, Svanfríður.
Svanfríður (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.