Leita í fréttum mbl.is

Fatnaður

Sept 029Hér er mynd af rófunni minni með selinn sinn, sem hún hefur tekið ástfóstri við síðan við komum út. Sjáið þið eitthvað athugavert við myndina? Eitthvað öðruvísi en vant er að vera? Jú ég skal segja ykkur hvað það er... Ingibjörg er ekki í NEINU bleiku!! Við erum að tala um að hún er ekki einu sinni í bleikum sokkum og það er ekki neitt bleikt í bolnum hennar! þetta verða eiginlega að teljast tíðindi hjá móðurinni. Ingibjörg hefur ekki verið kölluð "bleika barnið" fyrir ekki neitt!! Grin

Í dag fórum við Heimir enn aðra Fields ferðina og aftur endaði ég í H&M (en ekki hvar?) Markmið ferðarinnar var sem sagt að kaupa boli á dömuna því hún er nánast vaxinn upp úr öllu sem hún á. Hún er á svo skemmtilegu skeiði núna (eða þannig) að hún er á milli númera. Að ofan er í hún í 98, en að neðan 92. Hún er svo grönn að buxur nr. 98 haldast ekki upp um hana. En já smá útúrdúr... ég lagði sem sagt af stað með það í farteskinu að kaupa EKKI bleika boli! Og viti menn, ég kom heim með þrenna nýja boli, einn ljósbláan - þann lit hefur hún aldrei átt, einn brúnan með bleikum röndum (að vísu) og einn fjólubláan! Ég var hins vegar áður en ég vissi af, komin með tvo bleika í hendurnar, sem ég fór svo og skilaði og reyndi að innprenta það enn og aftur í hausinn á mér,  að hún þyrfti ekki endilega að vera í bleiku! Haldiðið að ég sé eðlileg?! Errm

Finnst þó vanta núna í H&M almennilegar stelpubuxur. Eitthvað annað en gallabuxur er ég að meina. Fann engar almennilegar. Fann ekki heldur nein náttföt, ekki í hennar stærð og ekki heldur sokkabuxur! Hvað er málið með það?! Vantaði algjörlega stærð 92-98, bæði til 86-92 og 98-104! Ekki alveg að gera sig! Reyndar er spurning að prufa aðra H&M verslun, stundum eru ekkert alveg sömu vörurnar í hverri búð. 

En nóg af þessum fatapælingum. 

Ingibjörg átti erfiðan dag í leikskólanum. Grét þegar ég fór, grét þegar hún átti að fara að borða og át bara nokkrar rúsínur og grét þegar hún átti að leggja sig. Ekki skemmtilegt! Svo var hún sofandi þegar ég kom kl. 2 að sækja hana og var allt í lagi þegar ég vakti hana. Vonandi er þetta bara svona smá bakslag og hún hristir þetta af sér. Tekur bara sinn tíma. Á morgun á ég aftur að sækja hana kl. 2 og á miðvikudag verður hún til 3. þetta kemur allt saman...

Gullkorn dagsins:

Daginn, sem þú komst í heiminn, gréstu en ástvinir þínir glöddust. Lifðu þannig að daginn, sem þú kveður, gráti ástvinir þínir en þú sért sjálfur glaður.

Sören Kirkegaard 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klapp fyrir þér og ekkibleiku fötunum. Það er samt hellings mál að finna "ekkibleik" föt finnst mér. Það er bókstaflega allt bleikt upp að vissum aldri. Fólk talar enn um LK einmitt sem bleika barnið en samt er hún nú sjaldnast orðið í bleiku...enda komin á pre-teen tímabil.

Smill (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 22:45

2 identicon

Þegar Hólmfríður var spurð hvað hún vildi í 4 ára afmælisgjöf sagði hún, ég vil ekki neitt bleikt ég á of mikið bleikt :)  En það er nú bara þannig að flottustu stelpufötin eru alltaf bleik.

Júlía Rós (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 07:53

3 identicon

Já þetta er alveg ótrúlegt með bleik föt á þessar pæjur. Ég sendi Elvar um daginn í Hagkaup og bað hann að kaupa 2 nýjar buxur á litlu dömuna og þær máttu alls ekki vera bleikaren hvað haldi þið, hann kom heim með 2 bleikar og sætar buxur. Ef maður vill ekki að litlu krílin gangi í gallabuxum( þá er ég að tala um 6 mán.) þá er ekki hægt að fá annað en bleikar buxur. ohhh

Vonandi á Ingibjörg betri daga núna á næstunni. Það kemur oft bakslag hjá þeim, þegar þau fatta það að þetta var ekki bara smá leiktími sem þau fengu, heldur er þetta áframhaldandi. En svo áttar hún sig á því að mamma kemur ALLLTAF aftur

kv.Guðlaug

Guðlaug (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 13:54

4 identicon

Sæl gamla mín og takk fyrir síðast. Gaman að skoða bloggið þitt, vona að allt gangi ykkur í haginn. Kveðja úr innkaupunum

Þorgerður (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband