22.9.2007 | 22:18
Ísland
Já eftir viku verð ég komin til Íslands. Fer á laugardaginn og kem svo út aftur viku seinna. Er að koma í staðlotu nr. 2 á þessari önn en staðlotan er frá 1.-5.okt. Ég mun verða í góðu yfirlæti í Vogunum hjá Júlíu Rós og Hermanni. Hef hugsað mér að vera ekki eins og útspýtt hundskinn um allar trissur eins og ég var í síðustu ferð. Ætla að hitta Heiðu mín, eyða einum degi með Sigurlaugu og segja það svo bara gott. Jú svo mun auðvitað verða huggulegt kvöld með þeim systrum Júlíu og Kristjönu... vonandi allavega.
Það er nóg að gera í skólanum. Stanslaus verkefnaskil og það verður nóg núna næstu viku, fyrir staðlotuna. Gleymdi reyndar að segja ykkur, að ég skilaði fyrsta verkefninu í KHÍ um daginn og fékk 9,5!! Hoppaði hæð mína, því ég var svo viss um að ég fengi 6 og þyrfti að gera það aftur. Held ég geti alveg þakkað honum Smára Geirssyni fyrir alla þá kennslu sem hann kenndi mér í sambandi við ritgerðir og ritgerðasmíð. Smári er auðvitað einn besti kennari sem fyrirfinnst. Alveg frábær... "Er þetta sæmilega skýrt?" Nú er ég á fullu að gera Hugarkort sem ég á að skila á morgun. Þetta geri ég í gegnum forrit sem heitir MindManager. Alveg hrikalega skemmtilegt. Þetta gengur hinsvegar frekar hægt hjá mér því ég gjörsamlega gleymi mér í allskonar fítusum og er stanslaust að breyta útlitinu! En ég hef tíma til miðnættis á morgun.
Annars er ég eiginlega búin að vera að hugsa um jólakort síðan eftir síðustu færslu. Hlakka mikið til að fara að skrifa þau. Sjálfsagt verður nóg að gera í skólanum og því öllu saman, en fyrr frysi í víti en að ég myndi klikka á jólakortum! Elska jólakort. Er búin að vera að velta því fyrir mér undanfarin 2 ár allavega, hvort ég gæti beðið með að opna jólakortin, semsagt ekki að rífa þau upp um leið og þau kom í hús. Er farin að velta þessu aftur fyrir mér. Hvort ég geti það þessi jól... held samt ekki.
Það er lyfta hér í húsinu. Guði sé lof, þar sem við búum uppi á næstefstu hæð. Ég er svo oft að hugsa, þar sem ég stend og bíð eftir lyftunni, hvað ég myndi gera ef það skyldi nú hanga manneskja niður úr loftinu þegar lyftudyrnar opnast! Merkilegt hvað manni dettur oft í hug. Ég hlýt að hafa séð þetta einhvern tímann í bíómynd. þetta truflar mig... þegar ég vann í Egilsbúð hér í denn, þá þorði ég aldrei að fara út með ruslið. Var svo viss um að það væri eitthvað ofan í gámnum, eins og rotta eða lík!! Yfirleitt fékk ég nú Sigurjón Gísla til að fara með ruslið út fyrir mig, en þegar hann var farinn að neita, reyndi ég við fleiri. Út með ruslið fór ég ekki! Það var líka ekkert grín að vera að vinna með Bigga eftir að hann fékk nasaþef af þessari hræðslu minni, honum hefði verið trúandi til alls.
Ingibjörg er lasin. Á fimmtudeginum var ég einmitt að hugsa um að nú væri hún búin að vera í þrjár vikur á leikskólanum og ekkert orðið lasin, svona fyrir utan kvef. Svo kom það auðvitað. Greyið, hún var hundlasin í gær, með bullandi hita en mun hressari í dag. Vonandi verður allt í góðu á morgun, svo hún komist á leikskólann á mánudaginn.
Guðlaug mín, til hamingju með flutninginn
Gullkorn dagsins:
Grimmdin er ævinlega merki um ástríður og ótaminn hug. Hún er merki þekkingarskorts og manndómsleysis.
Pálmi Hannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér með hann Smára, því þegar ég byrja í Háskólanum þá kom það mér merkilega á óvart hvað fólk var lélegt í ritgerðarsmíðum og frágangi á ritgerð. Hvað varðar heimildarritgerðir, tilvitnanir og frágang heimildarskrár.
Ég þakka Smára alfarið fyrir þessa þekkingu.
Díana Dögg Víglundsdóttir, 23.9.2007 kl. 16:12
hahaha mikið er ég sammála þessu með Smára. Alveg klárlega einn besti kennari sem ég man eftir. Hann er líka þeim einstaka hæfileika gæddur að geta látið mann fá áhuga á efni sem alls ekki er áhugavert. Magnað. Hló upphátt þegar ég var að lesa það sem þú skrifaðir um Egilsbúð og Bigga. Man þetta eins og það hafi gerst í gær. Einnig er mér mjög minnistætt þegar Biggi spurði þig einu sinni hvort þú gætir ekki útvegað honum "cellulite killer" var á þeim tíma sem þú varst líka að vinna í apótekinu. Algjörlega óborganlegur svipurinn á þér ;)
Þoka (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 16:28
Já Smári er alveg frábær!
Ég man líka þegar hann bað um cellulite killerið! Ég gaf honum svo prufur að Anti-Capitone cellulite kreminu frá Clarins, næst þegar hann kom í apótekið :) Gleymi því ekki heldur þegar hann sagði mér grafalvarlegur að það væru ormar í pizzudeiginu, því mér fannst deigið svo gott hrátt :)
Úrsúla Manda , 23.9.2007 kl. 20:15
Þið eruð frábærar stelpur og þó að Smári hafi aldrei kennt mér í skóla hefur hann kennt mér margt gott. Hann er frábær
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.9.2007 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.