Leita í fréttum mbl.is

Rigning

Í gær var 25 stiga hiti og sól og blíða, það var alveg draumaveður! Í dag er hinsvegar rigning og 15 stiga hiti. Ég sem hélt að sumarið væri bara komið aftur. En það er reyndar búið að vera mjög ljúft veður í allt haust, og nú er bara að koma október. Já tíminn flýgur, sléttir 90 dagar til jóla Wink

Heimir er ekki í skólanum í dag, svo hann hjólaði með Ingibjörgu á leikskólann. Sem betur fer, ég veit ekkert leiðinlegra en að hjóla í rigningu! Hata það eiginlega! Ég verð alveg vitlaus í skapinu, þoli ekki að vera öll rennandi blaut og svo skítkalt þegar maður kemur inn! Ég á líka engar regnbuxur, bara efra stykkið. Verð að kaupa mér almennilegan regngalla, fann engan í Fields um daginn, spurning hvort ég finni þetta ekki bara heima á Íslandi. 

Já aðeins 4 dagar í brottför. Mig hlakkar til en kvíðir líka fyrir... eins og alltaf! það verður skrítið að skilja feðginin eftir í öðru landi! 

Jæja, ég ætla að stökkva í Super Brugsen og versla aðeins. það var svaka tilboð á sprittkertum og svo alveg risastór, geggjuð lukt á tilboði líka. Sé hana alveg fyrir mér hérna úti á svölum, svo ég hugsa að ég verði bara að kaupa hana Tounge Svo er bara stefnan tekin á lærdóminn, þarf að gera eitthvað viðbjóðslega leiðinlegt verkefni í efnisleit. Veit eiginlega ekki almennilega hvað það er sem ég á gera, en ég kemst að því.

Sept 196 Hér er Ingibjörg í rólegheitum í morgun, undir teppi með selinn sinn og alveg dáleidd að horfa á Disney show! Gerist bara ekki betra Smile

Gullkorn dagsins:

Takið kærleikann burt - og heimur okkar verður gröf.

Róbert Browning


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úúúúú....hlakka til að sjá þig

Smill (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 16:48

2 identicon

Hlakka meira til að sjá þig :)

Júlía Rós Atladóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 18:39

3 identicon

Fínt að hjóla í rigningu Manda,prufaðu það og þú sér ekkert eftir því.Keyptu svo sjógalla hjá °66 N og hafðu hann með þér út.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:39

4 Smámynd: Úrsúla Manda

Já Gunnar þú segir það... Sjógalla... er hann ekki bara til appelsínugulur? Ég vil ekki svoleiðis, það verður að vera réttur litur góði minn

Já stelpur, hlakka mest til að sjá ykkur!!!

Úrsúla Manda , 25.9.2007 kl. 20:50

5 identicon

Til í öllum litum,grænir meira að segja og hvítir líka.En ég myndi fá mér rauðan,þá myndu allir þarna í Denmark taka eftir því hvaða fallega kona er þar á ferð!!! Heldur þú þá ekki að baunarnir myndu ekki glápa úr sér augun,ha?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 00:36

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þú kaupir þér auðvitað HH - Helly Hansen. Í Færeyjum segja þeir að ef sjáist einhver í slíkum fatnaði sé það örugglega túrhestur.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 26.9.2007 kl. 10:20

7 Smámynd: Úrsúla Manda

Jiii Gunnar,  þú ert nú meiri...  ég roðna nú bara hérna megin sko Já ég þarf að skoða þetta mál. 

Ég á æðislega vetrarúlpu frá HH, en ég væri nú alveg til í að kaupa mér 66N regngalla... svona út á fólkið sem ég vinn hjá, tel það mjög sterkan leik

Úrsúla Manda , 26.9.2007 kl. 10:50

8 identicon

Já,auðvitað gerir þú það,kaupir 66N galla,ekki einhvern HH galla eins og Elma er að benda á.Þú ert engin túristi,þú verður flott í rauðum galla frá 66N og hana nú............

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband