Leita í fréttum mbl.is

Mamman

Ég varð að setja þetta hérna, fékk þetta frá einni vinkonu minni. Algjör snilld Grin

 

SKOÐANIR BARNA Á MÖMMUM

-Hvers vegna bjó Guð til mömmur?

Hún er sú eina sem veit hvar plásturinn er geymdur.

Aðallega til að þrífa húsið.

Til að hjálpa okkur að fæðast.

 

-Hvernig bjó Guð til mömmur?

Hann notaði súlu svona eins og er í okkur flestum.

Töfraefni og fullt af garni.

Guð bjó til mömmu alveg eins og mig bara með stærri hlutum.

 

Úr hverju eru mömmur búnar til?

Guð bjó til mömmur úr skýjum, englahári og öllu góðu í heiminum og pínu slæmu.

Það varð að byrja með rifbeini úr manninum og svo fullt af garni held ég.

 

-Af hverju gaf Guð þér þína mömmu en ekki einhverja aðra mömmu?

Við erum skyld!!

Guð vissi að henni líkaði miklu betur við mig en annarra manna mömmum.

 

-Hvernig var mamma þín þegar hún var lítil stelpa?

Mamma var alltaf mamma mín og ekkert annað bull!!!

Ég veit það ekki af því ég var ekki þar, en held hún hafi verið ansi stjórnsöm.

Þeir segja að hún hafi verið nokkuð þæg!

 

-Hvað þurfti mamma þín að vita um pabba þinn áður en þau giftust?

Eftirnafnið hans.

Hún þurfti að vita um fortíðina hans, ef hann var þjófur.  

Eða hvort hann var fullur af bjór.

Hvort hann átti milljón!

Hvort hann sagði NEI við eiturlyfjum og JÁ við heimilisstörfum.

 

-Af hverju giftist mamma þín pabba þínum?

Pabbi býr til heimsins besta spaghettí og mamma borðar mikið!

Hún varð of gömul til að gera eitthvað annað við hann!

Amma segir að mamma hafi ekki hugsað ....

 

-Hver ræður heima hjá þér?

Mamma vill ekki ráða en pabbi gerir svo mikið bull og vitleysu.

Mamma, maður sér það þegar hún ætlar að gá hvort ég sé búin að taka til. Hún sér það sem  ég faldi undir rúminu.

Ég held að það sé mamma en bara af því að hún hefur miklu meira að gera en pabbi.

 

-Hver er munurinn á mömmum og pöbbum?

Mamma vinnur í vinnunni og vinnur heima pabbi vinnur bara í vinnunni.

Mömmur kunna að tala við kennara án þess að hræða þá, og þú þarft að spyrja hana hvort þú megir sofa hjá vinum þínum...

 

-Hvað gerir mamma þegar hún á frí?

Mömmur fá ekki frí !!!

Hún segist þurfa að borga reikninga allan daginn.

 

-Hvað þarf mamma þín til að vera fullkomin?

Að innan er hún fullkomin að utan, ég held, kannski lýtaaðgerð.

Megrunarkúr.

Þú veist, hárið.  Kannski lita það blátt.

 

-Ef þú ættir að breyta einhverju við mömmu þína hvað væri það?

Hún er búin að ákveða að herbergið mitt eigi að vera hreint.  Ég mundi breyta því.

Ég mundi gera hana klárari. Þá mundi hún vita að það var systir mín sem gerði það en ekki ég.

Ég vildi óska að hún hefði ekki augu í hnakkanum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

-Hver ræður heima hjá þér?

Mamma vill ekki ráða en pabbi gerir svo mikið bull og vitleysu.

Snilld!!

SigrúnSveitó, 26.9.2007 kl. 11:43

2 identicon

Púff...eins gott að enginn fari að spurja LK svona

Smill (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:10

3 identicon

Ég ætla að leggja þessar spurningar fyrir Hólmfríði í kvöld :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 15:17

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Skemmtileg svör, en þið vitið að Guð skapaði ömmurnar af því að mömmurnar hafa svo mikið að gera!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 26.9.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband