29.9.2007 | 15:51
Tilbúin
Má eiginlega segja að ég sé bara tilbúin til brottfarar. Eina sem er eftir er að pakka tölvunni niður. Og þar sem ég veit að þið eruð ægilega spennt að vita hvernig farangurinn er, þá er ég með innan við 20 kg!! Best að endurtaka þetta... INNAN VIÐ 20KG!! Mitt dót er bara hálf taskan og restin eru gjafir. Ég veit hinsvegar að ég verð með yfirvigt þegar ég kem tilbaka. Fiskur og hreindýr eru víst ekki mjög létt. En isss þetta reddast allt saman
Er auðvitað komin með í magann yfir að kveðja þau feðginin, en svoleiðis er það bara. Lítið hægt að gera í því annað enn að gráta
En jæja, ég ætla að fara að laga matinn. Ætla að gera góða kjúklingaréttinn með púðursykrinum og því, en við erum gjörsamlega með æði fyrir honum. Borðum öll á okkur gat (göt) af þessum mat.
Ég kveð í bili, og læt "heyra" í mér frá Íslandinu góða. Farvel!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Humm. Forvitnilegur réttur. Ekki getur þú látið uppskriftina fylgja svona næst þegar þú mátt vera að ?
Þoka (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 17:07
Góða ferð:-) Kjúllinn hljómar vel, endilega skelltu inn uppskriftinni við tækifæri (má ekki vera flókinn ;-)).
Þóra Matthildur (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.