Leita í fréttum mbl.is

Ísland - fagra Ísland

Ég ligg hér uppi í rúmi í Vogunum með tölvuna mína. það væsir sko ekki um mann hérna. Kveðjustund og flugferð gengu vel. Ingibjörg var svo dugleg, grét ekkert, bara knúsaði og kyssti mig nokkrum sinnum og vinkaði mér svo bless. Guði sé lof, veit ekki hvað ég hefði gert ef hún hefði látið öllum illum látum. (Jú sennilega hætt við!) Svo þetta auðveldaði kveðjustundina mikið. Ég talaði svo við hana í morgun og var hún bara hin hressasta. Heimir sagði að hún hefði verið að spyrja um mig, og segði svo: mamma úti Smile Vonandi gengur þetta svona vel út vikuna.

Já kjúklingarétturinn stelpur. Hann er sko mjög einfaldur skal ég ykkur segja. Ég fékk þessa uppskrift í sumar hjá einni sem vinnur á sjúkrahúsinu. Ég hafði aldrei heyrt um þennan rétt, en allir aðrir virtust kannast við hann, þannig að kannski er þetta bara gamall réttur fyrir ykkur Smile En hér er uppskriftin:

50g smjörlíki (ég set alltaf aðeins meira)
200g brúnn púðursykur
2dl apríkósumarmelaði
2dl barbeque sósa (venjuleg)
1 peli rjómi

Þetta er allt brætt saman í potti, leyfa þessu aðeins að malla svo að marmelaðið leysist vel upp. Nú svo er kjúklingurinn. Ég sker niður kjúklingabringur, léttsteiki þær á pönnu, set þær svo í eldfast mót og helli gumsinu yfir og inn í ofn í ca. 30-45  mín. Og þar sem ég elska ost, þá finnst mér æði að setja ost yfir þetta Tounge bara gott!! Svo er auðvitað líka hægt að rífa utan af heilum steiktum kjúkling. Mér finnst bringurnar bara svo rosalega góðar í þetta, og þær eru auðvitað nánast gefins í Danmörku.

Með þessu borðum við alltaf hrísgrjón og Avocado salat. Uppskriftin af því er:

1 avocado skorinn í bita
2 tómatar skornir í bita
Rauðlaukur eftir smekk
Safi úr hálfri sítrónu
Í lokin er svo settur fetaostur og smá af olíunni af honum, ásamt slettu af Balsamic olíu.
þetta er alveg rosalega gott og ferskt salat og passar vel með þessum rétti. Bon Appetit Wink

Læt þetta gott heita í bili. Skóli á morgun, reyndar ekki fyrr en klukkan 10:30, ljúft. Byrjar á kynningu á kjörsviðunum. Núna hinsvegar ætla ég að reyna að læra smá og leggja mig svo... maður hefur það sko ljúft á sunnudegi hér í sveitinni Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þú ert dugleg úrsúla bara búin að elda þennan rétt oft... ég er bara búin að ná að elda hann einu sinni.. gott að þú settir uppskriftina á netið ég var nefnilega búin að gleyma uppskriftinni af honum... en segðu mér eitt.. vaknar þú á nóttunni til að klára restina af réttinum eins og sumir af því hann ef svo góður?

 Gangi þér vel í skólanum. k.kv.

Salný (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 13:17

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Já Salný, við féllum bara alveg fyrir þessum rétti og borðum hann eiginlega einu sinni í viku! Og nei ég vakna ekki á næturnar til að klára hann, en ég er líka ekki í sama ástandi og sú kona  

Takk fyrir það!

Úrsúla Manda , 30.9.2007 kl. 15:30

3 identicon

mmm þetta hljómar mjög vel. Ætla að prófa þetta við tækifæri og gefa Valdimari eldunarfrí:) Gangi þér vel í skólanum.

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 20:59

4 identicon

Já ljúft að það sé ekki skóli fyrr en klukkan 10:30, samt ertu dregin á lappir klukkan 6 :) Eigðu góðan dag!

Júlía Rós (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 08:08

5 identicon

Hæ hæ 

Varð bara að skrifa hjá þér var að koma af tónleikum með Stebba og Eyfa í Kirkjunni okkar.. úff það féllu nokkur tár hugsaði mikið til þín. Þú rúllar þessum skóla upp stelpa :O)  Gangi þér vel.

Kveðja að austan 

Sigga Magga (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 23:40

6 identicon

Hæ skólapæja.

Komst ekki á tónleikana, en frétti að þeir hefðu verið æði

Gangi þér ofsalega vel í skólanum

Þessi kjúklingaréttur hljómar algjört nammmmmmmi.

kv. úr sveitinni. 

Guðlaug (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 08:56

7 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Af því að þú misstir af Stebba og Eyfa þá ferðu bara á Queen showið á Players.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.10.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband