3.10.2007 | 23:16
Nóg að gera
Og ég er enn eina ferðina komin upp í rúm hérna "heima" í Vogunum... fínt að skrifa fréttir úr rúminu Mér líður alveg dásamlega hérna hjá þeim hjónum. Held reyndar að það sé einstaklega góður andi í húsinu, ég sef bara eins og steinn allar nætur og líður mjög vel.
Annars gengur allt vel og voða gaman í skólanum. það var ferlega skemmtilegt að hitta allar stelpurnar úr hópi E aftur. Ótrúlega góður hópur sem ég lenti í. Svo maður segi nú bara eins og fegurðardrottningarnar: Við erum allar rosalega góðar vinkonur
Gengur líka vel hjá feðginunum í Danmörku. Að vísu eru þau bæði lasin í dag, en Ingibjörg var öll að hressast síðast þegar ég talaði við þau. Heimir held ég, að sé bara lasinn af söknuði Honum finnst þetta bara alveg ferlegt að hafa mig ekki heima, en það styttist nú óðum í heimkomu mína.
Ég er nú búin að bralla ýmislegt síðustu daga. Á mánudeginum fór ég mat til Heiðu minnar og hafði það huggulegt með þeim. Gærdeginum eyddi ég svo með þeim systrum Júlíu Rós og Kristjönu. Alltaf jafn skemmtilegt. Við kíktum í búðir og fengum okkur svo að borða á Red Chilli. Já ótrúlegt en satt, það var ekki Ítalía! Gott að hvíla sig aðeins á henni. Í dag fór ég bara beint heim eftir skólann. Júlía eldaði voða góðan mat og við erum búin að hafa það notalegt fyrir framan sjónvarpið að borða Hraun og Kókosbollur! Ægilega gott!
Við vorum að horfa á fyrstu tvo þættina af Næturvaktinni. Ég hef aldrei séð þessa þætti, bara heyrt talað um þá. En það sem ég er ekki búin að hlæja! Finnst þeir alveg drepfyndnir þeir félagar þarna. Horfði líka á Tekinn og hélt ég myndi pissa á mig úr hlátri þegar þeir tóku Valtýr Björn í gegn!! Jeminn einasti... "Ertu að gráta litli karl?!" Og um að gera að vera svolítið viðkvæmur fyrir stærðinni... "Tittur!" Ó þetta var fyndið!
Finnst ekki gaman að hafa misst af Stebba og Eyfa heima í kirkjunni! Mikið hefði ég viljað sjá þá. Takk Sigga fyrir að hugsa til mín Já og svo er trúbadorhátíð heima um helgina. Hef nú ekki haft mikinn áhuga á henni hingað til, en núna er loksins eitthvað fyrir mig, Einar Ágúst og fleiri sem ég myndi vilja sjá!! Týbískt.
Jæja, ég ætla að fara að sofa. Er búin um hádegi á morgun og ætla þá að kíkja á Heiðu og eyða svo deginum með Sigurlaugu... sem b.t.w. á afmæli í dag!! Til lukku stelpa Við förum sjálfsagt í góðan verslunarleiðangur og borðum svo eitthvað gott. Hlakka til!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Takk fyrir kveðjuna og takk fyrir daginn....alltaf svo gaman að hitta þig
Smill (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 17:03
Æðislegt Þetta með fegurðardrottningarnar!! en er sko alveg sammála þessu
Takk fyrir síðast og vonandi gengur heimferðin vel.
Kv. Kolla í E- hóp
Kolla (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.