7.10.2007 | 22:58
Heima er best
Mikið er nú gott að vera komin heim, það var sko alveg yndislegt að hitta feðginin á flugvellinum. Ferðin gekk vel, við Áslaug vorum samferða svo tíminn flaug áfram. Annars var ég með 20 kg í yfirvigt. Jájá, matartaskan var 13 kg, hreindýr, fiskur, fiskibollur og svo allt þetta góða íslenska. En svona ykkur að segja þá slapp ég í gegn Veit ekki hvað skal segja... Heimir sagðist héðan í frá bara ætla að þegja og láta mig um þessa yfirvigt
Er byrjuð á Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann. Ferlega góð. Fékk hana lánaða hjá Júlíu Rós ásamt Slóð fiðrildanna. Keypti mér svo Skíðaferðina eftir Emmanuel Carrére á vellinum. Þórey mælti með henni, en ég hef aldrei þorað að lesa hana. Keypti hana núna svo ég ætla að láta verða að því.
ANnars ætlaði ég bara rétt að láta vita af mér. Ein mynd af okkur mæðgum í lokin á flugvellinum í gærkvöldi. Ingibjörg komin í nýju kerruna sína og er sko alveg hæstánægð með hana. Ég fattaði svo í morgun að ég steingleymdi að kaupa svona regnhlíf yfir kerruna. Verð að redda því.
Ætla upp í rúm að lesa! Góða nótt.
Gullkorn dagsins:
Þú spyrð mig ef til vill hvort sé gott eða vont að vera maður. Veistu hverju ég svara? Ég segi já!
Ólafur Duun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Ooo.. múslan, svooo fín í nýju kerrunni. Ertu ekki orðin klár í að pakka henni saman
Smill (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 13:51
Það má samt ekki gleyma blogginu þó það sé best að vera heima :)
Júlía Rós Atladóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:49
Kkkkkkkooooooooma svoooooo :)
Júlía Rós (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.