15.10.2007 | 21:57
Letiiii
Ekkert búið að hrjá mig annað en leti síðan ég kom heim. Samt bara leti varðandi bloggið Nú er Júlía Rós hinsvegar búin að hvetja mig svo mikið, að ég bara varð að spýta í lófana og byrja aftur! So let the show begin
Allt fínt að frétta. Ingibjörg er svo ánægð á leikskólanum að það er alveg yndislegt. Hún kveður mann með kossi og bros á vör, og tekur eins á móti manni. Mér líður vel, fyrst henni líður vel. Skiptir öllu! Ómögulegt að vita af barninu óánægðu því þá er maður sífellt að velta sér uppúr því. En ég þarf þess ekki... sem betur fer!
Heimir er búinn að vera lasinn í tvær vikur! Hann var kominn með sýkingu í ennis- og kinnholurnar, lufsaðist loksins til læknis og fékk penicillin og er nú allur að hressast. Það er haustfrí þessa vikuna svo hann er ekkert í skólanum. Við ætlum nú bara að hafa það náðugt, gefa Ingibjörgu frí á leikskólanum á fimmtudaginn og skella okkur í dýragarðinn. Hún er enn að tala um síðustu dýragarðsferð, og minnist reglulega á stóru fílana og apana. Þá aðallega hvað það var vond lykt inni hjá öpunum eiginlega bara fyndið þegar hún er að lýsa því. Slær hendinni framhjá nefinu á sér, fussar og segir: Ufff lykt apa!
Líana og Udo eru að koma á morgun. Þau stoppa reyndar stutt, gista á hóteli eina nótt og fara aftur á miðvikudag. Eru bara í smá heimsókn með vinafólki sínu. Við ætlum auðvitað að hittast og förum út að borða annaðkvöld á Bryggeriet. Við frænkur erum svo að spá í að eiga smá stund bara tvær á miðvikudeginum. Finna okkur eitthvað til dundurs. Hlakka til.
Gullkorn dagsins:
Auðvelt er að gera við rifna úlpu barnsins þíns en hvöss orð rífa sundur hjarta þess.
Longfellow
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Ahh gott að fá blogg, flott gullkornið.
Júlía Rós (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 08:01
Hæ hæ.
Já sammála Júlíu með gullkornið
Gott að heyra hvað daman er ánægð á leikskólanum, það munar öllu.
Söknum ykkar úr sveitinni
Guðlaug (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.