16.10.2007 | 22:25
Heim um jólin
Erum búin að bóka flug heim um jólin! Förum 16. des og austur 17. Erum aðeins að vesenast hvenær við ætlum suður aftur. Heimir fer út 6. jan og við Ingibjörg 13. jan. Ég fer í staðlotu 7.-11. jan og þá verður Ingibjörg eftir fyrir austan. Við Heimir erum hinsvegar að spá hvort við ættum að fljúga saman suður 4. jan og eiga bara næs helgi tvö fyrir sunnan. Erum að reyna að plana þetta, er að vesenast með hvar við ættum að vera og annað. Það kemur í ljós. Finnst bara draumur að vera búin að kaupa miða! Fljúgum með Icelandair, en þeir bjóða fínt yfirvigtartilboð um jólin 15 kg yfirvigt á mann og einnig ef flogið er áfram innanlands með Flugfélaginu. Við ættum því að mega vera með 105 kg allt í allt! Og það er svona það sem ég er vön að ferðast með En já, ég er semsagt farin að velta yfirvigtinni fyrir mér... í október!
Hlakka orðið allverulega til jólanna. I know... Ekki batnaði það þegar ég fór í Jysk í dag að kaupa nýja sæng handa Ingibjörgu. Á móti mér tóku jólasveinar og annað jóladót! Æðislegt! Ég meira að segja keypti smá jóladót og kom heim alsæl. Heimir ranghvolfdi hinsvegar í sér augunum... veit ekki hvað hann átti við með því *hóst*! En þetta er víst eitt af því sem hann verður að sætta sig við ef hann ætlar að búa með mér alla sína ævi. So get use to it!! Ég þarf eiginlega að sitja á höndunum á mér að fara ekki niður í geymslu og sækja jóladótið. Mér finnst það reyndar ekkert of snemmt, væri alveg til í að nota næstu helgi í að skreyta og setja upp seríur. En ég ætla ekki að ganga alveg fram af Heimi. Spurning að bíða til 10. nóv.
Annars var kvöldið æðislegt! Fórum út að borða og svo í Tivolíið. Það er komið í Helloween búninginn, ferlega flott allt saman. Það var mikið gaman að hitta Líönu og Udo. Ingibjörg er svo rosalega hrifin af þeim að það er alveg yndislegt, því hún hefur nú ekki oft hitt þau. Hún var svo farin að hoppa á milli hinna hjónanna sem voru þeim og var alveg í essinu sínu. Ég er nú reyndar viss um að þetta er þýska taugin í henni... hún finnur á sér að þetta er alveg eðalfólk Hér er hún svo hjá Udo og Líönu. Veit ekki hvernig verður með morgundaginn, þau ætluðu að reyna að fara í síkjasiglingu og túristast eitthvað áður en þau leggja í hann aftur. En mikið er nú gaman að geta haft tækifæri til að hitta þau svona oft og jafnvel spontant. Þetta væri ekki hægt ef við værum á Íslandi. Sko, hér er einn kostur við að vera í Danmörku Við ætlum svo að reyna að finna einhvern tíma á næsta ári til að fara til þeirra. Það er alltaf verið að bjóða hræódýr flugfargjöld til Basel í Sviss, og það er aðeins í hálftíma fjarlægð frá Opfingen. Gaman, gaman.
Gullkorn dagsins:
Maður er þá fyrst vel kvæntur þegar hann skilur hver orð sem kona hans segir - áður en hún hefur sagt nokkuð.
Alfreð Hitchcock
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Veistu Úrsúla-að þú ert svo glaður persónuleiki að þú ert smitandi:)
Haltu áfram að vera þú en ef að þú setur jólaskrautið upp í júní þá kem ég til þín og tek það niður
Svanfríður (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 01:23
Já þetta var skemmtilegt blogg! Ég er líka komin í mikið jólaskap, við ætlum að fara að kaupa jólagjafir um helgina, byrjum í nýju dótabúðinni Toy´s for us (held ég að hún heiti). Bara 2 mánuðir til jóla!
Þú veist að ykkur er ávallt velkomið að gista hjá okkur!!
Júlía Rós (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 08:23
Þú að tala um yfirvigt!!! Þú ert ekkert betri en Þórey Péturs eða hvað Manda?
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.