17.10.2007 | 21:23
Rigning
Ég vígði regngallann minn í morgun þegar ég hjólaði með Ingibjörgu á leikskólann. Tók mig bara vel út á hjólinu í turkís lituðum gallanum Góður plús að ég varð ekki brjáluð í skapinu, enda alveg þurr innan undir gallanum! Böggar mig allsvakalega að krakkarnir á leikskólanum skuli ekki fara út þó það sé rigning. Eins og í dag. Það var ekkert að veðri, það var hlýtt, enginn vindur, aðeins rigning. Og ekki einu sinni mígandi. Svo þegar Heimir sótti hana seinnipartinn þá voru þau enn inni, og það hafði stytt upp um hádegi!! Arghhh, hvað ég þoli þetta illa. Pottþétt bara leti í þeim að nenna ekki að galla krakkana í og úr pollagöllunum.
Hún Bryndís Zoega bekkjarsystir mín er afmælisbarn dagsins, hún er semsagt orðin þrítug! Til hamingju mín kæra, ef þú lest þetta
Gullkorn dagsins:
Takið kærleikann burt - og heimur okkar verður gröf.
Róbert Browning
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Ljótt að heyra að krakkarnir séu ekki settir út þegar veðrið er pínu leiðinlegt. Um daginn ringdi svo mikið hér í Reykjavík að starfsfólkið var farið að ausa úr drullupollum þar sem það var hrætt um að börnin gætu druknað - en allir skyldu út
Steinunn Þóra (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:31
Já ég fylgist sko reglulega með blogginu þínu. Takk fyrir mig. Kveðja, Bryndís.
Bryndís (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 08:51
Ha? fara þau ekki út í rigningu?? Það væri þá alveg eins hægt að sleppa görðunum við leikskólana hér, því hér er barasta alltaf blautt. Ég myndi kvarta...ekki spurning Segðu þeim bara að kaupa sér sænskan didriksson....
Smill (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 09:58
Já nákvæmlega, krakkar hafa bara gott af því að vera úti, hvort sem það er rigining eða snjókoma!
Gaman að vita að þú fylgist með Bryndís :)
Úrsúla Manda , 18.10.2007 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.