Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur

Það var yndislegt veður þegar við vöknuðum í morgun svo ég hringdi á leikskólann og gaf Ingibjörgu frí. Við tókum okkur til og fórum í dýragarðinn. Mikið var gaman. Það er kominn flóðhestur og fékk hann glænýtt húsnæði, svaka flott. Og svo eru komin tígrisdýr, hjón með þrjú börn Smile Ferlega gaman. Fullt af fólki því það er jú haustfrí. Mjög fyndnir þessir Danir, þeir nesta sig alltaf. Alveg sama hvert þeir eru að fara eða hversu langt. Alltaf eru þeir með nesti! Ég er ekki ennþá dottin í þennan gír, ætli ég verði ekki orðin svona þegar við förum heim. Þá fer ég ekki yfir Oddskarðið nema með nesti Grin Mér finnst bara svo gaman að stoppa á veitingastað og fá mér að borða. En auðvitað er það dýrt ef maður er t.d. með þrjú börn... en samt svo gaman! Hér er ein mynd af Ingibjörgu með vinkonu sinni. Hún elskar þessar dverggeitur! Vill bara knúsa þær og kyssa. Og já, hún kyssti eina í dag sem kyssti hana á móti. Það var bara fyndið Okt 351LoL En finnst ykkur daman vera eitthvað bleik? Neinei bara smá *hósthóst-stendurímér*

Seinnipartinn komu Hrafnhildur, Andri Snær og Patrekur í kaffi. Alltaf gaman að fá þau í heimsókn. Ingibjörg er líka alveg sérstaklega hrifin af þeim frændum sínum, enda eru þeir yndislegir.

Og meira af veðri og leikskólanum. Sigurlaug, ég á eina sögu handa þér sem þú getur hneykslast yfir!! Einn daginn kom ég með Ingibjörgu í fínu veðri, milt, gott og skýjað. Þegar ég kom voru allir krakkarnir inni að leika. Ég spyr, eins og ég geri alltaf þegar þau eru inni, hvort þau séu ekki að fara út? Veistu hvaða svar ég fékk... "Nei það er spáð rigningu!!!" SPÁÐ rigningu?! Og nota bene þegar ég sótti dömuna þá höfðu þau ekkert farið út, OG það hafði EKKERT rignt allan daginn! Mér finnst þetta bara alveg með ólíkindum og þetta fer svaðalega í taugarnar á mér!

Gullkorn dagsins:

Talaðu ekki fjálglega um hraðann, dagarnir eru jafnlangir og fyrr.

Jón frá Pálmholti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMG!! 

Smill (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 20:30

2 identicon

Hvaðan færðu eiginlega þessi gullkorn? Frábært að sjá vitnað í Jón heitinn frá Pálmholti, þó svo að ég hafi nú ekki alltaf verið sammála karlinum.

Steinunn Þóra (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:15

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Steinunn, ég á bók sem heitir Gullkorn dagsin, fleyg orð og erindi. Þar er eitt gullkorn fyrir hvern dag. Ferlega skemmtileg. Elma gaf mér þessa bók þegar ég varð stúdent, árið 1998

Úrsúla Manda , 19.10.2007 kl. 20:13

4 identicon

mjög spes þetta með rigninguna og að fara ekki út, sérstaklega þar sem systir mín býr í DK og strákurinn hennar var hjá dagmömmu síðasta vetur og er nú á leikskóla og mér finnst á þeim að þau séu mjög oft úti, suma daga fara þau varla inn! þetta er kannski undanteking?!

annars þá biðja ég og hjúkkurnar mínar að heilsa ykkur:D

kveðja að norðan (úr rigningunni!) 

Baddý (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband