Leita í fréttum mbl.is

Hitt og þetta

Ég er búin með Ólaf Jóhann, Höll minninganna. Kláraði hana í nótt, gat ekki lagt hana frá mér svo ég var að lesa til 3. Þvílíkt góð bók! Skældi tvisvar yfir henni. Nú er ég byrjuð á Skíðaferðinni sem ég keypti mér á vellinum síðast. Líst nú bara þokkalega á hana, en mér líður ekki vel að lesa hana. Vorkenni stráknum frekar mikið. Næst á dagskránni er svo Slóð fiðrildanna eftir Ólaf. Var að spá í að lesa hana núna, en ákvað svo að kannski væri of mikið að lesa 3 bækur eftir hann í röð. En ég bíð spennt eftir að byrja á henni.

Annars áttum við mjög rólega helgi. Á sunnudeginum lágum við mæðgur uppí rúmi til hádegis að lesa. Ægilega notalegt.

Eldaði lasagna í kvöld. Best að taka það fram að ég hef aldrei búið til lasagna. Mér hefur samt alltaf fundist þetta gott, en einhverra hluta vegna ekki gert þetta. Þegar ég var í Vogunum eldaði Júlía Rós eitt kvöldið lasanga og ég ákvað að fylgjast með frá grunni. Er svo búin að gera þetta tvisvar síðan ég kom heim. Ægilega gott. Í fyrra skiptið notaði ég nautahakk en í kvöld ákvað ég að nota hreindýrahakkið sem við eigum jú nóg af! Eins og mér þykir nú hreindýrakjöt ljúffengt að þá get ég ekki sagt það sama um hakkið! Finn alltof mikið bragð af því... vont kjöt bragð. Ég er reyndar afar skeptísk á hakk yfir höfuð. Borða t.d. ekki hamborgara og mjög sjaldan nauta hakk. Missi alltaf matarlystina ef ég fæ svona brjósksinaógeð uppí mig. Þetta sem maður getur nuddað á milli tannanna... ojjbarasta!! Sick En héðan í frá mun ég nota nautahakk í lasagnað mitt! Langar svolítið að prófa bara grænmeti... á einhver uppskrift af góðu grænmetislasagna handa mér?

Gleymdi að segja ykkur að það er búið að stela hjólinu hans Heimis! Ömurlegt! Við uppgötvuðum það síðasta mánudag, en því var sennilega stolið þá helgi. Ferlegt. Ég var nýbúin að tala um að við værum búin að búa hér í ár og ekki enn búið að stela af okkur hjóli. Hefði betur átt að þegja. Ég færi örugglega að skæla ef mínu hjóli yrði stolið. Á það nefnilega til að bindast dauðum hlutum sterkum böndum og persónugera þá, svo sem bílana sem ég hef átt. Erum að bíða eftir að heyra frá tryggingarfélaginu hvað kemur út úr þessu, og svo er bara að fara á stúfana og kaupa hjól.

Próftaflan er komin á hreint. Fer í próf 7. 13. og svo 19. des. Finnst fínt að hafa ágætann tíma á milli prófanna, en finnst samt leiðinlegt að vera búin svona seint. En það er ekki á allt kosið. Ég tek fyrstu tvö hérna úti, og svo síðasta heima í Verkmenntaskólanum. Get nú ekki ímyndað mér að ég eigi eftir að læra mikið undir það próf. Verð þá komin heim, jólin alvega að koma og sjálfsagt nóg um annað að hugsa en prófið. En ef ég fell þá tek ég það bara upp aftur í ágúst, ekki málið! Wink

Hringdi og pantaði jólaklippinguna handa fjölskyldunni. Feðginin fara 18. des og ég fer svo 20. Þá búin í prófunum. Get ekki ímyndað mér hvernig ég verð þá orðin útlítandi, en þá verða akkúrat 4 mánuðir síðan síðast. Ojoj, held ég verði bara að halda mig að mestu inni og þá með húfu ef ég fer út. 

Jæja ætla upp í rúm að lesa, góða nótt.

Gullkorn dagsins:

Sá sem horfir til stjarnanna snýr sér ekki undan.

Leonardo da Vinci


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég dáist nú bara að þér að geta lesið aðrar bækur en skólabækurnar - þú færð greinilega aldrei nóg ;)

Heiða Árna (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 10:46

2 identicon

Mér finnst mjög fínt að nota bara kjúkling í Lasagna. Ég er alveg eins og þú hvað varðar hakk. Eins hef ég gert grænmetis. Það er gott. Finnur pottþétt einhverja uppskrift ef þú gúgglar.

Þoka (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 17:09

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Takk Þórey! Eins og ég nú elska kjúkling þá hefði mér ekki dottið í hug að nota hann í lasagne... prófa það.

Úrsúla Manda , 23.10.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband