Leita í fréttum mbl.is

Jóla - jóla - jóla

Já aðeins 2 mánuðir í Þorláksmessu! Og þessir mánuðir eiga eftir að líða OFUR fljótt skal ég ykkur segja. Ég kom við í Super Brugsen þegar ég var búin að fara með Ingibjörgu á leikskólann, þar voru þeir í óða önn að raða upp jólavörunum!! Ég virtist falla í trans þarna í smá stund og rankaði við mér þar sem ég stóð með sólheimaglott fyrir framan hillurnar! Jólasælgæti, jólaseríur, jólaskraut, jólaservéttur, jóla, jóla, jóla. Ætla að fara þangað á morgun í jólaleiðangur. Ætla að kaupa súkkulaði dagatal frá Disney handa Ingibjörgu og svo er ég að hugsa um að kaupa Pyrus sjónvarpsdagatalið. Veit reyndar ekkert hvort daman eigi eftir að fíla þessa þætti en það kemur í ljós. Ég get þá kannski skemmt mér yfir þessu um leið og ég kíki í dagatalið Tounge Jeminn einasti hvað ég hlakka til!!

Eitthvað eru Danirnir nú aftarlega á merinni í Greys Anatomy. Izzie og George sváfu saman í síðasta þætti... alveg sko! Svo er ég nú á norsku 2, hélt þeir væru kannski komnir lengra. Neinei, þeir eru að sýna þáttinn þegar pabbi George deyr! Svei mér þá! Ég sem er búin að sjá fyrstu tvo þættina í nýju seríunni og er ekki alveg að geta beðið í svona langaaaannn tíma. Arghhh! Ætli ég endi ekki með að fá Hermann bara til að brenna fyrir mig á disk sem ég tek svo með mér um jólin. Hermann, er það ekki? Wink Það yrði veisla!

Í dag uppgötvaði ég kúlu hægra megin á enninu, alveg upp við hársrótina. Ef ég ýti á hana þá er þetta sama tilfinning eins og um mar sé að ræða. Ég hef samt ekkert dottið eða rekið mig í. Það  sem ég ímyndað mér þá að þetta sé, er að könguló hafi verpt þarna og eftir viku skríða litlar köngulær þarna út. Ég er alveg sjúklega hrædd við köngulær, þannig að þetta kæmi afar illa við mig. En kannski er þetta bara bóla! Nei örugglega köngulóarbæli. Ég hef samt með árunum náð að vinna í þessari fælni minni þannig að ég get verið nálægt þeim. Eða þannig... ef ég sé svona kvikindi á gólfinu, næ ég í glas og skutla því yfir það og býð svo eftir að einhver komi til að taka hana. Þetta gat ég ekki fyrir ca. 15 árum. Einu sinni þurfti ég meira að segja að sækja mér hjálp til nágrannana þegar ég var ein heima. Þá var ein skríðandi á vegg inni í stofu. Man ekki hvor það var Jón Gunnar eða Palli sem kom mér til bjargar þá. Gott að eiga góða granna! Smile  

Gullkorn dagsins:

Menn drekka úr öllum pyttum ef þeir vita ekki hvar uppsprettan er.

Álfur Larsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er köngulóarbæli, ekki spurning. Það er ekkert annað sem kemur til greina, það er svo algengt!  Þetta er í það minnst ekki bóla, það kemur fyrir svo miklu færri en köngulóarbælið.  Ég myndi fara strax til læknis og segja frá bælinu og biðja hann um að fjarlægja það!

Við rúllum áfram í Grey´s, allt að gerast það :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 08:04

2 identicon

ojjjj sá einu sinni þátt í TV þar sem svona var sýnt og það var mjög ógeðslegt að sjá allar litlu köngulórnar skríða út úr bælinu sínu , sem jú var undir húðinni á einhverju bandaríkjamanni að mig minnir *hrollur*. Þssi köngulóafælni hefur ekki elst af mér og þykir mér þú algjör hetja að geta komið það nálgæt þessum kvikindum að geta sett glas yfir þau 

Þóra Matthildur (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 08:48

3 identicon

Hahaha   alltaf jafn upplífgandi og hressandi að lesa bloggið þitt.

Var reyndar pínu svekkt út af Greys, ég er nefnilega í NOREGI og fylgist spennt með :-) og hefði aldrei getað ímyndað mér að þau tvö ættu eftir að sofa saman.......við erum greinilega laaanngt á eftir öllum í þessari seríu???

Já og þetta með köngulær, ég hef alla tíð notað þetta snilldartriks ef ég hef verið ein heima. Annað hvort þetta eða að setja eitthvað þungt ofan á þær, kays listarnir hérna í gamla daga virkuðu alltaf vel

En by the way ég vaknaði um daginn í svarta myrkri við það að það var eitthvað STÓRT að skríða á bakinu á mér  og það var EKKI Siggi .............þú getur rétt ímyndað þér hvernig sú nótt var hjá restinni af fjölsk.

Mæli eindregið með því að þú látir kíkja á búið við fyrsta tækifæri, áður en að það verður orðið of seint!!!

Kærar kveðjur frá Noregi :-)

Svava Rós (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:36

4 Smámynd: Úrsúla Manda

Þóra Matthildur, ég hef séð svona þátt líka, og þetta var hreinasti VIÐBJÓÐUR! 

Gaman að sjá þig hérna Svava. Ohhh sorry að ég skuli vera búin að kjafta þessu með Greys. Hugsa alltaf út frá því að lesendurnir séu heima á Íslandi því þar eru jú mínir flestu vinir. Skal ekki segja meira um þetta mál!! Já köngulær eru ógeð!!  

Úrsúla Manda , 24.10.2007 kl. 10:11

5 identicon

Getur líka takið flakkarann með og fyllt hann af allskonar dóti.

Hermann. (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband