Leita í fréttum mbl.is

Tölvur og dagatöl

Mér heyrist á öllu að ég sé loksins að fá nýja tölvu!! Jájá Grin og nú get ég ekki beðið!! Heimir hélt að hann þyrfti ekki að hafa tölvuna með sér í skólann, en nú er það að breytast. YES! Og nú er bara spurning hvað hann velur handa mér. Það verður auðvitað Dell, og mig langar í Inspiron - HVÍTA! Hann er hinsvegar eitthvað að vesenast með D630 held ég. Hann segir að þær séu betri en hinar, en mig langar ekkert í svoleiðis, þær eru bara gráar alveg eins og þessi sem við eigum. Svo langar mig í tölvu með stórum skjá, hann vill hinsvegar lítinn. Held ég fái samt ekki stærri en 15 tommu. Það verður gaman að vita hvað kemur úr þessu Wink 

Pyrus jóladagatalið er komið í hús, 1. des mætti því koma á morgun Wink Keypti ekki Disney dagatalið því það sem ég vildi var ekki með súkkulaði, bara einhverjum Jelly Beans. Langar ekki að gefa henni svoleiðis. En það var til eins Disney súkkulaði dagatal og hún fékk í fyrra. Það er með Pooh og félögum. Hitt er bara svo ferlega flott, með Mikka mús og co. Spurning um að kaupa bæði og flytja súkkulaðið yfir í Mikka mús. Já það er hugmynd.

Annars virðist kúlan ekki vera köngulóarbæli. Sýnist á öllu að þetta sé bara bóla. Varð fyrir svolitlum vonbrigðum, þar sem ég var búin að ákveða að taka upp á video þegar þær myndu brjótast út og sýna ykkur. En það gerist kannski seinna. 

Gullkorn dagsins:

Í velgengni geta rætur ósigurs leynst og í ósigri rætur velgengni.

Karl de Gaulle


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ok, er sem sagt Pyrus á DR i år?!!  Þarf að redda mér (börnunum sko) dagatali.  Hvar eru þau seld? Á pósthúsinu??

Knús&kærleikur... 

SigrúnSveitó, 24.10.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Eða er Pyrus á TV2??

Og ef svo er, hvað er þá á DR??  

Úff, sakna margs úr Danmörkinni...m.a. mágkonu þinnar!! 

SigrúnSveitó, 24.10.2007 kl. 22:28

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Heyrðu já Pyrus er á TV2. Veit ekki hvar er hægt að kaupa dagatalið, nema ég keypti það í Super Brugsen. Ef þú vilt þá er ekkert mál að kaupa eitt stykki fyrir þig og senda þér?

Á DR er það hins vegar Jul í Svinget. Hérna sérðu það http://www.dr.dk/Tema/Jul/Svinget/20071008201110.htm 

Úrsúla Manda , 25.10.2007 kl. 10:10

4 identicon

Ooo....alltaf gaman að fá nýja tölvu

Ég var reyndar nokkuð nálægt því að henda tölvunni minni fram af svölunum í ágúst þegar ég fékk Dell bækling með póstinum. Það voru nefnilega BLEIKAR!! fartölvur í bæklingnum

Smill (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 10:52

5 Smámynd: Úrsúla Manda

Já Sigurlaug ég sá hana einmitt og varð auðvitað hugsað til þín! Það hvarflaði að mér að fá mér svoleiðis, en ég er bara svo hrædd um að ég fengi leið á henni... er reyndar líka að velta fyrir mér blárri og rauðri en samt finnst mér hvíta bara svo flott! 

Úrsúla Manda , 25.10.2007 kl. 10:56

6 identicon

Mér finnst dagatölin með gömlu fallegu myndunum alltaf flottust. Þú er líklega of ung til að muna eftir þeim. Æðislegar myndir. Alltaf eins: jólapakki, brjóstsykurstafur, snjókarl, jólasveinn, jólatré, kanína, jólakrans ... og svo alltaf jesúbarnið í jötunni á nr. 24.

Ingibjörg Þórðar (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:27

7 identicon

Spennandi að vita niðurstöðuna, en mjög lógískt að fá nýja tölvu miðað við ástandið á gömlu og að þið eruð bæði í námi.

Já jóladagatalsvesenið. Hér voru nammidagatölin uppseld og við enduðum á að hafa pakkadagatal. Það var reyndar skemmtileg tilbreyting og ég er farin að kaupa smádót til að gera pakkadagatal í ár líka.

Kristjana (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 12:02

8 identicon

Sæl vertu Úrsúla mín.

Ég á Dell  D630 held ég og hún er mjög góð bara.

Það er aldeilis að mín er komin í jólagírinn,æ hvað ég öfunda þig. ;)

Öfunda þig ekkert smá af því hvað þú ferð snemma heim um jólin og hvað þú verður lengi,ég fer austur 28.des og heim 2.jan. :(

Kveðja Júlía Dröfn

Júlía Dröfn (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:03

9 Smámynd: Úrsúla Manda

Ingibjörg, það er alveg yndislegt hvað þú ert gömul sál Man ekki eftir þessum dagatölum, eins og þú segir, ég er svo ung!!

Já Kristjana þessi pakkadagatöl eru alltaf skemmtileg. Ég ætla pottþétt að hafa svoleiðis þegar Ingibjörg verður aðeins eldri, en trúðu mér, ég á EKKi eftir að sleppa hinum, þau verða líka

Sjáumst vonandi fyrir austan Júlía mín, þó þetta verði ansi stutt stopp hjá þér! 

Úrsúla Manda , 25.10.2007 kl. 13:33

10 identicon

Nördarnir hjá mér segja að Dell XPS M1330 sé málið. Hún kom bara til okkar í haust. Var einmitt að spyrjast fyrir um þetta á dögunum, er að spá í að fá mér sjálf eina ferðavél. Hún er til svona hvít eins og þú varst að tala um, og er alveg ofboðslega falleg.

Þoka (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband