25.10.2007 | 21:40
Meira um tölvur
Nú er ég alveg orðin rugluð í þessum tölvumálum. Almáttugur... Heimir er búinn að skoða málin og segir að nú þurfi ég bara að velja! Ég fæ stundum valkvíðaköst og nú er ég stödd í einu slíku. Valið stendur á milli Dell Inspiron eða Dell XPS M1330! Það sem ég vil og svo það sem hann vill. Við ætlum að panta tölvuna hérna úti í Danmörku því verðmunurinn er gífurlegur... og þá meina ég GÍFURLEGUR. Það sem er að trufla mig í sambandi við að kaupa Inspiron hérna er að þá er danskt stýrikerfi á tölvunni. Og bara ekki hægt að fá annað. Það sem mér finnst miður með XPS tölvuna er að það er svo lítill skjárinn á henni, eða 13 tommu. Ég vil helst ekki minni en 15 tommu og það fengi ég á Inspiron. En svo er auðvitað annað mál að ég myndi læra á danska stýrikerfið eins og allt annað, en mér finnst samt leiðinlegt að hafa það danskt! Og auðvitað myndi ég venjast minni skjá. Þá hafi þið það! Getur einhver aðstoðað mig?
Hef þetta ekki lengra í bili... hugsa ekki um annað en þessar tvær tölvur í augnablikinu og á sjálfsagt eftir að dreyma þær í nótt, svei mér þá!
Gullkorn dagsins:
Menn skyldu varast að halda að þeir viti nú alla skapaða hluti þó þeir hafi lesið eitthvert slángur af bókum því sannleikurinn er ekki í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum sem hafa gott hjartarlag.
Halldór Laxnes
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Úff ekki get ég hjálpað þér með tölvurnar. Ég verð að viðurkenna að það er skrýtið að hafa danskt stýrikerfi en það venst. Annars finnst mér þetta ótrúlega fallegt gullkorn.
Jóhanna (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:13
Mæli með að þú veljir það sem er ekki best fyrir þig, það er hverjum manni holt!
Júlía Rós (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 08:15
Taka Dell XPS M1330. Ekki spurning. Hugsa að skjárinn komi ekki til með að fara í taugarnar á þér. Spurði einn hérna út í stýrikerfið. Hann hélt að þú gætir breytt þessu danska. Hann ætlaði að athuga málið fyrir mig, hann var ekki alveg viss um hvernig það væri gert vegna þess að núna eru allar komnar með vista. Annars á Sigrún Inspiron 1520 og hún er mjög fín. Það er mest selda vélin hérna hjá okkur þetta haustið. Þá var XPS M1330 heldur ekki komin ;)
Þoka (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 09:14
úfff, ég hugsa að ég myndi nú setja hana aftur upp með íslensku/ensku stýrikerfi...það er ekkert mál. Ef þetta er eingöngu tölva fyrir þig þá myndi ég velja það sem þér finnst þægilegast. Heldurðu að 13 tommu skjárinn komi ekki til með að pirra þig alltaf svolítið þó hann "venjist". Grunar að þú sért pínu pikkí eins og ég ;) ...en mér finnst þetta frekar mikið krækiber. En alla vega - hvað vilt ÞÚ?
Smill (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.