28.10.2007 | 23:20
Rólegheit
Þá er búið að breyta klukkunni og er nú bara einn tími á milli Íslands og Danmerkur. Eins furðulegt og það nú er að þá finnst mér ég nær fólkinu heima en þegar það eru tveir tímar á milli. Ég veit, skrítið
Enn ein ljúf helgin að baki. Dagurinn í dag er búinn að vera sérstaklega letilegur. Kannski vegna tímabreytinga Vöknuðum í seinna fallinu, röltum niður á Íslandsbryggju á leikvöllinn þar, komum heim og borðuðum, enduðum svo öll upp í rúmi og sváfum í tvo hálfan klukkutíma! Svo var grillað hreindýr og haft það náðugt í allt kvöld. Ógurlega ljúft líf. Í gær komu Hrafnhildur og fjölskylda í lummukaffi. Mjög gaman og voru þau hjá okkur fram eftir kvöldi.
Það er sko bara búið að vera hífandi rok í dag. Mér finnst ég ekki hafa upplifað svona "rok" hérna áður. Oft verið einhver gola/vindur enn ekki svona hvasst. Fannst bara eins og ég væri á Austurströndinni úti á Seltjarnarnesi. En það var nú bara góð tilfinning. Rokið aftraði þó ekki feðginunum að fara út að grilla. Það var bara að græja sig rétt og skella sér svo út með nokkur teppi
Annars eru þau sofnuð og ég sit hér enn. Sagði við Heimi að ég ætlaði að kíkja aðeins á skólann. Einmitt, sit núna að blogga!
Gullkorn dagsins:
Steinn, sem liggur kyrr, drepur grasið undir sér.
Maxim Gorki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Mikið skil ég þig með tímamismuninn-ég fæ alltaf hálfgerða flugþreytu þegar tíminn breytist og líka finnst mér, jafnt og þér, ég vera nær fólkinu heima þegar tímamismunurinn er "bara" fimm tímar í stað sex. Skrýtið. En ég held að klukkan breytist hér um næstu helgi,Evrópa er að ég held, viku á undan okkur sem er líka skrýtið:) MArgt skrýtið í þessum heimi.
En það er gott að sjá að ykkur líði vel, þannig á það að vera.
Kærar kveðjur, Svanfríður.
Svanfríður (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 03:28
Já, það er voða notalegt að hafa þig aðeins nær núna
Smill (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 09:08
Veistu ég er alveg sammála þér með tímann. Mér finnst þessi sumartími óþolandi og næ aldrei að snúa okkuð mæðginum á réttan kjöl. Núna vöknum við loksins á réttum tíma og verðum þreytt á réttum tíma. - Og svo erum við náttúrulega nær Íslandi!
Jóhanna (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.