29.10.2007 | 22:07
XPS M1330
Jæja þá er búið að panta tölvuna. Og fyrir valinu varð XPS M1330, rauð. Fengum svo meldingu um að hún væri væntanleg hingað til okkar 14. nóvember. Það er nú mun styttri tími en við bjuggumst við, við erum jú í Danmörku þar sem allt gerist á hraða snigilsins. Þannig að nú er bara hægt að láta sig hlakka til Það reyndar kom upp úr krafsinu að það er ekki hægt að fá tölvuna með ensku stýrikerfi svo ég fæ gripinn á dönsku! Ætlum að sjá hvernig það gengur, annars bara að kaupa nýtt stýrikerfi.
Það var verið að byrja að sýna fyrsta þáttinn í seríu 3 af Prison Break í kvöld. Við skötuhjú sátum alveg negld niður fyrir framan imbann. Þvílík spenna! Guð á himnum. Þetta endar alltaf svo spennandi að það er varla séns að bíða eftir næsta mánudegi. Svo var Brothers and sisters aftur að byrja. Hlakka til að fylgjast með þeim aftur.
Á náttborðinu bíður mín Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann. Kláraði Skíðaferðina um helgina og er alveg lost! Veit svei mér þá ekki hvernig bókin endaði. Mjög skrítið. Er reyndar búin að senda mail á Þóreyju til að vita hvernig hún túlkaði þessa bók.
Gullkorn dagsins:
Þó að það geti verið dapurleg sjón að sjá myndarlegt fólk í hrörlegum hreysum er hitt enn ömurlegra að sjá menningarsnautt og ljótt fólk í glæstum sölum. Það er raunalegt þegar húsakynnin bera langt af fólkinu.
Þórarinn Björnsson skólameistari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Vel valið :)
Júlía Rós (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 08:14
Hæ hæ,
Takk fyrir skeytið. Dagurinn var hreint út sagt æðislegur :-)
Kv. Frú Dagga.
Frú Dagga (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 10:01
*hóst* kaupa stýrikerfið? haaa?
Smill (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.