30.10.2007 | 21:46
Jólagjafir og skólinn
Ég er að fara í Fields í fyrramálið og ætla að dvelja þar allan daginn! Ójá að kaupa jólagjafir Við Hlín, en hún er með mér í skólanum og býr í Holte, ætlum að spóka okkur um. Ætli mesti tíminn fari ekki í H&M og Toys'r us, finnst það líklegt. Var að hugsa um að reyna að klára skó gjafirnar handa Ingibjörgu líka. Hlakka mikið til.
Við Áslaug erum búnar að fá einkunn fyrir rannsóknarritgerðina okkar. Fengum 9! Erum afar ánægðar Svo fékk ég 9,4 fyrir fína hugarkortið mitt. Er ægilega glöð með það líka. Vildi að þessir áfangar væru próflausir, að það væru bara verkefnaskil. Mikið væri það ljúft. Kvíði all svakalega fyrir prófunum og þá sérstaklega þroska- og námssálarfræðinni. En eins og ég er búin að segja oft og mörgum sinnum, ef ég fell þá tek ég bara prófið aftur í ágúst.
Við áttum að velja okkur kjörsvið í síðustu staðlotu í skólanum. Finnst það frekar snemmt þar sem maður er rétt að átta sig á hvernig skólinn virkar og annað í þeim dúr. Það var ýmislegt sem að heillaði mig, t.d. íslenska, samfélagsgreinar og almenn grunnskólakennsla. Ég skoðaði þetta svo auðvitað allt vel og vandlega. Varð fyrir vonbrigðum með íslenskuna því ég var að spá í henni sem kjörsvið, en svo held ég bara að það séu margir leiðinlegir áfangar innan hennar. Fannst það svona þegar ég kynnti mér það betur. Nú og svo er helv... stærðfræðin í almennri grunnskólakennslu sem stoppaði mig. Hugsið ykkur, ég er orðin þrítug og enn hræðist ég stærðfræði! En ég ákvað að velja það sem ég hef áhuga á og hef gaman af, svo ég valdi samfélagsgreinarnar. Þar inni er svo 4 í boði og vel ég 2. T.d. sögu og kristnifræði. Kosturinn við samfélagsgreinarnar er að þar er mikið val og þá get ég t.d. valið íslensku áfanga og dönsku og annað sem mér finnst áhugavert. Þetta er það sem heillar mig núna, en svo má auðvitað skipta um kjörsvið ef þetta er engan veginn það sem maður vill.
Jæja ég er farin upp í rúm.
Gullkorn dagsins:
Hrokafull hálfmenntun er einn versti óvinur vits og hugsunar.
Sigurbjörn Einarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Ohhh þetta verður frábær dagur hjá ykkur! Glæsilegar einkunnir.
Júlía Rós Atladóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 08:03
Frábærar einkunnir. Svo þetta með prófin, það er nefninlega hægt að taka þau aftur, svo það er um að gera að hugsa; "Hvað er það versta sem getur gerst?". Hjá mér var þetta ósköp einfalt...ótti við álit annara!! Hvað myndi fólk hugsa um MIG þar sem ég er auðvitað nafli alheimsins...NOT!!!
Er það Áslaug "mín" sem var með þér í verkefninu??
Gangi þér vel, mín kæra.
SigrúnSveitó, 31.10.2007 kl. 11:29
Glæsilegar einkunnir, til hamingju. Mér líst vel á það sem þú ert að hugsa um að velja þér, það gæti orðið skemmtilegt. Kristinfræðin var líka svo skemmtileg í skóla hér í den.
Hafðu það gott í Fields, verslaðu á þig gat.
Svanfríður.
Svanfríður (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:55
Þú ert snillingur. Til hamingju með þetta.
Úfff, þetta með Fields. Ég held þú ættir alvarlega að íhuga það að taka að þér þér innkaup fyrir aðra (svona fólk eins og mig, sem þykir bara fátt leiðinlegra en að fara í búðir), það væri held ég mjög fínt starf með skólanum.
Þoka (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:13
Takk fyrir takk fyrir! Já Sigrún þetta er hin eina sanna Áslaug
Þórey, ég efa alveg stórlega að þetta gæti orðið einhver bisness.
Úrsúla Manda , 31.10.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.