31.10.2007 | 21:52
Shop till U drop
Í dag er ár liðið frá því við fluttum hingað á Myggenæsgade 7. Það var bókstaflega eins og koma í himnaríki miðað við Öresundskollegið sem var hreinasta helv... en þar bjuggum við í 1 og hálfan mánuð. Það er óskaplega ljúft að búa hér á Íslandsbryggju, stutt í allar áttir. Það sem mér finnst líka gott er að við finnum ekkert fyrir þvi að búa í stórborg hérna inni í götunni okkar, enda er þetta alveg lokað hverfi. Já þetta er ljúfur staður.
Dagurinn var sko aldeilis fínn. Náði að kaupa 4 og hálfa jólagjöf og er ánægð með það. Gott að vera aðeins komin af stað. Hitti svo eina mömmuna þegar ég sótti Ingibjörgu og sagði henni að ég hefði verið í Fields að versla jólagjafir. Hún starði á mig eins og ég væri eitthvað verri... já þú ert svolítið snemma í því Gat ekki annað en brosað. Við Hlín tókum svo pásu eftir H&M og fengum okkur gott að borða og tókum svo restina af Fields í nefið. Ægilega gaman hjá okkur. Ætlum að endurtaka þetta í nóvember og taka þá stefnuna í hliðargöturnar af Strikinu. Þær eru jú æðislegar.
Keypti Milka súkkulaðidagatal handa Ingibjörgu. Gott súkkulaði og það er reglulega falleg mynd á dagatalinu. Náði líka nokkrum skó gjöfum og meðal annars þeirri sem hún á að fá á aðfangadagsmorgun. Svo þarf auðvitað að spá í gjöf sem jólasveinninn kemur sjálfur með. Spurning að það verði einhver íslensk jólasveinabók? Það gæti verið skemmtilegt
En ég er þreytt eftir búðarápið og ætla upp í rúm að sofa. Guten nacht!
Gullkorn dagsins:
Rósum rignir aldrei af himnum ofan. Ef þú vilt fleiri rósir en til eru verður þú að gróðursetja fleiri rósarunna.
Georgía Eliot
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
er einmitt búin að versla eina skógjöf sem er einmitt bók sem heitir jólasveinasaga.. eftir Bergljótu Arnalds.. vona bara að hún sé ekki of þung fyrir þriggja ára.. hlakka mikið til að lesa hana.. kv. Salný
p.s. mér finnst þú ekkert snemma í því með jólagjafirnar, vildi bara óska að ég væri byrjuð að versla þær. Styð þetta framtak þitt heilshugar.
salny (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 10:19
Hæ Úrsula ég kíki oft á bloggið þitt og finnst það gaman ,ég er svona eins og þú er búin að kaupa nokkrar jólagjafir (þær eru bara 25 í allt ) svo maður verður að byrja snemma . Svo klárar maður í Köben í des hafið þið öll það sem best kv. Guðlaug sem er að pakka fyrir Jamaica.
Guðlaug (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 10:45
Takk Salný, ég þarf að kíkja á þessa bók! Spennandi
Blessuð Guðlaug. Gaman að vita að þú kíkir á mig, vertu velkomin og commentaðu sem oftast!! Kaupiru ekki bara strápils á allt liðið í Jamaica? Þá er jólagjöfunum reddað En góða ferð og góða skemmtun, þetta verður ÆÐI!!
Úrsúla Manda , 1.11.2007 kl. 12:15
Ég er einmitt langt komin með jólagjafakaupin líka. Mér finnst bara gaman að vera snemma í þessu og geta dúllast við það. Lítið gaman að vera í einhverjum Þorláksmessuspreng. Hvenær kemurðu annars heim? Verði þið á Nesk um jólin?
Kristjana Atladóttir, 1.11.2007 kl. 13:25
Við komum til Íslands 16. des og förum austur 17. des. Já og við verðum sko AUÐVITAÐ heima
Úrsúla Manda , 1.11.2007 kl. 17:54
Hvernig líta fjórar og hálf jólagjöf út? Áttu eftir að kaupa vinstri sokkinn?
Svanfríður (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 03:25
Blessuð.
Ég ætlaði bara að láta þig vita að ég er að koma til Köben 1.maí.
Þú dugleg að vera byrjuð á jólagjöfunum,ég er búin með 2 held ég.
Kveðja Júlía Dröfn
Júlía Dröfn (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.