Leita í fréttum mbl.is

Jólaskraut og bækur

Fjölskyldan fór niður í geymslu áðan til að taka til og sækja jólaskrautið. Jamm, jólaskrautið er komið hingað upp og ég er búin að fara í gengum það. Ohh ég elska þennan tíma! (Svona ef það skyldi hafa farið framhjá ykkur). Ég ætla samt ekki að skreyta núna, ætla að reyna að geyma það fram að næstu helgi. Ég ætla samt núna að setja útiseríuna upp og jafnvel 1-2 seríur í glugga. Mér finnst það allt í lagi, er ekkert svo snemma í því. Næsta helgi verður svo alveg kjörin til allsherjar skreytingar. 

Óhætt að segja að ég sé afar spennt fyrir nýju bókinni hans Arnalds Indriða, Harðskafi. Ætla pottþétt að fá hana í jólagjöf. Verð svo að finna mér aðra bók til að fá í jólagjöf, verð að fá tvær. Er Yrsa Sigurðardóttir ekkert að koma með bók fyrir jólin, viti þið það? Annars er hún mjög góð bókin hans Ólafs Jóhanns sem ég er að lesa núna, Slóð fiðrildanna. Hann er alveg magnaður höfundur. Skrítið að ég skuli ekki fyrir löngu hafa dottið í hann, en sumt tekur tíma. Maður þarf nefnilega að vera viss stemmdur finnst mér fyrir ýmsum höfundum. Fyrir nokkrum árum gerði ég tilraun að lesa bók eftir hann, gafst upp og var bara engan veginn að fíla hann. En maður þroskast víst með árunum Wink

Það brutust út mikil fagnaðarlæti hér hjá okkur mæðgum rétt fyrir 10 í kvöld. Lai og Mie eru dottin út úr Vild med Dans!! Wizard Mikið rosalega var ég ánægð!! Veit að fjölskyldan á Engvej steig einnig villtan dans þegar úrslitin voru kunngjörð. Eftir eru þá þrjú pör og því tveir þættir eftir af þessari seríu. Svakalega skemmtilegir þættir!  

Gullkorn dagsins:

Karlar setja lög - en konur móta almenningsálitið.

Leó Tolstoj


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú alveg ósammála með Lai og Mie. Hann er lang færasti dansarinn og hefði a.m.k. átt að fara í úrslitin. Það er þetta handboltalið sem liggur í sms-unum. Auðvitað átti stirða handboltapían að detta út núna. Helgi Gnýr reyndar tilkynnti að honum þætti hún sæt. Ég get þá allavega sparað sms-in næst um helming. Vicki og Steen alla leið!!!

Jóhanna (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Já ég er reyndar sammála því að hún er svolítið stirð og ég var búin að spá því að þau myndu detta út núna og Lai og Mie í næsta þætti. En mér finnst hann bara eitthvað svo hræðilega smeðjulegur og svona jakkkk... þoli þau hvorugt einhverra hluta vegna ekki. 

Úrsúla Manda , 3.11.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband