4.11.2007 | 20:41
Notalegt
1. nóv í fyrra kom fyrsti snjórinn þann veturinn. Það virðist hinsvegar ekkert bóla á snjónum eins og staðan er í dag. Þvílíka blíðan búin að vera, sól og 16 stiga hiti.
Enn ein rólegheita helgin liðin. Við ætluðum bæði að vera svo dugleg að læra, en það fór nú eitthvað lítið fyrir því. Við grilluðum í kvöld. Svínakjöt handa mér og íslenskar lambakótelettur fyrir húsbóndann. Ingibjörg fékk auðvitað bæði. Mikið svakalega finnst mér lambakjöt ógeðslegt. Hreinasti viðbjóður! Og lyktin... svona fituvibbafíla! Gæti hreinlega ælt
Útijólaserían var sett upp í dag. Kemur vel út. Í gær setti ég svo upp seríu í herberginu hennar Ingibjargar og inni í svefnherbergi. Ég gat bara ekki hætt þegar ég var búin að setja upp eina, var næstum því búin að ráðast á alla gluggana í íbúðinni. En ég ætla að bíða eftir næstu helgi. Þá fer ALLT jólaskraut upp Hér er mynd af svefnherbergisglugganum, vil hafa marglita seríu þar því ég elska birtuna frá þeim. Það er svo kósý að vera undir sæng og sjá litina koma undan gardínunum
Þórey, límmiðarnir komu í dag. Þúsund þakkir enn og aftur. Hrökk reyndar í kút þegar ég sá að þeir voru silfraðir, en lyklaborðið hlýtur að vera silfrað... ég treysti þér Nú vantar bara tölvuna, jiii hvað ég hlakka til! Bara 10 dagar í hana.
Gullkorn dagsins:
Þið eigið að gleðjast yfir lífinu á hverjum degi; ekki að slá því á frest, þar til hann er orðinn að fortíð, að uppgötva að þetta voru yndislegar stundir! Treystið ekki á hamingju ókominna daga. Því eldri sem maður verður þeim mun betur finnur maður að það að njóta andartaksins er náð, gjöf gulli betri.
María Curie
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Alveg hreint gullfalleg serían hjá þér! Þó mér finnist þetta ansi snemmt fyrir jólaskraut. En ég þarf nú samt sjálf alveg að halda aftur að mér í búðunum að fara ekki að skoða.
Jóhanna (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 21:50
Vá hvað ég er ánægð með þig, sé nú samt Heimi fyrir mér fussa og sveia yfir því að það sé nú bara nóvember!! Óli gerir það, hann hefur bara ekkert um þetta að segja, geri þetta bara meðan hann er á sjó :) Hef yfirleitt sett þær upp um miðjan nóv. og mig klæjar svo í puttana núna, finnst hálf skrítið að vera að fara í 30 stiga hita og sól eftir 3 daga, en jólaseríurnar fara upp um leið og við komum heim aftur!!
Brynja (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 22:45
Snillingur!
Júlía Rós (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 08:00
Límmiðarnir já. Ég bað bara um límmiða fyrir þessa tilteknu týpu af vél, þá lét hann Tommi mig fá svona silfraða. Geri ráð fyrir því að hann viti hvað hann er að gera. Reyndar þegar ég fer að spá í það, þá er smá litamunur á tökkunum og límmiðunum á vélinni hennar Sigrúnar. Hugsa að það sé alltaf einhver smámunur. Sjáum til.
Mjög fín jólaserían hjá þér. Ég held ég gæti aldrei gert þetta svona beint.
Þoka (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 14:20
"jólin jólin,allsstaðar" þetta er fallegt hjá þér Úrsúla mín. Ég fylgi á eftir þér 1.-3. í aðventu Hafðu það gott.
Svanfríður (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 14:49
Nei stelpur það er sko aldrei of snemmt fyrir jólaskraut, og Svanfríður ég trúi ekki að þú skreytir ekki fyrr en 1. -3. í aðventu!! Það er ALLTOF SEINT!
Úrsúla Manda , 5.11.2007 kl. 20:20
Ég var einmitt að keyra heim áðan í þvílíku myrkri og nú finnst mér alveg vera kominn tími á jólaseríur. Mér finnst fyrirtæki og verslanir vera heldur sein í ár
Smill (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 20:57
já og 10 í einkunn fyrir seríuna auðvitað
Smill (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.