8.11.2007 | 22:01
Já Nei
Mikið að gera í skólanum þessa dagana. Ég var í Hróarskeldu í allan gærdag hjá Áslaugu og hún kom svo til mín í dag. Við erum að vinna saman verkefni fyrir þroska- og námssálarfræðina. Hlakka mikið til þegar það verður búið en við þurfum að skila því inn fyrir miðnætti á morgun. Ekki svo sem mikið eftir hjá okkur, en það er alltaf hægt að bæta við og laga.
Í fyrramálið erum við að fara að skoða börnehave fyrir Ingibjörgu. Hann heitir Snorreloppen og er hérna á Snorragötu, bara stutt frá okkur. Held að þetta sé æðislegur leikskóli. Hlakka til að sjá hann.
Og neinei tölvan mín kom ekki í dag og er ég frekar pirruð yfir því. Þeir sögðu að hún kæmi á milli 8 og 16 og passaði ég mig á því að fara ekki út úr húsi þann tíma! Helv... Ætlum að hringja á morgun og athuga hvað sé eiginlega í gangi. Ég sem var orðin svooo spennt.
Gullkorn dagsins:
Ekki allir fara á kirkjugarðsballið í haust, sem hlökkuðu til þess í vor.
Halldór Laxness
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
kvitt, kvitt og heilsa.
Þorgerður
Þorgerður (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.