Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur

Við áttum virkilega ljúfan dag hjá Hrafnhildi og fjölskyldu. Vorum hjá þeim í bæði kaffi og kvöldmat. Ægilega gaman hjá okkur eins og alltaf. Ingibjörg er svo hrifin af frændsystkinum sínum að það er alveg dásamlegt. Hún segir Aggi (Andri Snær), Paggi (Patrekur) og svo Annibelli fyrir Önnubellu, og svo snúast þau svoleiðis í kringum hana og reyna að gera henni allt til hæfis Smile 

Það styttist aldeilis í fótboltaleikinn Ísland-Danmörk. Heimir er einmitt að fara ásamt Viðari og Andra Snæ. Mig langaði ekkert neitt svakalega (væri annað ef við værum að tala um handboltann) nema þá bara til að sjá Eið Smára og sem betur fer keypti ég ekki miða út af því, þar sem hann verður ekki einu sinni með! Svo er náttúrulega alveg bókað mál að Ísland tapar þessum leik, svo það yrðu bara leiðindi. Leikurinn er að ég held sýndur í sjónvarpinu svo ég sit þá bara svekkt yfir þessu hérna heima, ef ég nenni þá að horfa.

Mamma og pabbi komin frá Jamaica man!! Var að tala við þau á Skypinu, og eru þau sko brún og sælleg. Sögðu að þetta hefði verið æðisleg ferð frá A-Ö. Jiii hvað ég vildi að ég hefði verið þarna líka. Spurning að fara þangað í brúðkaupsferð Wink Og nei við erum ekki búin að gifta okkur Grin 

Gullkorn dagsins:

Ein erfiðasta þraut manns er að gera sér grein fyrir að hann er ekki í miðju alls sem er og gerist - heldur í jaðri þess.

W. Somerset Maugham


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sæl elskan, þú þarft ekki hafa áhyggju að fá ekki að sjá Eið Smára, hann verður ekki með - sem betur fer! En þinn mest sjarmerandi (fyrir utan Heimi) var á Tenirife þá viku sem ég var. Ef eitthvað er þá er hann meira sjarmerandi í dag en nokkru sinni fyrr!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.11.2007 kl. 12:07

2 identicon

já alveg rétt hann var á Tenerife, ekki var ég svona hugulsöm eins og Elma að láta þig vita.

Júlía Rós (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:33

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Jeminn einasti Elma, ertu ekki að grínast!!?? Ég hefði dáið!!  Já ég veit sko allt um sjarmann hans... hef vitað um hann í ca 20 ár!! Hann er ÆÐI!

Júlía, um gera að liggja á svona leyndarmálum!!!

Úrsúla Manda , 19.11.2007 kl. 18:46

4 identicon

Smá jólafréttir að austan.

Ætlaði bara að láta þig vita Úrsúla mín að allt jólatalið þitt hér er búið að rugla mig svo mikið að ég setti seríur í alla glugga í gær og endaði á því að setja útijólatréið út á verönd. Mjög ólíkt mér og því skrifa ég þetta á þig :) Hér er ósköp lítið búið að skreyta, 5-8 hús.

 Kv.Sunna jólasveinn

Sunna Björg Guðnadóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:13

5 Smámynd: Úrsúla Manda

Ánægð með þig Sunna!!

Úrsúla Manda , 19.11.2007 kl. 22:37

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Og ég setti glugga- jólatré í suður og norður gluggana!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 20.11.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband