20.11.2007 | 22:36
"Ýsi gott"
Fröken Ingibjörg tekur inn lýsi á morgnanna með pabba sínum. Í morgun fóru þau feðgin á undan mér á fætur og eftir smá stund heyri ég smjatt og svo: "Ummm ýsi gott... meira". Ég fékk alveg æluna upp í háls get ég sagt ykkur. Lýsi finnst mér hreinasti viðbjóður! V I Ð B J Ó Ð U R! Þegar ég var krakki tók ég alltaf inn lýsi og drakk svo vel af Sanasól í restina. Kom lýsinu annars ekki niður. En ég er mjög glöð yfir því að barnið skuli geta tekið þetta inn og passa mig bara að vera ekki viðstödd þegar inntakan fer fram. Í kvöld var hún svo eitthvað að vesenast við ísskápinn og sagði: "Meira ýsi!" Hún fær það bara í fyrramálið.
Annars er hún búin að vera lasin. Því miður varð kvefið meira en bara kvef. Hún missti nú algjörlega röddina í gær en var svo ágætlega hress í dag. Hugsa jafnvel að hún fari á leikskólann á morgun. Það er ekki eins og hún fari neitt út þar... er bara inni.
Gullkorn dagsins:
Vinsemd er mál sem daufir heyra og blindir sjá.
Mark Twain
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Úfff...lýsið já
LK finnst lýsi einmitt ÆÐI, gleymi seint þorláksmessu 2003 í Fjarðarkaup þar sem hún grátbað um lýsi og bætti við "plííííííssss". Hefði alveg getað sokkið ofan í gólfið á mínútunni, þetta leit út eins og við hefðum sagt nei og allt fólkið starði á okkur eins og við værum eitthvað verri.
Ég get ekki með nokkru móti gefið lýsið nema klára eldhúsrúlluna utan um hendurnar á mér fyrst. En gott að henni líkar þetta, það er fyrir öllu
Smill (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:03
Ég man þegar við Hermann ætluðum að gleðja börnin okkar með Sanasól sem okkur fannst svo æðislegt að fá þegar við vorum börn, þau spýttu þessu útúr sér og sögðu aubarasta hvað er þetta? En þau taka lýsi á virkum dögum á leikskólanum en ekki heima.
Júlía Rós (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 08:08
Lýsi... úff.
Ef ég vildi sleppa við skóla þegar ég var lítill, stalst ég fram á undan mömmu og pabba og píndi í mig smá lýsi og hljóp svo inn á klósett og ældi eins og múkki. Virkaði í svolítinn tíma þangað til að mamma komst að þessu. :)
Hermann (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 08:52
Góður Hermann!!
En já, lýsið er viðbjóður!
Úrsúla Manda , 21.11.2007 kl. 11:38
Jóhannes minn ELSKAR líka lýsi...hann passar sjálfur upp á að við munum eftir því um helgar og þegar hann borðar morgunmat heima! Finnst hræðilegt ef það gleymist. Þegar við förum í Apótek Vesturlands þá hleypur hann alltaf beint þangað sem þeir geyma lýsið og kallar á mig til að sýna mér... Sjálf hef ég ekki tekið lýsi síðan Sanasól var og hét... En er þó að reyna að rembast við að taka hákarlalýsi í hylkjum...það ku vera gott fyrir líkama og sál...!! ;)
Jólakærleikur til þín frá mér og knúsaðu Hrafnhildi frá mér næst þegar þú hittir hana...og segðu henni að ég SAKNI hennar.
SigrúnSveitó, 21.11.2007 kl. 11:52
Halló halló lýsi er hollt og gott.Jæja á maður ekki að fá upplýsingar beint frá fagmönnum þegar kemur að búðum. Hvar á ég að kaupa mér föt? Og hvar á ég að borða? Jamaica var æðisleg ég og mamma þín nutum okkar vel í sólbaði enda atvinnumenn á því sviði, bestu kveðjur til ykkar allra. Kv Guðlaug.
Guðlaug (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 13:19
Já þú segir nokkur Guðlaug. Sko, þú verður pottþétt að fara í Fields og eiginlega á Fisketorvet líka. Margar fínar búðir þar :) Svo þarf auðvitað ekki að segja þér frá Strikinu, en það eru líka æðislegar búðir í kringum Strikið og reglulega gaman að labba þar um.
Hvar áttu að borða... Bryggeriet er mjög gott steikhús við hliðina á Tivolíinu. Nú svo er auðvitað Jensens Böfhus, Hereford og allt fullt af stöðum! Ástralski staðurinn er víst svaka góður, Reef'n beef heitir hann, við höfum samt ekki farið þangað.
Vonandi hjálpar þetta
Úrsúla Manda , 21.11.2007 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.