Leita í fréttum mbl.is

Fagra Ísland

Mikið óskaplega er nú ljúft að vera komin heim. Hlakka til að vera alkomin í lok janúar. Ekkert ferðavesen lengur, allavega ekki svona ört og langt!

Annars er bara allt fínt í fréttum. Familyan er öll búin í klippingu og allir eru búnir að fá ný föt (ég semsagt líka, það tókst í H&M daginn áður en við fórum heim) svo við lendum ekki í kettinum. Við skreyttum jólatréð í fyrradag og fannst Ingibjörgu það alveg æðislegt. Hún setti yfirleitt 2-3 kúlur á hverja grein og var ægilega ánægð Smile Hún er alveg að missa sig í jólagleðinni, hrópar uppyfir sig á hverjum morgni þegar hún lítur í skóinn í glugganum og er alveg með á nótunum að það megi ekki opna pakkana strax. Svo mætir jólasveinninn í hús á morgun með gjöf og er ég alveg gífurlega spennt að sjá viðbrögðin Wink Hún er mjög hrifin af jólasveinunum og er ekki hrædd við þá, en það er spurning hvernig þetta verður þegar öll athyglin beinist að henni.

Ég er búin að pakka inn öllum gjöfum og skrifa öll kort, svo nú á bara eftir að gera loka léttu þrifin og fara í jólabaðið! Held að þá sé allt tilbúið.

Það streyma hingað jólakort og ég ætla bara að segja ykkur það að ég er ekki búin að opna NEITT!! Finnst ég hafa mikinn sjálfsaga og sýni mikla stillingu. Ætla að opna kortin á aðfangadagskvöld, á eftir pökkunum. Kannski bara uppí rúmi, áður en ég byrja á Arnaldi Tounge

Þorláksmessa á morgun, hafið það gott kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úrsúla mín-ég verð að viðurkenna að ég hélt að þú myndir falla og opna kortin-nú er ég stolt af þér:)

Ég óska þér gleðilegra jóla sem og þínu fólki. Velkomin heim og njóttu þín vel.

SVanfríður

Svanfríður (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 07:35

2 identicon

Gleðileg jól elsku Úrsúla Manda,til þín og fjölskyldu þinnar. Gaman að heyra að þið eruð bara komin heim í "sveitina".

Hafið það sem allra best yfir hátiðina,

Jólakveðja Hanna Dísa og fjölskylda 

Hanna Dísa (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 14:28

3 identicon

Gleðileg jól á Norðfjörðinn :) Var einmitt að athuga hvort að það væri ekki komið 1 stk Íslandsblogg! Hafið það rosalega gott yfir hátíðirnar, rekumst kannski á ykkur.

kv Heiða og strákarnir

Heiða Árna (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband