24.12.2007 | 15:59
Gleðileg jól
Við Ingibjörg sitjum hér fyrir framan sjónvarpið, Heimir er að stússast í eldhúsinu í sósugerð og mamma og pabbi fóru í kirkjugarðinn. Allir pakkar eru komnir undir tréð og kveikt er á öllum jólaljósum. Til að toppa þetta allt saman er veðrið yndislega fallegt, stillt og kalt og hvít jörð. Einmitt það sem ég var búin að óska mér! Þegar við vöknuðum í gærmorgun var allt hvítt og hefur það haldist, algjör draumur.
Ég opnaði öll jólakortin áðan og skammast mín ekkert fyrir það! Heiða og Símon komu hérna og þá sagði Heiða mér að þau opnuðu sín kort alltaf í hádeginu á aðfangadag. Fannst þetta alveg brilljant hugmynd og eins og Heimir sagði að þá verður víst nóg um að vera í kvöld í pakkaflóðinu. Nákvæm tímasetning á þessu var kl. 15. Mér finnst ég samt hafa staðist þessa þrautaraun og ætla að gera þetta aftur á næsta ári!! Er mjög ánægð með mig
Allir eru orðnir spenntir fyrir kvöldinu og hefur Ingibjörg ekki rifið upp einn einasta pakka ennþá. Hún skilur að það eigi ekki að opna pakkana fyrr en í kvöld, og trúið mér, þá verður stuð Hún stoppar samt iðulega við jólatréð og virðir fyrir sér pakkaflóðið. Það væri gaman að vita hvað hún væri að hugsa.
En jæja, ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla, elsku vinir nær og fjær. Vona að þið hafið það gott yfir þennan yndislega tíma.
Gleðileg jól.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Gleðileg jól kæra fjölskylda. Muna að taka nóg af myndum af dömunni í pökkunum
Smill (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 16:12
Gleðileg jól til þín og þinna, kæra Úrsúla. Takk fyrir allt bloggspjallið á árinu.
Við opnuðum jólakortin í gærkvöldi, þá voru börnin farin að sofa og við hjónakornin sátum í rólegheitum. Voða notaleg stund.
Jólaknús...
SigrúnSveitó, 25.12.2007 kl. 16:45
Gleðileg jól. Hlakka til að sjá ykkur aftur í DK.
Jólaknús
Áslaug Hanna
Áslaug Hanna (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 00:10
Gleðilegt ár, mín kæra. Takk fyrir árið sem liðið er. Kærleikur af Skaganum.
SigrúnSveitó, 1.1.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.