2.1.2008 | 00:01
Árið 2008
Gleðilegt ár elsku vinir og takk fyrir samveruna á árinu sem er nú liðið. Árið 2007 hefur verið viðburðaríkt hjá okkur fjölskyldunni og ég veit það fyrir víst, að þetta nýja ár verður viðburðaríkara Hlakka til þess.
Heimir minn átti afmæli í gær og áttum við notalegan dag. Mér finnst alltaf svo magnað þegar síðasti dagur ársins rennur upp, en þá er allt "í síðasta skipti" (Get orðið svolítið dramatísk). Okkur hér á heimilinu fannst Skaupið bara fínt, að vísu fannst mér aðeins of gróft þetta með Hitler, annars mjög gott. Það fóru allir út á pall að horfa á raketturnar, mjög mikið skotið upp hér í bænum.
Annars erum við búin að eiga ljúfa daga á milli hátíðanna. Fórum upp í bústað og sváfum eina nótt. Hreinasti unaður að vera þarna uppfrá. Við Heimir fórum út rétt um miðnætti, alveg magnað að standa bara ein í skóginum í kolniðamyrkri, engin ljós og engin læti. Svo skemmdi það nú ekki fyrir að það var alveg stjörnubjart, norðurljós og skítakuldi! Rosalega fallegt.
Annars er það í fréttum að við erum búin að skrifa undir kauptilboð á íbúð og fáum afhent 1. febrúar!! Æðislegt að komast svona fljótt í eigið húsnæði. Svo nú er bara að drífa sig út, pakka og koma aftur. ALKOMIN!! Jeminn hvað ég hlakka til!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt og gæfuríkt ár 2008! Finnst þetta eitthvað svo flott tala... að skrifa núna ´08!
Til hamingju með flutninginn austur! :) Hafið það sem allra bestKær kveðja Halldóra Kristín
Halldóra Kristín (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 00:34
Gleðilegt nýtt ár
Til hamingju með íbúðina og vonandi gengur allt smurt í flutningunum.
Smill (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 00:38
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Hlakka til að sjá ykkur um helgina og......
Júlía Rós (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 09:24
Jiii já og til hamingju með tilvonandi eiginmanninn! Svava eignaðist stelpu 31 desember.
Júlía Rós (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 09:29
Elsku Úrsúla gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Og til hamingju með herrann og íbúðina.
Bestu kveðjur Kristjana
Kristjana Atladóttir, 2.1.2008 kl. 10:17
Gleðilegt ár sömuleiðis og þakka liðið bloggár..... búið að vera ljómandi fínt. Til hamingju með íbúðina. Fyndið með þetta skaup - atriðið með Hitler var það eina sem ég hló af svona aðeins upphátt. Fannst ýmislegt fyndið svona inní mér þó. Þarf held ég að horfa á það aftur, var bara alls ekki að fatta alla brandarana. Frekar djúpt....
Þoka (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.