3.1.2008 | 23:02
Bækur og borgin
Kláraði Harðskafa hans Arnalds í nótt, gat ekki hætt fyrr en ég var búin. Finnst hún góð, en hún var svolítið draugaleg, eða svona spúkí. Ég var því fegin þegar ég slökkti ljósið að geta hjúfrað mig upp að Heimi. Næst á dagskrá er svo Aska eftir Yrsu og þar á eftir er bókin eftir þann sem skrifaði Flugdrekahlauparann. (Man í augnablikinu ekki hvað hún heitir, og hvað þá höfundurinn).
Ég hef verið að hlusta á diskinn hans Einars Ágústar frænda míns. Fékk hann í jólagjöf. Mikið svakalega er þetta góður diskur. Hann rúllar bara á repeat. Lögin eru óskaplega þægileg og textarnir fallegir. Og ekki skemmir það nú að hann tekur eitt lag með Sálinni og svo syngur auðvitað Stebbi með honum dúet. Bara flott! Mæli eindregið með þessum disk.
En við erum tilbúin fyrir ferðina á morgun. Eigum hádegisflug svo maður þarf ekki að vakna fyrir allar aldir! Hugsa að ég myndi bara ekki meika það að þurfa að vakna fyrir klukkan 9, svei mér þá. Hér erum við búin að sofa til 10 hálf 11 alla morgna. Bara lúxus á þessu Við verðum í Vogunum í góðu yfirlæti ef ég þekki húsráðendur rétt. Annað kvöld er svo matur hjá Simma og Línu, og á laugardagskvöldið bjóðum við Júlía Rós karlpeningnum út að borða. Þeir vita ekki hvert, en þeir verða mikið glaðir þegar þeir komast að því! Það fyrsta sem við ætlum hinsvegar að gera þegar við lendum í borginni á morgun, er að bruna á Subway!! Hef lengi þráð það! Í nótt þegar ég var búin með bókina fékk ég óstjórnlega löngun í einn bát og ég hef ekki hugsað um annað síðan. Svoleiðis er það nú
En jæja, læt frá mér heyra úr borginni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Gangi þér vel ljósið mitt. Ég hef ekki haft löngun til að lesa Arnald eða Yrslu, finnst þau bæði - ég veit ekki hvað, kannski of markaðs-sett! Gangi þér vel í flutningunum, hlakka til að fá ykkur heim - og í nágrennið!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 4.1.2008 kl. 00:43
Góða ferð!
Júlía Rós (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 08:13
Gleðilegt ár og til hamingju með raðhúsíbúðina. Ég bý einmitt í fjórbýli, ekki blokk. En hvernig var með litla, græna bangsann sem Þórður gleymdi í hjá ykkur í sumar? Hann bara getur ekki gleymt honum. Spurði síðast í gær. Fannst hann ekki?
Ingibjörg Þórðar (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:34
Hæhæ og gleðilegt ár vinkona:)
Mig langar að lesa Arnald-þokkalega.
En annars langar mig að óska ykkur gleðilegs árs með þökk fyrir það gamla.
Svanfríður.
Svanfríður (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.