6.1.2008 | 22:39
Vogarnir
Jæja ég er komin í Vogana. Við komum suður rétt eftir hádegi á föstudag eftir mikinn hristing í háloftunum. Var komin með ælupokann upp að andlitinu þegar við sveimuðum yfir borginni til lendingar, en þetta slapp sem betur fer. Var samt hálf óglatt það sem eftir lifði af deginum Föstudagskvöldið vorum við í mat hjá Simma og Línu, fengum æðislegt lasagne sem ég fékk auðvitað uppskrift af og svo var bara brunað í Vogana og farið að sofa. Annars eyddum við þessum tveimur dögum aðallega í húsgagnaverslunum og að skoða bíla.
Í gærkvöldi fórum við svo út að borða með Júlíu Rós og Hermanni. Við dömurnar völdum Argentínu og urðu þeir heldur betur glaðir, eins og við vissum. Rosalega góður maturinn og þjónustan var alveg 100% Ferlega skemmtilegt kvöld.
Heimir minn er farinn út, ég skutlaði honum á völlinn klukkan 6 í morgun. Ferðin gekk vel, en hann var tæpa tvo tíma að tékka sig inn!! Tvo tíma! Ég hefði farið yfirum. Veit hreinlega ekkert leiðinlegra þegar maður er að ferðast, en langar biðraðir og seinkanir. Ég vil að þessir hlutir gangi smurt fyrir sig!
Ingibjörg er hin hressasta hjá ömmu sinni og afa, eins og ég svo sem vissi, og er ekkert vesen á henni. En mikið hlakka ég til að fá hana til mín.
Ég er búin að eiga náðugan dag, er búin að horfa á tvo Greys þætti og er nú komin upp í rúm til að horfa á meira elska þessa þætti! Svo tekur alvara lífsins við á morgun, skóli klukkan hálf 9. Hlakka til að hitta allar stelpurnar, þær eru svo hressar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Uss uss. Vona að það verði rólegra í loftinu fyrir þig á leið til DK þegar þar að kemur. Annars óska ég þér gleðilegs árs Úrsúla mín og takk fyrir öll þau gömlu. Og takk fyrir jólakortið, við klikkuðum alveg á þeim þetta árið en komum tvíefld að ári.
Jóhanna (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 00:07
Gott að fá update á það hér hvað þú ert búin að vera að gera LOLOLOL :)
Júlía Rós (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 08:00
Talandi um greys.. það er nefnilega eitt sem ég hlakka svo rosalega til við að þið séuð að flytja heim.. þá get ég nefnilega fengið diskana lánaða hjá þér og komið mér inn í þessa þætti, get sagt þér það að ég horfði á minn fyrsa greys um daginn og fannst það bara fínt sko.. en ég hef það bara á tilfinningunni að maður sé ekki maður með mönnum nema maður horfi á greys.. þar öðlast maður hinn eina sannleik lífsins...
Salný (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 14:22
Gleðilegt ár sömuleiðis Jóhanna mín. Hlakka til að fá jólakort frá ykkur um næstu jól, með mynd af tveimur börnum
Ekki málið Salný, þú færð Greys lánað! Þú verður að sjá þetta allt saman. Bara snilld!
Úrsúla Manda , 7.1.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.