16.1.2008 | 23:27
Margt skrítið
Mér finnst svo skrítið að hugsa til þess að ég sé alveg flutt hingað til Neskaupstaðar. Ekki leiðinleg tilhugsun, heldur yndisleg og mér líður vel. Mér finnst bara svo skrítið að ég sé ekki að fara suður bráðum eða út, til að eiga heima þar. Enn þá skrítnara finnst mér svo að ég á eftir að eiga heima hér, og ekki hér í Gauksmýrinni hjá mömmu og pabba! Ég hef aldrei búið "ein" í Neskaupstað, búið hér og ekki með mömmu og pabba! Nú ætla ég að búa hér í bæ, í mínu húsi, með mínum húsgögnum og hafa mínar venjur og siði. Hitta svo mömmu bara í búðinni einhvern tímann og svona, rekast á hana í bænum... (Vona að þið haldið ekki að sé orðin eitthvað biluð). Ég á bara svo erfitt með að ímynda mér þetta. En ætli ég eigi svo ekki bara eftir að vera með annan fótinn hér í Mýrinni, allavega svona til að byrja með... mig grunar það. Og ekki verður nú langt á milli okkar heldur
Ingibjörg fór niður í Breiðablik til langömmu sinnar og langafa í gær (svo ég gæti einbeitt mér aðeins að náminu... í friði). Til að gera langa sögu stutta var hún þar í rúma 3 klukkutíma og vildi svo helst ekki koma heim. Alveg merkilegt hvað henni finnst svakalega skemmtilegt að vera hjá þeim. Nei kannski ekki svo merkilegt, því hún hefur þau gjörsamlega í vasanum og þau gera bara nákvæmlega það sem hún segir þeim að gera Hún er líka með einhverja matarást á langömmu sinni, því hvergi borðar hún eins vel og hjá þeim.
Ég er hinsvegar stödd á þeim tímapunkti meðgöngunnar að ef ég sé eitthvað girnilegt þá verð ég að fá það NÚNA! Þetta er frekar erfitt þegar það eru ekki margir skyndibitastaðir hér í towninu, og ég sé auglýsingar frá American Style, Ruby Tuesday og svo ekki sé nú talað um Subway. Klukkan hálf tíu í gærkvöldi var ég að fletta mogganum og rakst þá á hrikalega girnilega samloku auglýsingu. Ég fór að ræða þessa auglýsingu við pabba og jarma yfir því hvað mig langað eina svona feita samloku. Að lokum stóð pabbi upp, sótti grillið og við gerðum okkur eina feita Ég lagaði sinnepssósu sem ég fann í Jóa Fel svo þetta gat ekki farið úrskeiðis!
Nú ætla ég hinsvegar að kveikja á Greys og reyna að dreifa huganum frá t.d. Quiznos!! Þeir eru nefnilega æði!! Guð ég verð að fá mér svoleiðis í mars þegar ég fer suður!! Ohhh nú langar mig alveg rosalega í einn bát... þetta gengur bara ekki lengur...
Góða nótt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Ég skil þig mjög vel, það er skrítið að flytja heim aftur eftir langan tíma. Þetta venst hratt og vel og alla vega hjá mér finnst mér þetta bara alveg yndislegt. Hefði ekki haldið að mér ætti að eftir að líða svona vel heima.
Og eitt sem einmitt er mjög jákvætt og gott þegar það venst að það er að þú getur ekki stokkið útí búð og eytt peningum þegar þér dettur í hug. Þú ert t.d. núna að spara þokkalega í skyndibitakaupum elskan.
Og þar sem Greys er í verkfalli eins og flestir aðrir vil ég benda þér á "private practice" þættina. Mjög skemmtilegir.
Kristjana (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:32
Innilega til hamingju með bumbubúann! Ekkert smá flott hjá ykkur ;) Já það eru spennandi tímar framundan, aðlagast Neskaupstað aftur. Held allavega að Ingibjörg Ásdís eigi eftir að una sér vel, leikvöllurinn beint fyrir neðan ykkur og svona. Hún verður svo frjáls í "sveitinni" - og auðvitað barn nr. 2 líka...Það er bara svo yndislegt að búa úti á landi, meiri tími og meiri peningar :Þ (eins og Kristjana sagði þá er erfiðara að hlaupa út í búð og spreða, maður verður bara að passa sig á internetinu)...
Heiða Árna (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 12:12
Til hamingju með litla bumbukrílið þitt Úrsúla mín. Gangi ykkur vel.
Já og til lukku með húsið líka, það er aldeilis, ohh ég get skilið að þér finnist gott að vera komin heim aftur
kveðja
Guðrún Sigríður
Guðrún Sigríður (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:12
Takk stelpur. Ég veit að ég á eftir að sakna þess allverulega að geta ekki skroppið í H&M þegar mér hentar!! En svona er þetta, maður bæði velur og hafnar. Svo er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu að skella sér oft yfir sumartímann til Köben... beint flug frá EG og alles! Gæti bara ekki verið betra!
Já Guðrún ég held að þetta sé alveg málið. Þið verðið bara að koma líka, veit að þú myndir allavega fíla það
Úrsúla Manda , 17.1.2008 kl. 17:38
Innilega til hamingju með óléttuna og að vera flutt aftur til Neskaupstaðar. Mjög gott að vera lítill á Norðfirði. Maður má ekki sleppa bloggrúntinum í nokkra daga, þá missir maður af svona fréttum ;) Svakalegt alveg.
Þoka (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 18:59
Ef þú getur ekki fengið þér eitthvað sem þú vilt, hugsaðu þá bara um táfýlu:) í staðinn.þá hlýtur vöntunin að hverfa:)
Svanfríður (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 18:07
Mig langar í uppskrift að sinnepssósunni!!! Takk :)
SigrúnSveitó, 19.1.2008 kl. 15:42
Hæhó og gleðilegt árið!
Þetta er frekar spúgí, var eitthvað að vafra um á netinu og hugsaði allt í einu upp úr þurru " ætli Súlan sé ekki bara ólétt"? þannig að ég bara VARÐ að koma hingað og gá, og jújú auðvitað ertu það skvísa, fann þetta líka á mér síðast! ótrúlegt alveg hreint, en magnað líka!
Til hamingju með að vera flutt heim, og auðvitað með bumbubúann og já, bara allt saman.... Núna á ég sko eftir að fylgjast spennt með bumbubúanum..... spennó spennó!
Bestu kveðjur, Sædís.
Sædís S. (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.