20.1.2008 | 23:17
Boltinn
Ég get nú alveg endalaust svekkt mig yfir handboltanum. Er hinsvegar að spá í að gera það ekki, ætla bara að segja að þeir virðast bara alls ekki getað átt tvo góða leiki í röð! Alveg er það stór merkilegt. Vona að þeim gangi betur í milliriðlinum, en guð veri með þeim þegar þeir mæta þjóðverjunum. En maður veit þó aldrei...
Annars erum við mæðgur búnar að eiga góða helgi. Eyddum föstudagskvöldinu í pizzuáti og fleiru skemmtilegu hjá Brynju og co, og í dag fórum við í eins árs afmæli til Freys litla. Ægilega gaman.
Heimir er á leiðinni til landsins. Hann verður reyndar fyrir sunnan alla næstu viku að vinna, en svo kemur hann vonandi til okkar
Sigrún, hér kemur sinnepssósan. Hún er nú afar einföld... en góð:
2 msk. majónes, 2 msk. sýrður rjómi, 1 tsk. dijon sinnep, 1 tsk. hunang og ½ tsk. sítrónusafi. Aromat krydd og svartur pipar.
Ég setti reyndar meira af sinnepi, sýrðum rjóma og sítrónusafa. Ægilega gott með góðri samloku Og þá er ég orðin svöng!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Bloggarar
- Auður
- Baddý hjúkka
- Elsa Sæný
- Frú Jóhanna
- Hrönnsa
- Olla Noregsbaun
- Stefán hversdags
- Steinunn Þóra
- Svanfríður valkyrja
Athugasemdir
Takk :)
SigrúnSveitó, 21.1.2008 kl. 17:13
Hæhó, ég kommentaði á síðustu færslu, bara svona ef þú værir ekki búin að sjá það!?
Sædís S. (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 17:34
Blessuð Sædís mín. Fyndið að þú skyldir finna þetta á þér aftur!! Eða orðum það kannski frekar spúkí Annars gengur bara allt vel og mér finnst æði að vera komin heim!! Verðum í bandi.
Úrsúla Manda , 21.1.2008 kl. 21:36
ÁFRAM ÍSLAND..... Eða nei, það er búið dæmi. :)
Hermann (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.