Leita í fréttum mbl.is

Jæja

Óttaleg leti er þetta nú í blogginu þennan fyrsta mánuð ársins. Ég er bara alveg hætt að nenna þessu. En svo veit ég að allt í einu dett ég í gírinn... það er bara mislangt í þennan gír.

Heimir kom í gærkvöldi. Það gekk vel að keyra og ekkert að veðri. Sennilega stoppar hann í tvær vikur eða svo og fer þá aftur suður, og þá vonandi ekki lengur en í viku. Og já það styttist all verulega í að við fáum íbúðina! Í þessari viku takk fyrir! Við erum orðin rosalega spennt og hlökkum mikið til. Ef þið hafið mikla þörf fyrir að bera húsgöng og kassa þá endilega hafið samband og ég læt ykkur vita nákvæma tímasetningu.

Heimir sagði við mig áðan hvort við ættum ekki bara að sleppa því að fá að vita kynið á barninu. Ég leit nú bara á hann og hreytti í hann hvort hann væri eitthvað verri?! Eins og ég gæti gengið með barn í níu mánuði án þess að vita kynið!? Já Nei, það er bara ekki fræðilegur möguleiki. Mér finnst alveg nóg að geta ekki fengið að vita þetta fyrr en í kringum 20 viku, því ég vil vita þetta strax! Ég spurði hann á móti hvort ég ætti bara að fá að vita þetta, en þá var svarið, Úrsúla þú veist að það myndi aldrei ganga. Og er það sennilega rétt hjá honum... Auðvitað verðum við að vita þetta. Punktur!

Jæja ég ætla að fara að horfa á Private practice. Mikið hrikalega eru þetta góðir þættir! Maður lifandi. Mér finnst þeir samt ekki betri en Grey's, það er afar fátt sem mér finnst toppa þá þætti ef þá nokkuð. P. P. slagar þó hátt í þá. Verst að ég á bara tvo þætti eftir, held það sé ekki komið meira inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að Heimir er kominn heim. Er búin að horfa á fyrstu tvo þættina af Private practice og er ekki enn dottin inní þá. Er hinsvegar alveg fallin fyrir Big Shot. Til hamingju með sigurinn á EM :)

Júlía Rós (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Ég þarf að tékka á Big shot!

Annars finnst mér þetta engin hamingja að danirnir skyldu vinna EM... frekar fúlt! Hélt með auðvitað með þjóðverjunum

Úrsúla Manda , 28.1.2008 kl. 14:09

3 identicon

Hvernig var það, fenguð þið að vita með kyn Ingibjargar? Er ekki oggipínuponnsulítill angi af þér sem langar að bíða og sjá? Það er voða gaman:) En mestu skiptir hvort að barnið sé heilbrigt og að það líkist þér:)

Hafðu það gott, Svanfríður

Svanfríður (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:23

4 identicon

Innilega til hamingju með væntanlega fjölgun!!  Við erum nánast samferða í þessu en ég á von á einu um 20. apríl   og ég skil þig FULLKOMLEGA að þú þurfir að vita kynið !!!  Hér var mikið leitað að kynfærum og auðvitað tókst það á endanum, maður verður jú að geta undirbúið sig aðeins    Gangi ykkur vel með flutningana!!

Kveðjur frá Þýskalandi, Hrönn H og co.

Hrönn (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 08:53

5 Smámynd: Úrsúla Manda

Jesús minn Hrönn, til hamingju með þetta!! Ég hafði ekki hugmynd að þú værir ófrísk, en gaman. Já við virðumst vera á sama róli með þetta

Já Svanfríður, við fengum að vita kynið með Ingibjörgu. Vorum bæði alveg á því þá, en nú er Heimir eitthvað að bakka. (Hann ræður því nú samt ekkert sko!) Og það er enginn angi til  hjá mér sem langar að bíða og sjá, því miður

Úrsúla Manda , 29.1.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Úrsúla Manda
Úrsúla Manda

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband